Tæplega 600 fullorðnir bíða eftir greiningu á ADHD Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. maí 2019 06:45 Samkvæmt erlendum rannsóknum eru 3-5 prósent fullorðinna einstaklinga með ADHD. Fréttablaðið/Daníel „Síðasta haust heyrði ég að það væri unnið markvisst að því að stytta biðlistann. Það kom mér því á óvart að heyra hversu langur biðtíminn er í dag. Þetta þýðir bara að það er ekki sett nægt fjármagn í þetta,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD-samtakanna, um langa bið eftir þjónustu ADHD-teymis Landspítala. Teymið, sem tók til starfa í ársbyrjun 2013, sinnir greiningum og meðferð fullorðinna einstaklinga. Í teyminu eru þrjú og hálft stöðugildi sálfræðinga en þar að auki vinna þrír geðlæknar með því. Eins og staðan er í dag er bið eftir þjónustu teymisins almennt upp undir tvö og hálft ár en alls eru 573 einstaklingar á biðlista. „Við erum líka með forgangslista fyrir þá einstaklinga sem við teljum að séu í mestri þörf fyrir greiningu fljótt. Þar er biðtíminn umtalsvert styttri. Þarna er til dæmis ungt fólk sem er strand í námi eða vinnu,“ segir Unnur Jakobsdóttir Smári, sálfræðingur og teymisstjóri. Unnur segir að auðvitað vildu þau gjarnan geta stækkað og eflt teymið en möguleikarnir séu takmarkaðir. Hún segir að strax við stofnun teymisins hafi myndast langur biðlisti sem ekki hafi tekist að vinda ofan af. „Við erum að fá um 25 til 30 beiðnir á mánuði en greiningarnar taka mislangan tíma. Þetta er oft flókið þar sem við erum með fullorðna einstaklinga með langa sögu. Hjá öðrum er þetta meira borðleggjandi.“ Unnur segir að teymið anni um tvö hundruð greiningum á ári. Um 70 til 75 prósent þeirra sem vísað er í teymið koma jákvætt út úr skimun og fara í fulla greiningu. Af þeim hópi fá 75 til 80 prósent ADHD-greiningu. Vilhjálmur telur það ekki raunhæft að teymið geti tekið við öllum greiningum. „Það gengur bara ekki upp. Það þarf auðvitað að efla teymið en samhliða því þarf að niðurgreiða þjónustu sálfræðinga. Það getur tekið kúfinn af þessum biðlista því margir þurfa fyrst og fremst að fá greininguna staðfesta,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að það eitt og sér myndi hafa mjög mikil áhrif. „Það væri hægt að minnka lyfjagjöf, til dæmis kvíðalyf og þunglyndislyf, og grípa inn í vanda sem er kannski smávægilegur á frumstigi en miklu erfiðari þegar fólk er greint seint. Ég þekki mikið af fólki í slíkri stöðu en fyrstu mánuðina er eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina. Fólk spyr hvers vegna þetta hafi ekki uppgötvast fyrr.“ Sjálfur fékk Vilhjálmur ekki greiningu fyrr en hann var 33 ára. „Ég var aldrei í sömu vinnunni í lengur en eitt og hálft ár áður en ég fékk greiningu. Ég áttaði mig ekkert á því af hverju en þetta var bara afleiðing af ómeðvituðu ógreindu ADHD.“ Tíu árum eftir greiningu fór Vilhjálmur í mastersnám. „Þá var ég búinn að átta mig á því hvers vegna sumt virkaði fyrir mig og ég gat fínpússað það. Þá skildi ég loksins hvað var í gangi og reyni að haga mér eftir því. Stundum nýti ég mér þetta til góðs en á vondum dögum getur þetta þvælst mikið fyrir mér,“ segir Vilhjálmur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Síðasta haust heyrði ég að það væri unnið markvisst að því að stytta biðlistann. Það kom mér því á óvart að heyra hversu langur biðtíminn er í dag. Þetta þýðir bara að það er ekki sett nægt fjármagn í þetta,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD-samtakanna, um langa bið eftir þjónustu ADHD-teymis Landspítala. Teymið, sem tók til starfa í ársbyrjun 2013, sinnir greiningum og meðferð fullorðinna einstaklinga. Í teyminu eru þrjú og hálft stöðugildi sálfræðinga en þar að auki vinna þrír geðlæknar með því. Eins og staðan er í dag er bið eftir þjónustu teymisins almennt upp undir tvö og hálft ár en alls eru 573 einstaklingar á biðlista. „Við erum líka með forgangslista fyrir þá einstaklinga sem við teljum að séu í mestri þörf fyrir greiningu fljótt. Þar er biðtíminn umtalsvert styttri. Þarna er til dæmis ungt fólk sem er strand í námi eða vinnu,“ segir Unnur Jakobsdóttir Smári, sálfræðingur og teymisstjóri. Unnur segir að auðvitað vildu þau gjarnan geta stækkað og eflt teymið en möguleikarnir séu takmarkaðir. Hún segir að strax við stofnun teymisins hafi myndast langur biðlisti sem ekki hafi tekist að vinda ofan af. „Við erum að fá um 25 til 30 beiðnir á mánuði en greiningarnar taka mislangan tíma. Þetta er oft flókið þar sem við erum með fullorðna einstaklinga með langa sögu. Hjá öðrum er þetta meira borðleggjandi.“ Unnur segir að teymið anni um tvö hundruð greiningum á ári. Um 70 til 75 prósent þeirra sem vísað er í teymið koma jákvætt út úr skimun og fara í fulla greiningu. Af þeim hópi fá 75 til 80 prósent ADHD-greiningu. Vilhjálmur telur það ekki raunhæft að teymið geti tekið við öllum greiningum. „Það gengur bara ekki upp. Það þarf auðvitað að efla teymið en samhliða því þarf að niðurgreiða þjónustu sálfræðinga. Það getur tekið kúfinn af þessum biðlista því margir þurfa fyrst og fremst að fá greininguna staðfesta,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að það eitt og sér myndi hafa mjög mikil áhrif. „Það væri hægt að minnka lyfjagjöf, til dæmis kvíðalyf og þunglyndislyf, og grípa inn í vanda sem er kannski smávægilegur á frumstigi en miklu erfiðari þegar fólk er greint seint. Ég þekki mikið af fólki í slíkri stöðu en fyrstu mánuðina er eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina. Fólk spyr hvers vegna þetta hafi ekki uppgötvast fyrr.“ Sjálfur fékk Vilhjálmur ekki greiningu fyrr en hann var 33 ára. „Ég var aldrei í sömu vinnunni í lengur en eitt og hálft ár áður en ég fékk greiningu. Ég áttaði mig ekkert á því af hverju en þetta var bara afleiðing af ómeðvituðu ógreindu ADHD.“ Tíu árum eftir greiningu fór Vilhjálmur í mastersnám. „Þá var ég búinn að átta mig á því hvers vegna sumt virkaði fyrir mig og ég gat fínpússað það. Þá skildi ég loksins hvað var í gangi og reyni að haga mér eftir því. Stundum nýti ég mér þetta til góðs en á vondum dögum getur þetta þvælst mikið fyrir mér,“ segir Vilhjálmur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira