Einkafjárfestar gera sig gildandi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. maí 2019 08:00 Eftir fádæma ládeyðu á hlutabréfamarkaðinum síðustu ár, sem birtist meðal annars í minnkandi veltu, lækkandi hlutabréfaverði og almennu áhugaleysi fjárfesta, er markaðurinn aftur kominn á skrið svo eftir er tekið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur rokið upp um meira en þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur aldrei verið hærri, veltan hefur aukist og það sem meira er um vert er að einkafjárfestar eru loks farnir að láta til sín taka í skráðum félögum. Nokkrar stærstu fréttir síðustu mánaða eru af stórfjárfestingum einkafjárfesta í Kauphallarfélögum og má í því sambandi meðal annars nefna fjárfestingar Stoða í Arion banka og Símanum, 365 miðla í Skeljungi og PAR Capital Management í Icelandair Group. Skemmst er svo að minnast kaupa Útgerðarfélags Reykjavíkur á ríflega þriðjungshlut í HB Granda og Samherja á fjórðungshlut í Eimskip í fyrra en þær fjárfestingar eru líkast til þær stærstu af hálfu einkafjárfesta í skráðum félögum frá því að hlutabréfamarkaðurinn var endurreistur í kjölfar hrunsins haustið 2008. Skjótt skipast veður í lofti. Í mörg ár hefur verið kallað eftir því að aðrir fjárfestar en lífeyrissjóðir, sem hafa verið alltumlykjandi á hlutabréfamarkaðinum, geri sig þar meira gildandi. Í flestum félögum hefur skort forystu í hluthafahópnum – virka eigendur með skýra sýn á framtíðina. Eigendur sem veita stjórnendum aðhald og eiga sjálfir undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna. Þessi skortur á einkafjárfestum hefur meðal annars sýnt sig í samsetningu stjórna skráðra félaga þar sem aðeins lágt hlutfall – innan við fjórðungur – stjórnarmanna á yfir eins prósents hlut í því félagi sem þeir sitja í stjórn hjá. Því verður ekki neitað að lífeyrissjóðirnir léku lykilhlutverk við endurreisn hlutabréfamarkaðarins og gegna þar enn mikilvægu hlutverki sem eigendur að um fjörutíu prósent af öllum skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni. Hins vegar fer það vart á milli mála að sjóðirnir eru ekki vel til þess fallnir að leiða rekstur þeirra félaga sem þeir fjárfesta í, sérstaklega ekki við núverandi aðstæður, þegar kólnun í hagkerfinu kallar á erfiðar en nauðsynlegar breytingar til endurskipulagningar og hagræðingar hjá fyrirtækjum landsins. Öflugur hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé á milli einkafjárfesta og stofnanafjárfesta þannig að hvorugur hópurinn gnæfi yfir hinn. Lengi hefur skort á að hinir fyrrnefndu láti að sér kveða og því gefa fregnir síðustu vikna og mánaða góð fyrirheit. Vonandi verður framhald þar á. Ekki veitir af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Skoðun Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir fádæma ládeyðu á hlutabréfamarkaðinum síðustu ár, sem birtist meðal annars í minnkandi veltu, lækkandi hlutabréfaverði og almennu áhugaleysi fjárfesta, er markaðurinn aftur kominn á skrið svo eftir er tekið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur rokið upp um meira en þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur aldrei verið hærri, veltan hefur aukist og það sem meira er um vert er að einkafjárfestar eru loks farnir að láta til sín taka í skráðum félögum. Nokkrar stærstu fréttir síðustu mánaða eru af stórfjárfestingum einkafjárfesta í Kauphallarfélögum og má í því sambandi meðal annars nefna fjárfestingar Stoða í Arion banka og Símanum, 365 miðla í Skeljungi og PAR Capital Management í Icelandair Group. Skemmst er svo að minnast kaupa Útgerðarfélags Reykjavíkur á ríflega þriðjungshlut í HB Granda og Samherja á fjórðungshlut í Eimskip í fyrra en þær fjárfestingar eru líkast til þær stærstu af hálfu einkafjárfesta í skráðum félögum frá því að hlutabréfamarkaðurinn var endurreistur í kjölfar hrunsins haustið 2008. Skjótt skipast veður í lofti. Í mörg ár hefur verið kallað eftir því að aðrir fjárfestar en lífeyrissjóðir, sem hafa verið alltumlykjandi á hlutabréfamarkaðinum, geri sig þar meira gildandi. Í flestum félögum hefur skort forystu í hluthafahópnum – virka eigendur með skýra sýn á framtíðina. Eigendur sem veita stjórnendum aðhald og eiga sjálfir undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna. Þessi skortur á einkafjárfestum hefur meðal annars sýnt sig í samsetningu stjórna skráðra félaga þar sem aðeins lágt hlutfall – innan við fjórðungur – stjórnarmanna á yfir eins prósents hlut í því félagi sem þeir sitja í stjórn hjá. Því verður ekki neitað að lífeyrissjóðirnir léku lykilhlutverk við endurreisn hlutabréfamarkaðarins og gegna þar enn mikilvægu hlutverki sem eigendur að um fjörutíu prósent af öllum skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni. Hins vegar fer það vart á milli mála að sjóðirnir eru ekki vel til þess fallnir að leiða rekstur þeirra félaga sem þeir fjárfesta í, sérstaklega ekki við núverandi aðstæður, þegar kólnun í hagkerfinu kallar á erfiðar en nauðsynlegar breytingar til endurskipulagningar og hagræðingar hjá fyrirtækjum landsins. Öflugur hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé á milli einkafjárfesta og stofnanafjárfesta þannig að hvorugur hópurinn gnæfi yfir hinn. Lengi hefur skort á að hinir fyrrnefndu láti að sér kveða og því gefa fregnir síðustu vikna og mánaða góð fyrirheit. Vonandi verður framhald þar á. Ekki veitir af.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar