Aprílgöbbin 2019: Leituðu að járnsæti í Öskjuhlíðinni, Brokkólíkók og fíkniefnaleitar kanína Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2019 16:30 Þremenningarnir fundu ekki járnsætið. Í dag er 1. apríl og þá keppist fólk og fyrirtæki í því að reyna fá fólk til að hlaupa 1. apríl með góðu gabbi. Eins og vanalega taka fjölmiðlarnir þátt í 1.apríl sem og fyrirtæki. Vísir sagði til að mynda frá því að forsvarsmenn Game of Thrones þáttanna hjá HBO hefðu að undanförnu dreift Járnsætum (Iron Throne) víða um heim og hvatt áhorfendur þáttanna til að finna þau. Um var að ræða auglýsingaherferð fyrir síðustu þáttaröðina sem hefst aðfaranótt 15. apríl, eftir tvær vikur. Hásætunum átti að hafa verið komið fyrir í Svíþjóð, Kanada og á Spáni. Í skógi, upp á snævi þöktu fjalli og í eyðimörk. Þeir sem fundið hafa járnsætið hafa fengið kórónur í verðlaun. Í frétt Vísis var einnig gefið í skyn að eitt hásæti væri að finna hér á landi og gæti fólk jafnvel fengið umrædda kórónu í verðlaun. Það var einfaldlega aprílgabb Vísis.Jakob Gautason, Björn Ingi Baldvinsson og Kristófer Andrésson eru hér í Öskjuhlíðinni.Jakob Gautason, Björn Ingi Baldvinsson og Kristófer Andrésson féllu fyrir gabbinu og mættu á svæðið. Þar gripu þeir í tómt en fengu að launum áskrift að Stöð 2. „Mér datt ekki í hug að þetta væri gabb. Ég sá fréttina á Vísi og sá auðvitað strax að þetta væri Öskjuhlíð, ég var mjög spenntur og sýndi félögunum. við hugsuðum okkur um í smá stund og brunuðum síðan niður í Öskjuhlíð,“ segir Björn Ingi Baldvinsson. „Við vorum í miðri kennslustund í sögu í Menntaskólanum við Hamrahlíð og kennarinn sagði að við mættum fara en að við fengjum þá fjarvist. Þetta er svo stutt frá að við urðum bara að kíkja. „Það voru vinir mínir sem ég fór með sem sáu þetta fyrst og voru aðeins spenntari fyrir þessu en ég,“ segir Jakob Gautason. „Þeir höfðu heyrt um að þetta væri að gerast annarsstaðar og vildu geggjað mikið sjá það. Svo eftir að hafa fengið leyfi drifum við okkur til þess að skoða málið. Mér sjálfum finnst bara gaman að hafa verið tekinn svona mikið og hlæ að þessu. Eftir á séð var þetta líka augljóst en við föttuðum ekki fyrr en við vorum mættir á svæðið.“ Sjö einstaklingar mættu í Öskjuhlíðina á fyrsta klukkutímanum eftir að fréttin fór í birtingu. Lögreglan á Suðurnesjum sagði frá því að ný fíkniefnakanína væri tekin til starfa hjá Lögreglunni og átti hún að vera til sýnis á lögreglustöðinni frá 15-16:30 í dag. Reyndar stolið gabb eins og sjá má hér. Dominos sagði frá því að núna væri aðeins hægt að panta pizzu á vefsíðu fyrirtækisins og með appinu. Ástæðan var í færst hafði í aukanna að fólk væri að hringja í þjónustuverið í von um að panta leigubíl. Coca-Cola á Íslandi kynnti til leiks glænýja bragðtegund. Coca-Cola Zero sykur Brokkólí. Á Facebook-síðu Coke á Íslandi átti síðan að gefa nokkra kassa. Þá sagði sælgætisfyrirtækið Freyja frá því að fyrirtækið væri að gefa út nýtt nammi í dag. Bernaise Dýr og átti varan að marka tímamót í íslenskri súkkulaðigerð. Háskólakötturinn Rósalind sagði bless við háskólanema við Háskóla Íslands en kötturinn ber nafnið Rósalind. Núna verður hún inniköttur heima hjá Óttari Proppé en stúdentum gafst færi á að kveðja hana í hinsta sinn í Bóksölu stúdenta í dag á milli kl. 14:00 og 15:00 í dag. Um hrekk reyndist vera að ræða þótt ekki verði efast um að Óttarr sé mikill kattavinur.Framkvæmdir við Laugardalsvöll hafnar.KSÍ sagði frá því að framkvæmdir við Laugardalsvöll væru hafnar og yrði lagt nýtt gervigras á völlinn nú þegar. Kannski í framtíðinni, en ekki strax. Sætir snúðar buðu upp á Kanilsnúð með skyrkremi, hágæða harðfiski og hárkarlalýsisperlum. Íslendingurinn átti að vera í boði í Mathöll Höfða. Vefsíðan Heimkaup.is sagði frá því að verslunarkeðjan Target væri búin að kaupa Heimkaup. KFC á Íslandi gaf frá sér yfirlýsingu um að nýr eftirréttur væri kominn á matseðilinn og væri að ræða súkkulaðihjúpaðan popcorn kjúkling. Stökkir kjúklingabitar hjúpaðir ljúffengu Góu-súkkulaði. Ali Baba bauð einfaldlega upp á frían mat og gjafabréf til Ísafjarðar. Aprílgabb Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Sjá meira
Í dag er 1. apríl og þá keppist fólk og fyrirtæki í því að reyna fá fólk til að hlaupa 1. apríl með góðu gabbi. Eins og vanalega taka fjölmiðlarnir þátt í 1.apríl sem og fyrirtæki. Vísir sagði til að mynda frá því að forsvarsmenn Game of Thrones þáttanna hjá HBO hefðu að undanförnu dreift Járnsætum (Iron Throne) víða um heim og hvatt áhorfendur þáttanna til að finna þau. Um var að ræða auglýsingaherferð fyrir síðustu þáttaröðina sem hefst aðfaranótt 15. apríl, eftir tvær vikur. Hásætunum átti að hafa verið komið fyrir í Svíþjóð, Kanada og á Spáni. Í skógi, upp á snævi þöktu fjalli og í eyðimörk. Þeir sem fundið hafa járnsætið hafa fengið kórónur í verðlaun. Í frétt Vísis var einnig gefið í skyn að eitt hásæti væri að finna hér á landi og gæti fólk jafnvel fengið umrædda kórónu í verðlaun. Það var einfaldlega aprílgabb Vísis.Jakob Gautason, Björn Ingi Baldvinsson og Kristófer Andrésson eru hér í Öskjuhlíðinni.Jakob Gautason, Björn Ingi Baldvinsson og Kristófer Andrésson féllu fyrir gabbinu og mættu á svæðið. Þar gripu þeir í tómt en fengu að launum áskrift að Stöð 2. „Mér datt ekki í hug að þetta væri gabb. Ég sá fréttina á Vísi og sá auðvitað strax að þetta væri Öskjuhlíð, ég var mjög spenntur og sýndi félögunum. við hugsuðum okkur um í smá stund og brunuðum síðan niður í Öskjuhlíð,“ segir Björn Ingi Baldvinsson. „Við vorum í miðri kennslustund í sögu í Menntaskólanum við Hamrahlíð og kennarinn sagði að við mættum fara en að við fengjum þá fjarvist. Þetta er svo stutt frá að við urðum bara að kíkja. „Það voru vinir mínir sem ég fór með sem sáu þetta fyrst og voru aðeins spenntari fyrir þessu en ég,“ segir Jakob Gautason. „Þeir höfðu heyrt um að þetta væri að gerast annarsstaðar og vildu geggjað mikið sjá það. Svo eftir að hafa fengið leyfi drifum við okkur til þess að skoða málið. Mér sjálfum finnst bara gaman að hafa verið tekinn svona mikið og hlæ að þessu. Eftir á séð var þetta líka augljóst en við föttuðum ekki fyrr en við vorum mættir á svæðið.“ Sjö einstaklingar mættu í Öskjuhlíðina á fyrsta klukkutímanum eftir að fréttin fór í birtingu. Lögreglan á Suðurnesjum sagði frá því að ný fíkniefnakanína væri tekin til starfa hjá Lögreglunni og átti hún að vera til sýnis á lögreglustöðinni frá 15-16:30 í dag. Reyndar stolið gabb eins og sjá má hér. Dominos sagði frá því að núna væri aðeins hægt að panta pizzu á vefsíðu fyrirtækisins og með appinu. Ástæðan var í færst hafði í aukanna að fólk væri að hringja í þjónustuverið í von um að panta leigubíl. Coca-Cola á Íslandi kynnti til leiks glænýja bragðtegund. Coca-Cola Zero sykur Brokkólí. Á Facebook-síðu Coke á Íslandi átti síðan að gefa nokkra kassa. Þá sagði sælgætisfyrirtækið Freyja frá því að fyrirtækið væri að gefa út nýtt nammi í dag. Bernaise Dýr og átti varan að marka tímamót í íslenskri súkkulaðigerð. Háskólakötturinn Rósalind sagði bless við háskólanema við Háskóla Íslands en kötturinn ber nafnið Rósalind. Núna verður hún inniköttur heima hjá Óttari Proppé en stúdentum gafst færi á að kveðja hana í hinsta sinn í Bóksölu stúdenta í dag á milli kl. 14:00 og 15:00 í dag. Um hrekk reyndist vera að ræða þótt ekki verði efast um að Óttarr sé mikill kattavinur.Framkvæmdir við Laugardalsvöll hafnar.KSÍ sagði frá því að framkvæmdir við Laugardalsvöll væru hafnar og yrði lagt nýtt gervigras á völlinn nú þegar. Kannski í framtíðinni, en ekki strax. Sætir snúðar buðu upp á Kanilsnúð með skyrkremi, hágæða harðfiski og hárkarlalýsisperlum. Íslendingurinn átti að vera í boði í Mathöll Höfða. Vefsíðan Heimkaup.is sagði frá því að verslunarkeðjan Target væri búin að kaupa Heimkaup. KFC á Íslandi gaf frá sér yfirlýsingu um að nýr eftirréttur væri kominn á matseðilinn og væri að ræða súkkulaðihjúpaðan popcorn kjúkling. Stökkir kjúklingabitar hjúpaðir ljúffengu Góu-súkkulaði. Ali Baba bauð einfaldlega upp á frían mat og gjafabréf til Ísafjarðar.
Aprílgabb Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Sjá meira