Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2019 22:15 Sanders hefur verið ötull málsvari Trump forseta. Vísir/EPA Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, viðurkenndi fyrir saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, að hún hefði farið með staðlausa stafi um fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI á blaðamannafundi fyrir tveimur árum. Í skýrslu Mueller sem birt var opinberlega í dag er meðal annars fjallað um þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, í maí árið 2017. Stofnunin hafði þá stýrt rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá. Brottreksturinn varð til þess að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi yfir rannsókninni. Mueller komst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi líklegast rekið Comey vegna þess að forstjórinn var ekki tilbúinn að lýsa því yfir opinberlega að forsetinn væri ekki persónulega til rannsóknar. Forsetinn og bandamenn hans hafi engu að síður gefið fjölda ólíkra ástæðna fyrir brottrekstri Comey. Eftir að Comey var rekinn hélt Sanders því fram á blaðmannafundi í Hvíta húsinu að „ótalmargir fulltrúar FBI“ hefðu sagt Hvíta húsinu að þeir hefðu misst traust á forstjóranum. Sagðist hún jafnframt hafa persónulega rætt við marga sem væru þeirrar skoðunar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ein ummæla Sanders um Comey og FBI.Mueller's report said Sarah Huckabee Sanders told investigators she made comments to reporters that were "not founded on anything." Here's that moment pic.twitter.com/cqrnTqKDLa— POLITICO (@politico) April 18, 2019 Í skýrslutökum hjá saksóknurum Mueller sagði Sanders að hún hefði mismælt sig á blaðmannafundinum. Þegar hún hafi sagt í öðru viðtali að almennir fulltrúar FBI hefðu misst traust á Comey hafi það verið í „hita leiksins“ og að það hefði „ekki byggst á neinu“. Bandaríska blaðið Politico segir að Sanders hafi ekki svarað fyrirspurn þess vegna málsins áður en frétt þess birtist. Mueller rakti ýmis atvik sem hægt væri að túlka sem tilraunir Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar í skýrslu sinni. Hann tók ekki afstöðu til þess hvort að ákæra ætti forsetann vegna þess en tók sérstaklega fram að hann gæti ekki hreinsað hann af þeirri sök. Vísaði Mueller meðal annars til lögfræðilegra álitaefna um hvort hægt sé að ákæra sitjandi forseta og um valdheimildir forsetans sem honum eru veittar í stjórnarskrá. William Barr, dómsmálaráðherra, tók ákvörðun um að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, viðurkenndi fyrir saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, að hún hefði farið með staðlausa stafi um fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI á blaðamannafundi fyrir tveimur árum. Í skýrslu Mueller sem birt var opinberlega í dag er meðal annars fjallað um þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, í maí árið 2017. Stofnunin hafði þá stýrt rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá. Brottreksturinn varð til þess að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi yfir rannsókninni. Mueller komst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi líklegast rekið Comey vegna þess að forstjórinn var ekki tilbúinn að lýsa því yfir opinberlega að forsetinn væri ekki persónulega til rannsóknar. Forsetinn og bandamenn hans hafi engu að síður gefið fjölda ólíkra ástæðna fyrir brottrekstri Comey. Eftir að Comey var rekinn hélt Sanders því fram á blaðmannafundi í Hvíta húsinu að „ótalmargir fulltrúar FBI“ hefðu sagt Hvíta húsinu að þeir hefðu misst traust á forstjóranum. Sagðist hún jafnframt hafa persónulega rætt við marga sem væru þeirrar skoðunar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ein ummæla Sanders um Comey og FBI.Mueller's report said Sarah Huckabee Sanders told investigators she made comments to reporters that were "not founded on anything." Here's that moment pic.twitter.com/cqrnTqKDLa— POLITICO (@politico) April 18, 2019 Í skýrslutökum hjá saksóknurum Mueller sagði Sanders að hún hefði mismælt sig á blaðmannafundinum. Þegar hún hafi sagt í öðru viðtali að almennir fulltrúar FBI hefðu misst traust á Comey hafi það verið í „hita leiksins“ og að það hefði „ekki byggst á neinu“. Bandaríska blaðið Politico segir að Sanders hafi ekki svarað fyrirspurn þess vegna málsins áður en frétt þess birtist. Mueller rakti ýmis atvik sem hægt væri að túlka sem tilraunir Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar í skýrslu sinni. Hann tók ekki afstöðu til þess hvort að ákæra ætti forsetann vegna þess en tók sérstaklega fram að hann gæti ekki hreinsað hann af þeirri sök. Vísaði Mueller meðal annars til lögfræðilegra álitaefna um hvort hægt sé að ákæra sitjandi forseta og um valdheimildir forsetans sem honum eru veittar í stjórnarskrá. William Barr, dómsmálaráðherra, tók ákvörðun um að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43
Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36