„Ég verð að segja það að hann stóð sig alveg ljómandi vel, það sem ég skildi af því,“ segir Pétur Óli í viðtali í Reykjavík síðdegis. Hann bætti við að fréttatímarnir í Rússlandi hefðu verið undirlagðir fréttum frá ráðstefnunni um norðurslóðir. Guðni hefði verið afar áberandi fréttaefni þar í landi.
Rússnesk eiginkona Péturs Óla sagði rússneskukunnáttu Guðna „skínandi góða“.
„Hvernig í ósköpunum stendur á því að þú talar ekki eins góða rússnesku og forseti Íslands?“ var Pétur Óli þá spurður í framhaldinu af ræðu forseta Íslands.
Pétur Óli sagði Guðna hafa komist mjög vel frá ræðunni sem hafi brætt rússneskan almenning.
„Allir sem ég hef talað við og heyrt í í dag voru að hæla honum fyrir þetta.“