Ribe-Esbjerg vann Lemvig-Thyborøn, 30-26, í fyrsta leik sínum í fallriðli dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag.
Rúnar Kárason skoraði sex mörk fyrir Ribe-Esbjerg líkt og Lukas Karlsson. Rúnar nýtti fjögur af sex skotum sínum utan af velli og skoraði úr báðum vítaköstunum sem hann tók. Rúnar gaf auk þess þrjár stoðsendingar.
Gunnar Steinn Jónsson stóð einnig fyrir sínu hjá Ribe-Esbjerg. Hann skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar.
Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en í seinni hálfleik var Ribe-Esbjerg sterkari aðilinn.
Íslendingaliðið er með fjögur stig á toppi riðilsins.
Tíu íslensk mörk í sigri Ribe-Esbjerg
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn