Indverska flugfélagið Jet Airways aflýsti öllum flugferðum sínum í dag og svo virðist sem félagið sé á leið á hausinn. Í gær voru tíu vélar fyrirtækisins kyrrsettar vegna skulda við leigusala þeirra.
Í heild er félagið að sligast undan skuldum, sem eru sagðar nema um einum milljarði Bandaríkjadala.
Jet Airways er stærsta einkarekna flugfélag Indlands með fleiri en hundrað vélar í flota sínum og flýgur til um 600 áfangastaða innanlands og 380 erlendra borga.
Öllu flugi Jet Airways aflýst
