Besti bardagi ársins leit dagsins ljós á UFC 236 Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. apríl 2019 06:20 Israel Adesanya nær góðum olnboga. Vísir/Getty UFC 236 fór fram í nótt þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Báðir titilbardagarnir voru magnaðir en annar þeirra verður sennilega besti bardagi ársins þegar árið verður gert upp. Þeir Dustin Poirier og Max Holloway mættust í aðalbardaga kvöldsins í nótt. Barist var upp á svo kallað bráðabirgðarbelti í léttvigtinni þar sem ríkjandi meistari, Khabib Nurmagomedov, er í banni. Max Holloway var að heyja frumraun sína í léttvigt en hann er ríkjandi fjaðurvigtarmeistari. Bardaginn var magnaður og byrjaði Poirier sérstaklega vel. Hann náði að vanka Holloway nokkrum sinnum í 1. lotu en Holloway tókst á einhvern ótrúlegan hátt að standa allt af sér. Holloway vann sig inn í bardagann þegar á leið en Poirier tók þetta á endanum eftir dómaraákvörðun í frábærum bardaga. Poirier tók fjórar lotur á meðan Holloway tók eina og batt Poirier þar með enda á magnaða 13 bardaga sigurgöngu Holloway. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya um bráðabirgðartitil í millivigt. Robert Whittaker er ríkjandi meistari en hann er fjarverandi vegna meiðsla. Báðir áttu frábæra frammistöðu og tókst að vanka hvorn annan í fyrstu fjórum lotunum. Þegar var komið í 5. og síðustu lotuna var allt undir enda báðir búnir að vinna tvær lotur hvor. Augnablikið var með Gastelum í upphafi 5. lotu enda hafði hann vankað Adesanya seint í 4. lotu. Adesanya kom hins vegar gríðarlega sterkur til leiks í 5. lotu og raðaði inn höggunum. Adesanya var hársbreidd frá því að klára Gastelum og tók þá lotu mjög öruggt, 10-8. Israel Adesanya er þar með bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir einn besta bardaga ársins. Það þarf eitthvað mikið til á árinu til að toppa viðureign Adesanya og Gastelum. Síðustu tveir bardagarnir voru langbestu bardagar kvöldsins en öll önnur úrslit kvöldsins má lesa á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Verður Max Holloway jafn góður í léttvigt? UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. 13. apríl 2019 21:15 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
UFC 236 fór fram í nótt þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Báðir titilbardagarnir voru magnaðir en annar þeirra verður sennilega besti bardagi ársins þegar árið verður gert upp. Þeir Dustin Poirier og Max Holloway mættust í aðalbardaga kvöldsins í nótt. Barist var upp á svo kallað bráðabirgðarbelti í léttvigtinni þar sem ríkjandi meistari, Khabib Nurmagomedov, er í banni. Max Holloway var að heyja frumraun sína í léttvigt en hann er ríkjandi fjaðurvigtarmeistari. Bardaginn var magnaður og byrjaði Poirier sérstaklega vel. Hann náði að vanka Holloway nokkrum sinnum í 1. lotu en Holloway tókst á einhvern ótrúlegan hátt að standa allt af sér. Holloway vann sig inn í bardagann þegar á leið en Poirier tók þetta á endanum eftir dómaraákvörðun í frábærum bardaga. Poirier tók fjórar lotur á meðan Holloway tók eina og batt Poirier þar með enda á magnaða 13 bardaga sigurgöngu Holloway. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya um bráðabirgðartitil í millivigt. Robert Whittaker er ríkjandi meistari en hann er fjarverandi vegna meiðsla. Báðir áttu frábæra frammistöðu og tókst að vanka hvorn annan í fyrstu fjórum lotunum. Þegar var komið í 5. og síðustu lotuna var allt undir enda báðir búnir að vinna tvær lotur hvor. Augnablikið var með Gastelum í upphafi 5. lotu enda hafði hann vankað Adesanya seint í 4. lotu. Adesanya kom hins vegar gríðarlega sterkur til leiks í 5. lotu og raðaði inn höggunum. Adesanya var hársbreidd frá því að klára Gastelum og tók þá lotu mjög öruggt, 10-8. Israel Adesanya er þar með bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir einn besta bardaga ársins. Það þarf eitthvað mikið til á árinu til að toppa viðureign Adesanya og Gastelum. Síðustu tveir bardagarnir voru langbestu bardagar kvöldsins en öll önnur úrslit kvöldsins má lesa á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Verður Max Holloway jafn góður í léttvigt? UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. 13. apríl 2019 21:15 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Verður Max Holloway jafn góður í léttvigt? UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. 13. apríl 2019 21:15