Hækkun launa umfram taxta heldur ekki í við verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2019 19:15 Krónutöluhækkanirnar eru lægri á launum yfir taxta og eru hér tekin dæmi af sex, sjö, átta og níuhundruð þúsund króna launum í dag. Þau munu hækka um 2 til 2,9 prósent á þessu ári en að auki fær allt launafólk 26 þúsund króna viðbótar orlofsuppbót í eitt skipti í maí á þessu ári. Prósentuhækkanir launa þeirra sem eru með hærri laun en taxtakaup ná oftast ekki að halda í við verðbólgu eins og hún er nú og hefur verið undanfarin tvö ár. Taxtalaun hækka hins vegar töluvert umfram verðbólgu. Samið var um krónutöluhækkanir launa í þeim samningum sem skrifað var undir í fyrrakvöld og ná til alls þorra fólks á almenna vinnumarkaðnum til ársloka árið 2022. Krónutöluhækkanirnar verða mismiklar hjá þeim sem einungis fá greidd taxtalaun og þeim sem eru á launum sem eru hærri en hæstu launataxtar, nema á þessu ári því allir fá 17.000 króna launahækkun frá og með 1. apríl síðast liðnum. Á meðfylgjandi mynd sjáum við krónutöluhækkanirnar hjá einstaklingi með 300 þúsund króna lágmarkslaun sem hækka um 5,7 prósent í þessum mánuði og síðan um rúmlega sjö prósent á næstu þremur árum. Krónutöluhækkanirnar eru lægri á launum yfir taxta og eru hér tekin dæmi af sex, sjö, átta og níuhundruð þúsund króna launum í dag. Þau munu hækka um 2 til 2,9 prósent á þessu ári en að auki fær allt launafólk 26 þúsund króna viðbótar orlofsuppbót í eitt skipti í maí á þessu ári. Ef horft er síðan á dæmin fyrir árin 2020 til 2022 ssést að árlegar launahækkanir hjá fólki með hærri laun en taxtalaun verða á bilinu 1,7 prósent til 2,9 prósent á ári. Þær hækkanir ná ekki að halda í við verðbólgu eins og hún hefur verið á undanförnum tveimur árum með örfáum mánaðarlegum undantekningum. En í lok síðasta árs var verðbólgan 3,3 prósent og 2,9 prósent í lok síðasta mánaðar. Í þessum dæmum er ekki tekið tillit til almennra skattalækkana sem munu ná til allra tekjuhópanna hér að ofan, en þó meira til lægstu launanna, eins og hækkun barna- og húsnæðisbóta. Þá er reiknað með að kjarasamningarnir stuðli að lækkun vaxta og þar með verðbólgu. Desember- og orlofsuppbætur launafólks verða einnig hækkaðar umtalsvert og krónutöluhækkanir launa geta orðið hærri með auknum hagvexti. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir verðtryggð jafngreiðslulán eitraðan lánakokteil Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. 5. apríl 2019 15:16 Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18 Sátt við að launin hækki ekki að sinni Maður í lægsta launaflokki er sáttur við krónutöluhækkun kjarasamninga. Háskólamenntuð kona er ánægð fyrir hönd þeirra lægstlaunuðu og segist vera sátt við að laun hennar hækki ekki að sinni. 4. apríl 2019 19:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Prósentuhækkanir launa þeirra sem eru með hærri laun en taxtakaup ná oftast ekki að halda í við verðbólgu eins og hún er nú og hefur verið undanfarin tvö ár. Taxtalaun hækka hins vegar töluvert umfram verðbólgu. Samið var um krónutöluhækkanir launa í þeim samningum sem skrifað var undir í fyrrakvöld og ná til alls þorra fólks á almenna vinnumarkaðnum til ársloka árið 2022. Krónutöluhækkanirnar verða mismiklar hjá þeim sem einungis fá greidd taxtalaun og þeim sem eru á launum sem eru hærri en hæstu launataxtar, nema á þessu ári því allir fá 17.000 króna launahækkun frá og með 1. apríl síðast liðnum. Á meðfylgjandi mynd sjáum við krónutöluhækkanirnar hjá einstaklingi með 300 þúsund króna lágmarkslaun sem hækka um 5,7 prósent í þessum mánuði og síðan um rúmlega sjö prósent á næstu þremur árum. Krónutöluhækkanirnar eru lægri á launum yfir taxta og eru hér tekin dæmi af sex, sjö, átta og níuhundruð þúsund króna launum í dag. Þau munu hækka um 2 til 2,9 prósent á þessu ári en að auki fær allt launafólk 26 þúsund króna viðbótar orlofsuppbót í eitt skipti í maí á þessu ári. Ef horft er síðan á dæmin fyrir árin 2020 til 2022 ssést að árlegar launahækkanir hjá fólki með hærri laun en taxtalaun verða á bilinu 1,7 prósent til 2,9 prósent á ári. Þær hækkanir ná ekki að halda í við verðbólgu eins og hún hefur verið á undanförnum tveimur árum með örfáum mánaðarlegum undantekningum. En í lok síðasta árs var verðbólgan 3,3 prósent og 2,9 prósent í lok síðasta mánaðar. Í þessum dæmum er ekki tekið tillit til almennra skattalækkana sem munu ná til allra tekjuhópanna hér að ofan, en þó meira til lægstu launanna, eins og hækkun barna- og húsnæðisbóta. Þá er reiknað með að kjarasamningarnir stuðli að lækkun vaxta og þar með verðbólgu. Desember- og orlofsuppbætur launafólks verða einnig hækkaðar umtalsvert og krónutöluhækkanir launa geta orðið hærri með auknum hagvexti.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir verðtryggð jafngreiðslulán eitraðan lánakokteil Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. 5. apríl 2019 15:16 Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18 Sátt við að launin hækki ekki að sinni Maður í lægsta launaflokki er sáttur við krónutöluhækkun kjarasamninga. Háskólamenntuð kona er ánægð fyrir hönd þeirra lægstlaunuðu og segist vera sátt við að laun hennar hækki ekki að sinni. 4. apríl 2019 19:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Segir verðtryggð jafngreiðslulán eitraðan lánakokteil Stjórnvöld hafa boðað markviss skref til afnáms verðtryggingar á lánum en frá og með ársbyrjun 2020 er stefnt að því að óheimilt verði að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. 5. apríl 2019 15:16
Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18
Sátt við að launin hækki ekki að sinni Maður í lægsta launaflokki er sáttur við krónutöluhækkun kjarasamninga. Háskólamenntuð kona er ánægð fyrir hönd þeirra lægstlaunuðu og segist vera sátt við að laun hennar hækki ekki að sinni. 4. apríl 2019 19:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent