Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2019 11:01 Sólsetrið á Mars eins og það hefði komið mönnum fyrir sjónir með berum augum 25. apríl. NASA/JPL-Caltech Bandaríska geimfarið Insight fangaði myndir af sólinni setjast og rísa á reikistjörnunni Mars í síðustu viku. Nokkurs konar hefð hefur skapast fyrir því að geimför bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA smelli af myndum af sólsetri og sólarupprás. Insight lenti á Mars í nóvember en geimfarinu er ætlað að rannsaka innviði rauðu reikistjörnunnar. Um borð er fyrsti jarðskjálftamælirinn sem sendur hefur verið til Mars. Ætlunin er að kortleggja innra byrði reikistjörnunnar með nákvæmari hætti en hingað til hefur verið hægt. Eftir að mörgum meginverkefnum geimfarsins var lokið í síðustu viku ákváðu stjórnendur þess að beina myndavél á hreyfanlegum armi þess að sjóndeildarhringnum. Myndirnar voru teknar 24. og 25. apríl þegar klukkan var 5:30 að morgni á tíma reikistjörnunnar og aftur þrettán klukkustundum síðar, að því er segir í tilkynningu Jet Propulsion Lab NASA sem stýrir leiðangrinum.Sólarupprásin á Mars eins og hún kom fyrir sjónir Insight. Myndin hefur verið litaleiðrétt til að hún líkist sem mest því sem menn sæju.NASA/JPL-CaltechStærð sólarinnar á himninum á Mars er um tveir þriðju af stærðinni á jörðinni enda er Mars tæpum áttatíu milljón kílómetrum lengra frá sólinni en jörðin. Myndirnar sem NASA birti af sólsetrinu og sólarupprásinni voru bæði óunnar og unnar. Þær unnu eiga líkjast því sem menn sæju með berum augum á Mars. Fyrri Marsför NASA hafa tekið sambærilegar myndir, þar á meðal könnunarjepparnir Spirit, Opportunity og Curiosity, að sögn Space.com. Geimurinn Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginn InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. 21. nóvember 2018 23:00 Lentu geimfari á Mars Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er. 26. nóvember 2018 20:09 InSight baðar sig í sólinni á Mars Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar. 27. nóvember 2018 07:44 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Bandaríska geimfarið Insight fangaði myndir af sólinni setjast og rísa á reikistjörnunni Mars í síðustu viku. Nokkurs konar hefð hefur skapast fyrir því að geimför bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA smelli af myndum af sólsetri og sólarupprás. Insight lenti á Mars í nóvember en geimfarinu er ætlað að rannsaka innviði rauðu reikistjörnunnar. Um borð er fyrsti jarðskjálftamælirinn sem sendur hefur verið til Mars. Ætlunin er að kortleggja innra byrði reikistjörnunnar með nákvæmari hætti en hingað til hefur verið hægt. Eftir að mörgum meginverkefnum geimfarsins var lokið í síðustu viku ákváðu stjórnendur þess að beina myndavél á hreyfanlegum armi þess að sjóndeildarhringnum. Myndirnar voru teknar 24. og 25. apríl þegar klukkan var 5:30 að morgni á tíma reikistjörnunnar og aftur þrettán klukkustundum síðar, að því er segir í tilkynningu Jet Propulsion Lab NASA sem stýrir leiðangrinum.Sólarupprásin á Mars eins og hún kom fyrir sjónir Insight. Myndin hefur verið litaleiðrétt til að hún líkist sem mest því sem menn sæju.NASA/JPL-CaltechStærð sólarinnar á himninum á Mars er um tveir þriðju af stærðinni á jörðinni enda er Mars tæpum áttatíu milljón kílómetrum lengra frá sólinni en jörðin. Myndirnar sem NASA birti af sólsetrinu og sólarupprásinni voru bæði óunnar og unnar. Þær unnu eiga líkjast því sem menn sæju með berum augum á Mars. Fyrri Marsför NASA hafa tekið sambærilegar myndir, þar á meðal könnunarjepparnir Spirit, Opportunity og Curiosity, að sögn Space.com.
Geimurinn Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginn InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. 21. nóvember 2018 23:00 Lentu geimfari á Mars Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er. 26. nóvember 2018 20:09 InSight baðar sig í sólinni á Mars Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar. 27. nóvember 2018 07:44 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginn InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. 21. nóvember 2018 23:00
Lentu geimfari á Mars Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er. 26. nóvember 2018 20:09
InSight baðar sig í sólinni á Mars Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar. 27. nóvember 2018 07:44