Jokowi endurkjörinn sem forseti Indónesíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. apríl 2019 09:30 Joko Widodo virðist ætla að halda forsetastólnum. Nordicphotos/AFP Joko Widodo, oftast kallaður Jokowi, var endurkjörinn forseti Indónesíu og flokkur hans PDI-P fékk flest atkvæði í forseta- og þingkosningum sem fóru fram í Asíuríkinu í gær. Þetta sýndu svokallaðar hraðtalningar skoðanakannanafyrirtækja. Opinberar niðurstöður munu að öllum líkindum ekki liggja fyrir fyrr en í maí en þessar hraðtalningar hafa, samkvæmt BBC, reynst nokkuð áreiðanlegar í gegnum tíðina. Þetta var í fyrsta skipti sem forseta- og þingkosningar fara fram á sama tíma. Samkvæmt Asia Elects, sem tekur saman og birtir niðurstöður kannana og kosninga, fékk Jokowi 54,2 prósent atkvæða en andstæðingurinn, Prabowo Subianto úr Gerindra-flokknum, fékk 45,7 prósent atkvæða. PDI-P fékk sömuleiðis flest atkvæði í þingkosningum eða 19,49 prósent. Gerindra fékk 12,5 prósent og Golkar 12,5. Þá fékk PKB 9,8 prósent en aðrir flokkar minna. „Við höfum nú séð niðurstöður hraðtalninga og útgönguspáa en við þurfum að vera þolinmóð. Verum þolinmóð og bíðum eftir opinberum niðurstöðum frá kjörstjórn,“ sagði Jokowi við stuðningsmenn sína. Prabowo sagði hins vegar að tölurnar sem birtust í gær rímuðu ekki við gögn framboðsins. Samkvæmt þeim leit út fyrir að Prabowo myndi hafa betur. Hann hvatti stuðningsmenn sína til að vera vakandi fyrir því að kosningunum gæti verið stolið. Jokowi og Prabowo öttu einnig kappi í síðustu forsetakosningum, árið 2014. Þá fékk Joko 53 prósent atkvæða, Prabowo 47 prósent. Tölfræðin á bak við kosningarnar er sláandi. Alls eru 192.866.254 á kjörskrá og kjörstaðir eru 809.500. Kosið er um 20.500 sæti, frambjóðendur eru rúmlega tífalt fleiri og tuttugu flokkar eru í framboði. Breska ríkisútvarpið hafði eftir stjórnmálaskýrendum að sáralítill munur væri á stefnu frambjóðendanna tveggja. Þeir reyndu því að afla sér stuðnings með því að sýna hversu trúaðir þeir eru. „Kosningarnar eru kapphlaup til hægri. Þeir keppa um hvor er meiri íslamskur íhaldsmaður,“ hafði BBC eftir Made Supriatma, sérfræðingi hjá ISEAS-Yusof Ishak stofnuninni. Munurinn á frambjóðendum liggur einna helst í rótum þeirra. Jokowi er fyrsti forseti Indónesíu sem kemur hvorki úr valdafjölskyldu né hernum, samkvæmt Foreign Policy, en Prabowo var bæði hershöfðingi og tengdasonur Suharto, forseta Indónesíu frá 1968 til 1998. Þá hefur Prabowo einnig lofað að vinda ofan af loforðum Jokowi um kínverskar fjárfestingar í Indónesíu. Frambjóðendur hafa hins vegar ekki sýnt réttindum frumbyggja Indónesíu nokkra athygli, að því er kemur fram í umfjöllun Foreign Policy. Blaðamaður tímaritsins fjallaði þar sérstaklega um Iban Dayak-þjóðflokkinn, sem telur um 750.000 manns, og pálmaolíuvinnslu sem stjórnvöld heimiluðu á svæðinu þar sem þjóðflokkurinn hefur átt heima í aldaraðir. Ledo Lestari, fyrirtækið sem sér um vinnsluna, hefur sölsað undir sig svæðið, rutt skóga og þannig stórskaðað samfélag Iban Dayak-fólksins. Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Joko Widodo, oftast kallaður Jokowi, var endurkjörinn forseti Indónesíu og flokkur hans PDI-P fékk flest atkvæði í forseta- og þingkosningum sem fóru fram í Asíuríkinu í gær. Þetta sýndu svokallaðar hraðtalningar skoðanakannanafyrirtækja. Opinberar niðurstöður munu að öllum líkindum ekki liggja fyrir fyrr en í maí en þessar hraðtalningar hafa, samkvæmt BBC, reynst nokkuð áreiðanlegar í gegnum tíðina. Þetta var í fyrsta skipti sem forseta- og þingkosningar fara fram á sama tíma. Samkvæmt Asia Elects, sem tekur saman og birtir niðurstöður kannana og kosninga, fékk Jokowi 54,2 prósent atkvæða en andstæðingurinn, Prabowo Subianto úr Gerindra-flokknum, fékk 45,7 prósent atkvæða. PDI-P fékk sömuleiðis flest atkvæði í þingkosningum eða 19,49 prósent. Gerindra fékk 12,5 prósent og Golkar 12,5. Þá fékk PKB 9,8 prósent en aðrir flokkar minna. „Við höfum nú séð niðurstöður hraðtalninga og útgönguspáa en við þurfum að vera þolinmóð. Verum þolinmóð og bíðum eftir opinberum niðurstöðum frá kjörstjórn,“ sagði Jokowi við stuðningsmenn sína. Prabowo sagði hins vegar að tölurnar sem birtust í gær rímuðu ekki við gögn framboðsins. Samkvæmt þeim leit út fyrir að Prabowo myndi hafa betur. Hann hvatti stuðningsmenn sína til að vera vakandi fyrir því að kosningunum gæti verið stolið. Jokowi og Prabowo öttu einnig kappi í síðustu forsetakosningum, árið 2014. Þá fékk Joko 53 prósent atkvæða, Prabowo 47 prósent. Tölfræðin á bak við kosningarnar er sláandi. Alls eru 192.866.254 á kjörskrá og kjörstaðir eru 809.500. Kosið er um 20.500 sæti, frambjóðendur eru rúmlega tífalt fleiri og tuttugu flokkar eru í framboði. Breska ríkisútvarpið hafði eftir stjórnmálaskýrendum að sáralítill munur væri á stefnu frambjóðendanna tveggja. Þeir reyndu því að afla sér stuðnings með því að sýna hversu trúaðir þeir eru. „Kosningarnar eru kapphlaup til hægri. Þeir keppa um hvor er meiri íslamskur íhaldsmaður,“ hafði BBC eftir Made Supriatma, sérfræðingi hjá ISEAS-Yusof Ishak stofnuninni. Munurinn á frambjóðendum liggur einna helst í rótum þeirra. Jokowi er fyrsti forseti Indónesíu sem kemur hvorki úr valdafjölskyldu né hernum, samkvæmt Foreign Policy, en Prabowo var bæði hershöfðingi og tengdasonur Suharto, forseta Indónesíu frá 1968 til 1998. Þá hefur Prabowo einnig lofað að vinda ofan af loforðum Jokowi um kínverskar fjárfestingar í Indónesíu. Frambjóðendur hafa hins vegar ekki sýnt réttindum frumbyggja Indónesíu nokkra athygli, að því er kemur fram í umfjöllun Foreign Policy. Blaðamaður tímaritsins fjallaði þar sérstaklega um Iban Dayak-þjóðflokkinn, sem telur um 750.000 manns, og pálmaolíuvinnslu sem stjórnvöld heimiluðu á svæðinu þar sem þjóðflokkurinn hefur átt heima í aldaraðir. Ledo Lestari, fyrirtækið sem sér um vinnsluna, hefur sölsað undir sig svæðið, rutt skóga og þannig stórskaðað samfélag Iban Dayak-fólksins.
Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira