Opið bréf til Einars Sveinssonar, stjórnarformanns, og Kristjáns Loftssonar, framkvæmdastjóra, Hvals hf Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. apríl 2019 13:08 Ágætu, Einar og Kristján, Eins og þið væntanlega vitið, erum við, Jarðarvinir, að berjast gegn frekari hvalveiðum, þó einkum gegn frekari veiðum á langreyði, næst stærsta spendýri jarðar, sem engin önnur þjóð veiðir. Byggist þessi afstaða okkar einkum á eftirfarandi atriðum: 1) Ljóst er, að hér er að hluta til um frumstæðar drápsaðferðir og heiftarlegt dýraníð að ræða. Þetta sýnir og sannar skýrsla dr. Egil Ole Öen um langreyðaveiðar sumarið 2014, en skv. henni voru 8 dýr af 50 kvalin til dauða með hörmulegum hætti, á löngum tíma. Ef veiðar verða nú endanlega leyfðar á 2.135 dýrum, og, ef þetta hlutfall helzt, sem vænta má, verða um 350 þessara langreyða kvaldar til dauða með sama heiftarlega hætti. Eru þá nær fullgengnir kálfar, sem auðvitað verða sprengdir, tættir og kæfðir með mæðrum sínum, ótaldir. 2) Það er ljóst, að þessar veiðar eru ekki sjálfbærar, þó þær kunni að standast kröfur um veiðiþol. Til að veiðar geti verið sjálfbærar, þurfa þær að hafa efnahagslega þörf eða efnahagslegan tilgang. Hvorugt er til staðar. Skv. skýrslu Háskóla Íslands, frá í janúar, hefur Hvalur hf verið rekinn með tapi a.m.k síðustu fimm ár. Hvað gengur ykkur eiginlega til með áformum um áframhaldandi veiðar? 3) Punkturinn um neikvæð áhrif hvalveiða á útflutning á íslenzkum afurðum, svo og á ferðaþjónustu og merkið Ísland erlendis, hefur almennt legið fyrir, í ýmsum formum, lengi. Beinar faglegar sannanir hafa þó ekki legið fyrir, svo vitað hafi verið, og verður það að teljast óskiljanlegur skortur á atvinnumennsku og faglegum vinnubrögðum, að sjávarútvegsráðherra – ríkisstjórnin – skulu ekki hafa beitt sér fyrir slíkri úttekt meðal allra okkar helztu vina- og viðskiptaþjóða. 4) Nú rétt fyrir Páskahátíðina komust við þó yfir gögn hjá utanríkisráðuneytinu, sem ekki hafa verið birt og ekki voru almennt kunn, sem sýna og sanna, með ótvíræðum hætti, hvílíkur skaði er af hvalveiðum fyrir útflutning íslenzkra afurða og íslenzks varnings, og þá væntanlega um leið fyrir íslenzka ferðaþjónustu. Um langt árabil hafa farið fram kannanir á vegum Íslandsstofu/utanríkisráðuneytisins, kenndar við „Iceland Naturally“, á afstöðu Bandaríkjamanna og Kanadabúa til hvalveiða. Skv. þeim lýsir tæpur helmingur þessara þjóða, 49% í Banadríkjunum og 45% í Kanda, því yfir, að hann muni ekki kaupa afurðir frá landi, sem stundar hvalveiðar”. Með þessum hætti lama hvalveiðar um helming þessara stóru markaða fyrir íslenzkum frameiðsluvörum; sjávarafurðum, landbúnaðarafurðum og öðrum neytendavörum. Eru þá neikvæð áhrif á ferðamenn, sem til Íslands hyggjast koma, ótalin. Okkar mat og okkar skoðanir benda til, að neikvæð áhrif hvalveiða í Evrópu séu ekki minni, jafnvel enn meiri. Er ótrúlegt, að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt svona skoðanakannanir þar líka. 5) Hér eru semsé komin gögn, sannanir, sem staðfesta, að hvalveiðar ykkar hafi mikil og neikvæð áhrif á útflutnings atvinnuvegi landsmanna og þar með á þjóðarhag; þær valda alvarlegum efnahagslegum skaða. Í ljósi þessa, viljum við beina þeim eindregnu tilmælum til ykkar, að þið takið áform ykkar um nýjar langreyðaveiðar til endurskoðunar og leggið þessi áform til hliðar, fyrir fullt og allt, enda enginn efnahagslegur tilgangur með þeim. Ykkur hljóta að vera efnahagslegir hagmunir allra landsmanna nokkurs virði, og merkið Ísland hlýtur að vera ykkur dýrmætt, eins og okkur öllum hinum. Trúlega það dýrmætasta, sem við eigum. Frekari langreyðaveiðar myndu ganga þvert á þjóðar hagsmuni. Við hvetjum ykkur því hér með góðfúslegast til að láta af frekari langreyðaveiðum, sem hvort sem er hafa eingöngu fært ykkur tap undangengin ár, og láta hagsmuni íslenzku þjóðarinnar ganga fyrir. Með beztu kveðjum, JARÐARVINIR, Ole Anton