SpaceX skaut öflugustu eldflaug heims á loft Samúel Karl Ólason skrifar 11. apríl 2019 22:15 Frá tilraunaskoti Falcon Heavy þegar Stjörnumanninum var skotið út í sólkerfið. Vísir/SpaceX Uppfært: Allt virðist hafa farið vel við geimskotið. Gervihnötturinn er á leið á sinn sporbraut og öllum þremur hlutum eldflaugarinnar var lent í heilu lagi. Fyrirtækið SpaceX mun skjóta Falcon Heavy, öflugustu eldflaug heims, á loft í kvöld. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast rúmlega hálf ellefu og á að vera opinn í tvo tíma. Útlit er fyrir að veðrið muni ekki koma í veg fyrir það eins og síðustu kvöld. Þetta er í annað sinn sem Falcon Heavy er skotið á loft en það var síðast gert í febrúar í fyrra þegar Stjörnumanninum svokallaða var skotið út í sólkerfið.Sjá einnig: Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceXFalcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem SpaceX hefur notast við að undanförnu með góðum árangri. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá og eru aftur á leið til jarðarinnar. Fyrstu tvær eldflaugarnar munu lenda á sama stað og þeim var skotið á loft en sú þriðja á að lenda á drónaskipi undan ströndum Flórída. Einnig stóð til að lenda henni í fyrra en hún varð eldsneytislaus og skall í hafið á miklum hraða.Eldflaugin öfluga mun bera Arabsat-6A samskiptagervihnött á braut um jörðu. Gervihnötturinn verður notaður til að dreifa sjónvarpsútsendingum, útvarpsstendingum, interneti og símasambandi í Mið-Austurlöndum, Evrópu og Afríku, samkvæmt upplýsingum á vef SpaceX.Falcon Heavy’s 27 Merlin engines generate more than 5 million pounds of thrust at liftoff, making it the world’s most powerful operational rocket by a factor of two pic.twitter.com/0LGaLgdi13 — SpaceX (@SpaceX) April 7, 2019T-1 hour until Falcon Heavy launch of Arabsat-6A. Webcast will go live about 15 minutes before liftoff → https://t.co/gtC39uBC7z— SpaceX (@SpaceX) April 11, 2019 Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Uppfært: Allt virðist hafa farið vel við geimskotið. Gervihnötturinn er á leið á sinn sporbraut og öllum þremur hlutum eldflaugarinnar var lent í heilu lagi. Fyrirtækið SpaceX mun skjóta Falcon Heavy, öflugustu eldflaug heims, á loft í kvöld. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast rúmlega hálf ellefu og á að vera opinn í tvo tíma. Útlit er fyrir að veðrið muni ekki koma í veg fyrir það eins og síðustu kvöld. Þetta er í annað sinn sem Falcon Heavy er skotið á loft en það var síðast gert í febrúar í fyrra þegar Stjörnumanninum svokallaða var skotið út í sólkerfið.Sjá einnig: Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceXFalcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem SpaceX hefur notast við að undanförnu með góðum árangri. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá og eru aftur á leið til jarðarinnar. Fyrstu tvær eldflaugarnar munu lenda á sama stað og þeim var skotið á loft en sú þriðja á að lenda á drónaskipi undan ströndum Flórída. Einnig stóð til að lenda henni í fyrra en hún varð eldsneytislaus og skall í hafið á miklum hraða.Eldflaugin öfluga mun bera Arabsat-6A samskiptagervihnött á braut um jörðu. Gervihnötturinn verður notaður til að dreifa sjónvarpsútsendingum, útvarpsstendingum, interneti og símasambandi í Mið-Austurlöndum, Evrópu og Afríku, samkvæmt upplýsingum á vef SpaceX.Falcon Heavy’s 27 Merlin engines generate more than 5 million pounds of thrust at liftoff, making it the world’s most powerful operational rocket by a factor of two pic.twitter.com/0LGaLgdi13 — SpaceX (@SpaceX) April 7, 2019T-1 hour until Falcon Heavy launch of Arabsat-6A. Webcast will go live about 15 minutes before liftoff → https://t.co/gtC39uBC7z— SpaceX (@SpaceX) April 11, 2019
Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira