Dómari leiksins (og fjölmiðlar) skráðu seinna mark Blika í 2-0 sigri í Eyjum sem sjálfsmark Eyjakonunnar Ingibjargar Lúcíu Ragnarsdóttur.
Þegar betur var að gáð þá kom í ljós að markið skoraði Agla María Albertsdóttir.
Agla María skallaði þá inn fyrirgjöf Ástu Eir Árnadóttur en boltinn hafði viðkomu í Ingibjörgu á leiðinni í markið. Skalli Öglu Maríu var hins vegar á markið og því á hún þetta mark.
Gunnar Oddur Hafliðason, dómari leiksins, hefur nú breytt skráningunni á markinu og er það þú mark hjá Öglu Maríu.
Fyrra mark Öglu Maríu í leiknum var einmitt fyrsta markið sem var skorað í Pepsi Max deild kvenna í vetur.
Önnur umferðin fer fram í dag og á morgun. Þrír leikir eru í kvöld og þar á meðal er leikur Selfoss og Breiðabliks á Selfoss sem hefst klukkan 19.15.
Sjónvarpsleikurinn er leikur nýliða Keflavíkur og ÍBV sem hefst klukkan 18.00 og er sýndur á Stöð2 Sport 2.
Þriðji leikur kvöldsins er á milli Stjörnunnar og HK/Víkings. Sá byrjar klukkan 19.15.
Á morgun mætast síðan Þór/KA og Fylkir annars staðar og KR og Valur hins vegar.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin sem Agla María Albertsdóttir skoraði á Hásteinsvellinum í Eyjum.