Bieltvedt, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ole Anton Bieltvedt Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Ágætu, Einar og Kristján, Eins og þið væntanlega vitið, erum við, Jarðarvinir, að berjast gegn frekari hvalveiðum, þó einkum gegn frekari veiðum á langreyði, næst stærsta spendýri jarðar, sem engin önnur þjóð veiðir. Byggist þessi afstaða okkar einkum á eftirfarandi atriðum: 1) Ljóst er, að hér er að hluta til um frumstæðar drápsaðferðir og heiftarlegt dýraníð að ræða. Þetta sýnir og sannar skýrsla dr. Egil Ole Öen um langreyðaveiðar sumarið 2014, en skv. henni voru 8 dýr af 50 kvalin til dauða með hörmulegum hætti, á löngum tíma. Ef veiðar verða nú endanlega leyfðar á 2.135 dýrum, og, ef þetta hlutfall helzt, sem vænta má, verða um 350 þessara langreyða kvaldar til dauða með sama heiftarlega hætti. Eru þá nær fullgengnir kálfar, sem auðvitað verða sprengdir, tættir og kæfðir með mæðrum sínum, ótaldir. 2) Það er ljóst, að þessar veiðar eru ekki sjálfbærar, þó þær kunni að standast kröfur um veiðiþol. Til að veiðar geti verið sjálfbærar, þurfa þær að hafa efnahagslega þörf eða efnahagslegan tilgang. Hvorugt er til staðar. Skv. skýrslu Háskóla Íslands, frá í janúar, hefur Hvalur hf verið rekinn með tapi a.m.k síðustu fimm ár. Hvað gengur ykkur eiginlega til með áformum um áframhaldandi veiðar? 3) Punkturinn um neikvæð áhrif hvalveiða á útflutning á íslenzkum afurðum, svo og á ferðaþjónustu og merkið Ísland erlendis, hefur almennt legið fyrir, í ýmsum formum, lengi. Beinar faglegar sannanir hafa þó ekki legið fyrir, svo vitað hafi verið, og verður það að teljast óskiljanlegur skortur á atvinnumennsku og faglegum vinnubrögðum, að sjávarútvegsráðherra – ríkisstjórnin – skulu ekki hafa beitt sér fyrir slíkri úttekt meðal allra okkar helztu vina- og viðskiptaþjóða. 4) Nú rétt fyrir Páskahátíðina komust við þó yfir gögn hjá utanríkisráðuneytinu, sem ekki hafa verið birt og ekki voru almennt kunn, sem sýna og sanna, með ótvíræðum hætti, hvílíkur skaði er af hvalveiðum fyrir útflutning íslenzkra afurða og íslenzks varnings, og þá væntanlega um leið fyrir íslenzka ferðaþjónustu. Um langt árabil hafa farið fram kannanir á vegum Íslandsstofu/utanríkisráðuneytisins, kenndar við „Iceland Naturally“, á afstöðu Bandaríkjamanna og Kanadabúa til hvalveiða. Skv. þeim lýsir tæpur helmingur þessara þjóða, 49% í Banadríkjunum og 45% í Kanda, því yfir, að hann muni ekki kaupa afurðir frá landi, sem stundar hvalveiðar”. Með þessum hætti lama hvalveiðar um helming þessara stóru markaða fyrir íslenzkum frameiðsluvörum; sjávarafurðum, landbúnaðarafurðum og öðrum neytendavörum. Eru þá neikvæð áhrif á ferðamenn, sem til Íslands hyggjast koma, ótalin. Okkar mat og okkar skoðanir benda til, að neikvæð áhrif hvalveiða í Evrópu séu ekki minni, jafnvel enn meiri. Er ótrúlegt, að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt svona skoðanakannanir þar líka. 5) Hér eru semsé komin gögn, sannanir, sem staðfesta, að hvalveiðar ykkar hafi mikil og neikvæð áhrif á útflutnings atvinnuvegi landsmanna og þar með á þjóðarhag; þær valda alvarlegum efnahagslegum skaða. Í ljósi þessa, viljum við beina þeim eindregnu tilmælum til ykkar, að þið takið áform ykkar um nýjar langreyðaveiðar til endurskoðunar og leggið þessi áform til hliðar, fyrir fullt og allt, enda enginn efnahagslegur tilgangur með þeim. Ykkur hljóta að vera efnahagslegir hagmunir allra landsmanna nokkurs virði, og merkið Ísland hlýtur að vera ykkur dýrmætt, eins og okkur öllum hinum. Trúlega það dýrmætasta, sem við eigum. Frekari langreyðaveiðar myndu ganga þvert á þjóðar hagsmuni. Við hvetjum ykkur því hér með góðfúslegast til að láta af frekari langreyðaveiðum, sem hvort sem er hafa eingöngu fært ykkur tap undangengin ár, og láta hagsmuni íslenzku þjóðarinnar ganga fyrir. Með beztu kveðjum, JARÐARVINIR, Ole Anton Bieltvedt, formaður
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun