Traust fjármálastjórn og betri þjónusta Dagur B. Eggertsson skrifar 1. maí 2019 08:30 Þegar Besti flokkurinn og Samfylkingin tóku við stjórn borgarinnar árið 2010 voru fjármál borgarinnar í rúst. Orkuveitan stóð sérstaklega tæpt enda vantaði 50 milljarða til að fyrirtækið kæmist í gegnum næstu ár. Gatið í fjármálum borgarsjóðs sem loka þurfti í fyrstu fjárhagsáætluninni var fimm milljarðar. Stóra verkefnið var niðurskurður og hagræðing en á sama tíma þurfti að ýta undir atvinnusköpun, fjárfestingu og ferðaþjónustu. Um leið var atvinnuleysi í methæðum með tilheyrandi útgjöldum úr borgarsjóði. Þegar ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2018 var lagður fyrir borgarráð í gær var ljóst að þriðja árið í röð stefndi í góðan og öruggan afgang af rekstri borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Rekstrarniðurstaða A-hlutans, sem er rekstur og eignir borgarsjóðs skilaði niðurstöðu upp á 4,7 milljarða. Það er á pari við árið 2017 sem einnig var gríðarlega sterkt ár. Þessi góði árangur náðist þrátt fyrir að árið 2018 hafi verið okkar stærsta ár í fjárfestingum í innviðum og þrátt fyrir þá staðreynd að við höfum aukið framlög til skólamála og velferðarmála til muna. Traust fjármálastjórn hefur verið aðalsmerki borgarinnar frá 2010. Þegar svigrúm hefur skapast hefur það verið nýtt til að bæta þjónustu þeirra sem mest þurfa á að halda ásamt því að sinnt hefur verið umfangsmikilli innviðauppbygginu. Reksturinn gengur vel, fjárfestingar eru miklar og sterk staða er á handbæru fé. Um leið eru teikn á lofti í efnahagslífinu og rekstur margra sveitarfélaga í járnum. Ljóst er að sveitarfélög þurfa að halda vel á spöðunum og stýra fjármálum áfram af ábyrgð. Reykjavíkurborg er vel í stakk búin til að takast á við framtíðina á traustum grunni. Þess vegna fögnum við sérstaklega niðurstöðu þessa ársreiknings sem ber vott um borg sem hefur metnað fyrir framúrskarandi þjónustu, áherslu á góða innviði og síðast en ekki síst – forgangsraðar í þágu aukinna lífsgæða íbúa, velferðar- og skólamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar Besti flokkurinn og Samfylkingin tóku við stjórn borgarinnar árið 2010 voru fjármál borgarinnar í rúst. Orkuveitan stóð sérstaklega tæpt enda vantaði 50 milljarða til að fyrirtækið kæmist í gegnum næstu ár. Gatið í fjármálum borgarsjóðs sem loka þurfti í fyrstu fjárhagsáætluninni var fimm milljarðar. Stóra verkefnið var niðurskurður og hagræðing en á sama tíma þurfti að ýta undir atvinnusköpun, fjárfestingu og ferðaþjónustu. Um leið var atvinnuleysi í methæðum með tilheyrandi útgjöldum úr borgarsjóði. Þegar ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2018 var lagður fyrir borgarráð í gær var ljóst að þriðja árið í röð stefndi í góðan og öruggan afgang af rekstri borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Rekstrarniðurstaða A-hlutans, sem er rekstur og eignir borgarsjóðs skilaði niðurstöðu upp á 4,7 milljarða. Það er á pari við árið 2017 sem einnig var gríðarlega sterkt ár. Þessi góði árangur náðist þrátt fyrir að árið 2018 hafi verið okkar stærsta ár í fjárfestingum í innviðum og þrátt fyrir þá staðreynd að við höfum aukið framlög til skólamála og velferðarmála til muna. Traust fjármálastjórn hefur verið aðalsmerki borgarinnar frá 2010. Þegar svigrúm hefur skapast hefur það verið nýtt til að bæta þjónustu þeirra sem mest þurfa á að halda ásamt því að sinnt hefur verið umfangsmikilli innviðauppbygginu. Reksturinn gengur vel, fjárfestingar eru miklar og sterk staða er á handbæru fé. Um leið eru teikn á lofti í efnahagslífinu og rekstur margra sveitarfélaga í járnum. Ljóst er að sveitarfélög þurfa að halda vel á spöðunum og stýra fjármálum áfram af ábyrgð. Reykjavíkurborg er vel í stakk búin til að takast á við framtíðina á traustum grunni. Þess vegna fögnum við sérstaklega niðurstöðu þessa ársreiknings sem ber vott um borg sem hefur metnað fyrir framúrskarandi þjónustu, áherslu á góða innviði og síðast en ekki síst – forgangsraðar í þágu aukinna lífsgæða íbúa, velferðar- og skólamála.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar