Bjölluat dauðans Þórarinn Þórarinsson skrifar 26. apríl 2019 07:00 Haft er eftir Winston Churchill að ekkert í lífinu sé jafn hressandi og að byssukúlan hitti ekki í mark þegar skotið er á mann. Óvitlaust þar sem lífið er aldrei dýrmætara en þegar dauðinn minnir á sig. Held ég hafi fundið kjarnann í málshætti Churchills þegar ég greindist með krabbamein fyrir viku. Ég tók þessu að sjálfsögðu af æðruleysi enda var mér eiginlega alveg sama. Þarna græddi ég loksins á þeim andlegu meinum sem hafa truflað tilveru mína; þunglyndi, kvíði, ógreindur athyglisbrestur og ofvirkur alkóhólismi hafa valdið því að öll mín fullorðinsár hef ég verið miklu hræddari við að lifa heldur en að deyja. Þannig að þetta var ekki svo slæmt þegar dauðinn bankaði loksins upp á hjá mér. Þangað til ég þurfti að segja kærustunni minni og börnum mínum frá greiningunni og reyna að gera sem minnst úr þessu fyrir þá yngstu. Þegar ég fann hvernig þetta ógeðslega orð „krabbamein“, hlaðið feigð, hafði meiri áhrif á fjölskyldu mína og vini áttaði ég mig á því að ég hef fyrir löngu týnt tilgangi lífsins í minni andlegu þoku. Í staurblindri sjálfhverfu og sjálfsvorkunn hélt ég að líf mitt og lífsóhamingja snerust um mig þangað til að þessi óeiginlega kúla Churchills þaut fram hjá heilanum í mér og hvíslaði að tilgangur lífsins er að lifa því fyrir aðra. Skjótvirkt og ótrúlega öflugt heilbrigðiskerfið okkar sem sækir styrk sinn fyrst og fremst til magnaðs starfsfólks bægði þessari kúlu frá mér og fátt bendir til þess að fleiri merktar mér séu á leiðinni. Eftir stendur samt örlítið breyttur maður sem langar til að lifa og er hræddur við að deyja. Ágætis hrókering á taflborði lífsins sem kostaði aðeins eitt eista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Haft er eftir Winston Churchill að ekkert í lífinu sé jafn hressandi og að byssukúlan hitti ekki í mark þegar skotið er á mann. Óvitlaust þar sem lífið er aldrei dýrmætara en þegar dauðinn minnir á sig. Held ég hafi fundið kjarnann í málshætti Churchills þegar ég greindist með krabbamein fyrir viku. Ég tók þessu að sjálfsögðu af æðruleysi enda var mér eiginlega alveg sama. Þarna græddi ég loksins á þeim andlegu meinum sem hafa truflað tilveru mína; þunglyndi, kvíði, ógreindur athyglisbrestur og ofvirkur alkóhólismi hafa valdið því að öll mín fullorðinsár hef ég verið miklu hræddari við að lifa heldur en að deyja. Þannig að þetta var ekki svo slæmt þegar dauðinn bankaði loksins upp á hjá mér. Þangað til ég þurfti að segja kærustunni minni og börnum mínum frá greiningunni og reyna að gera sem minnst úr þessu fyrir þá yngstu. Þegar ég fann hvernig þetta ógeðslega orð „krabbamein“, hlaðið feigð, hafði meiri áhrif á fjölskyldu mína og vini áttaði ég mig á því að ég hef fyrir löngu týnt tilgangi lífsins í minni andlegu þoku. Í staurblindri sjálfhverfu og sjálfsvorkunn hélt ég að líf mitt og lífsóhamingja snerust um mig þangað til að þessi óeiginlega kúla Churchills þaut fram hjá heilanum í mér og hvíslaði að tilgangur lífsins er að lifa því fyrir aðra. Skjótvirkt og ótrúlega öflugt heilbrigðiskerfið okkar sem sækir styrk sinn fyrst og fremst til magnaðs starfsfólks bægði þessari kúlu frá mér og fátt bendir til þess að fleiri merktar mér séu á leiðinni. Eftir stendur samt örlítið breyttur maður sem langar til að lifa og er hræddur við að deyja. Ágætis hrókering á taflborði lífsins sem kostaði aðeins eitt eista.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar