71 prósent Selfossliðsins var ekki fætt þegar að liðið fór síðast í úrslit Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2019 11:30 Haukur Þrastarson var -9 ára þegar að Selfoss fór síðast í úrslit. mynd/selfoss Selfyssingar komust í gærkvöldi í lokaúrslit Olís-deildar karla í handbolta þegar að liðið vann Val, 29-26, í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra en með því sópaði Selfoss Valsmönnum úr keppni. Selfoss hafnaði í öðru sæti Olís-deildarinnar í vetur og vann flestu leikina annað tímabilið í röð en Valsmenn enduðu í þriðja sæti. Hlíðarendapiltar voru án tveggja mjög sterkra leikmanna í úrslitakeppninni og voru Selfyssingar sterkari í rimmunni eins og úrslitin gefa til kynna. Þetta er í annað sinn í sögunni sem að Selfoss kemst í lokaúrslitin en síðast gerðist það árið 1992. Hin víðfræga Mjaltavel Selfyssinga tapaði þá fyrir FH, 3-1, í lokaúrslitunum en Selfoss tapaði einmitt í oddaleik fyrir FH í undanúrslitunum í fyrra.27 ár eru frá því að Selfoss afrekaði þetta síðast.morgunblaðiðEftir að gera sér lítið fyrir og vinna Víkinga með þá Birgi Sigurðsson, Bjarka Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson og núverandi landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson í liðinu á útivelli í undanúrslitunum 1992 kláruðu Selfyssingar einvígið heima með 31-27 sigri þar sem að Einar Gunnar Sigurðsson skoraði níu mörk og Siggi Sveins átta mörk. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Selfossi 25. apríl 1992 og kláraðist í framlengingu í frábærri stemningu á Selfossi. Svo mikill var hávaðinn að dómarar leiksins þurftu að nota öðruvísi flautur í leiknum svo að eitthvað myndi heyrast. Selfoss-liðið hans Patreks Jóhannssonar er ungt að árum og svo ungt að fæstir leikmenn þess voru fæddir þegar að liðið komst síðast í úrslit með því að leggja stórskotalið Víkinga, 2-0, í undanúrslitunum árið 1992.Aðeins fjórir leikmenn af fjórtán (29 prósent) á skýrslu í gær og hafa verið að spila leikina í úrslitakeppninni voru fæddirþegar að Selfoss spilaði síðast til úrslita fyrir 27 árum. Guðni Ingvarsson man kannski helst eftir því en hann var sex ára gamall. Eini Selfyssingurinn af þessum fjórum er Árni Steinn Steinþórsson en ólíklegt er að hann hafi verið mættur á völlinn aðeins eins árs gamall. Undrabarnið Haukur Þrastarson var ekki einu sinni orðinn hugmynd á þessum tíma en níu ár liðu frá því að Selfoss komst í lokaúrslitin þar til að Haukur kom í heiminn.Voru fæddir: Guðni Ingvarsson: 1986 (sex ára) Pawel Kiepulski: 1987 (fimm ára) Atli Ævar Ingólfsson: 1988 (fjögurra ára) Árni Steinn Steinþórsson: 1991 (eins árs)Voru ekki fæddir: Sverrir Pálsson: 1994 Sölvi Ólafsson: 1995 Elvar Örn Jónsson: 1997 Hergeir Grímsson: 1997 Nökkvi Dan Elliðason: 1997 Alexander Már Egan: 1997 Hannes Höskuldson: 1999 Guðjón Baldur Ómarsson: 2000 Haukur Þrastarson: 2001 Tryggvi Þórisson: 2002 Árborg Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur: Auðvitað getum við unnið titilinn Patrekur Jóhannesson kíkti í Seinni bylgjuna í spjall eftir að sópa Valsmönnum í undanúrslitum. 7. maí 2019 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 29-26 | Sópurinn á lofti og Selfoss í úrslit Selfoss er komið í úrslit en Valur í sumarfrí. 6. maí 2019 22:15 Haukur: Komnir þangað sem við viljum vera Haukur var öflugur í kvöld. 6. maí 2019 21:52 Snorri Steinn: Þeir unnu okkur 3-0 og þá eru þeir 3-0 betri en við Fyrrum landsliðsmaðurinn var svekktur í kvöld. 6. maí 2019 21:42 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Selfyssingar komust í gærkvöldi í lokaúrslit Olís-deildar karla í handbolta þegar að liðið vann Val, 29-26, í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra en með því sópaði Selfoss Valsmönnum úr keppni. Selfoss hafnaði í öðru sæti Olís-deildarinnar í vetur og vann flestu leikina annað tímabilið í röð en Valsmenn enduðu í þriðja sæti. Hlíðarendapiltar voru án tveggja mjög sterkra leikmanna í úrslitakeppninni og voru Selfyssingar sterkari í rimmunni eins og úrslitin gefa til kynna. Þetta er í annað sinn í sögunni sem að Selfoss kemst í lokaúrslitin en síðast gerðist það árið 1992. Hin víðfræga Mjaltavel Selfyssinga tapaði þá fyrir FH, 3-1, í lokaúrslitunum en Selfoss tapaði einmitt í oddaleik fyrir FH í undanúrslitunum í fyrra.27 ár eru frá því að Selfoss afrekaði þetta síðast.morgunblaðiðEftir að gera sér lítið fyrir og vinna Víkinga með þá Birgi Sigurðsson, Bjarka Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson og núverandi landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson í liðinu á útivelli í undanúrslitunum 1992 kláruðu Selfyssingar einvígið heima með 31-27 sigri þar sem að Einar Gunnar Sigurðsson skoraði níu mörk og Siggi Sveins átta mörk. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Selfossi 25. apríl 1992 og kláraðist í framlengingu í frábærri stemningu á Selfossi. Svo mikill var hávaðinn að dómarar leiksins þurftu að nota öðruvísi flautur í leiknum svo að eitthvað myndi heyrast. Selfoss-liðið hans Patreks Jóhannssonar er ungt að árum og svo ungt að fæstir leikmenn þess voru fæddir þegar að liðið komst síðast í úrslit með því að leggja stórskotalið Víkinga, 2-0, í undanúrslitunum árið 1992.Aðeins fjórir leikmenn af fjórtán (29 prósent) á skýrslu í gær og hafa verið að spila leikina í úrslitakeppninni voru fæddirþegar að Selfoss spilaði síðast til úrslita fyrir 27 árum. Guðni Ingvarsson man kannski helst eftir því en hann var sex ára gamall. Eini Selfyssingurinn af þessum fjórum er Árni Steinn Steinþórsson en ólíklegt er að hann hafi verið mættur á völlinn aðeins eins árs gamall. Undrabarnið Haukur Þrastarson var ekki einu sinni orðinn hugmynd á þessum tíma en níu ár liðu frá því að Selfoss komst í lokaúrslitin þar til að Haukur kom í heiminn.Voru fæddir: Guðni Ingvarsson: 1986 (sex ára) Pawel Kiepulski: 1987 (fimm ára) Atli Ævar Ingólfsson: 1988 (fjögurra ára) Árni Steinn Steinþórsson: 1991 (eins árs)Voru ekki fæddir: Sverrir Pálsson: 1994 Sölvi Ólafsson: 1995 Elvar Örn Jónsson: 1997 Hergeir Grímsson: 1997 Nökkvi Dan Elliðason: 1997 Alexander Már Egan: 1997 Hannes Höskuldson: 1999 Guðjón Baldur Ómarsson: 2000 Haukur Þrastarson: 2001 Tryggvi Þórisson: 2002
Árborg Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur: Auðvitað getum við unnið titilinn Patrekur Jóhannesson kíkti í Seinni bylgjuna í spjall eftir að sópa Valsmönnum í undanúrslitum. 7. maí 2019 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 29-26 | Sópurinn á lofti og Selfoss í úrslit Selfoss er komið í úrslit en Valur í sumarfrí. 6. maí 2019 22:15 Haukur: Komnir þangað sem við viljum vera Haukur var öflugur í kvöld. 6. maí 2019 21:52 Snorri Steinn: Þeir unnu okkur 3-0 og þá eru þeir 3-0 betri en við Fyrrum landsliðsmaðurinn var svekktur í kvöld. 6. maí 2019 21:42 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Patrekur: Auðvitað getum við unnið titilinn Patrekur Jóhannesson kíkti í Seinni bylgjuna í spjall eftir að sópa Valsmönnum í undanúrslitum. 7. maí 2019 12:30
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 29-26 | Sópurinn á lofti og Selfoss í úrslit Selfoss er komið í úrslit en Valur í sumarfrí. 6. maí 2019 22:15
Snorri Steinn: Þeir unnu okkur 3-0 og þá eru þeir 3-0 betri en við Fyrrum landsliðsmaðurinn var svekktur í kvöld. 6. maí 2019 21:42