Ræddu ítrekað um efni Mueller-skýrslunnar við Hvíta húsið Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2019 23:30 Hvíta húsið er með forskot á aðra um niðurstöður Mueller-rannsóknarinnar. Vísir/Getty Embættismenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafa ítrekað rætt við ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu um efni Mueller-skýrslunnar sem verður gerð opinber á morgun. Viðræðurnar eru sagðar hafa auðveldað Trump og bandamönnum hans að leggja drög að viðbrögðum sínum við henni.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að lögmenn Hvíta hússins hafi nokkrum sinnum rætt við starfsmenn dómsmálaráðuneytisins um niðurstöður Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meint samráð framboðs Trump við þá og meintar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar. William Barr, dómsmálaráðherra, ætlar að birta skýrsluna á morgun eftir blaðamannafund sem hann ætlar að halda klukkan 9:30 að staðartíma í Washington-borg, klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Tímasetning fundarins hefur verið gagnrýnd þar sem að blaðamenn muni ekki fá færi á að kynna sér efni skýrslunnar og móta spurningar um það fyrir fundinn. Þegar Barr kom fyrir þingnefnd í síðustu viku neitaði hann að svara spurningum þingmanna um hvort að ráðuneyti hans hefði gefið Hvíta húsinu forsmekk af niðurstöðum Mueller. Eina sem vitað er um niðurstöður Mueller fram að þessu er fjögurra blaðsíðna bréf sem Barr ritaði Bandaríkjaþingi 22. mars. Þar sagði hann Mueller ekki hafa sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Þá hafi Mueller ekki tekið afstöðu til þess hvort Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar en hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök. Barr tilkynnti hins vegar á sama tíma að hann hefði ákveðið að ekki væri ástæða til þess að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23 Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira
Embættismenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafa ítrekað rætt við ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu um efni Mueller-skýrslunnar sem verður gerð opinber á morgun. Viðræðurnar eru sagðar hafa auðveldað Trump og bandamönnum hans að leggja drög að viðbrögðum sínum við henni.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að lögmenn Hvíta hússins hafi nokkrum sinnum rætt við starfsmenn dómsmálaráðuneytisins um niðurstöður Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meint samráð framboðs Trump við þá og meintar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar. William Barr, dómsmálaráðherra, ætlar að birta skýrsluna á morgun eftir blaðamannafund sem hann ætlar að halda klukkan 9:30 að staðartíma í Washington-borg, klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Tímasetning fundarins hefur verið gagnrýnd þar sem að blaðamenn muni ekki fá færi á að kynna sér efni skýrslunnar og móta spurningar um það fyrir fundinn. Þegar Barr kom fyrir þingnefnd í síðustu viku neitaði hann að svara spurningum þingmanna um hvort að ráðuneyti hans hefði gefið Hvíta húsinu forsmekk af niðurstöðum Mueller. Eina sem vitað er um niðurstöður Mueller fram að þessu er fjögurra blaðsíðna bréf sem Barr ritaði Bandaríkjaþingi 22. mars. Þar sagði hann Mueller ekki hafa sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Þá hafi Mueller ekki tekið afstöðu til þess hvort Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar en hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök. Barr tilkynnti hins vegar á sama tíma að hann hefði ákveðið að ekki væri ástæða til þess að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23 Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira
Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23
Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30