Ríkið mun þurfa að greiða um 700 milljónir eftir dóm Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. maí 2019 11:30 Hæstiréttur vísir/vilhelm Íslenska ríkið mun þurfa að greiða fimm sveitarfélögum alls rúmlega 680 milljónir eftir dóm Hæstaréttar í máli Grímsness- og Grafningshrepps gegn ríkinu sem féll í dag. Fjögur önnur sveitarfélög höfðuðu sambærilegt mál.Ríkið var í dag dæmt til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir, auk vaxta, vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem felldar voru niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að reglugerð veitti ríkinu ekki fullnægjandi heimild til þess að fella niður greiðslurnar, breyta hefði þurft lögum.Sveitarfélögin fjögur sem einnig höfuðu sambærilegt mál eru Ásahreppur, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Fljótsdalshreppur.Í samtali við Vísi segir Óskar Sigurðsson lögmaður, sem fer með mál sveitarfélaganna fimm, að gert hafi verið samkomulag um að eitt mál yrði flutt og að niðurstaða þess myndi ráða hinum málunum fjórum.Höfuðstóllinn er 683 milljónir Reiknar Óskar því með að mál hinna sveitarfélaganna þurfi því ekki að fara fyrir dóm og að ríkið muni gera upp við sveitarfélögin eftir dóm Hæstaréttar. Hvalfjarðarsveit krafðist þess að fá 303,6 milljónir endurgreiddar, Ásahreppur krafðist þess að fá 69,3 milljónir endurgreiddar, Fljótsdalshreppur krafðist 40,4 milljóna og Skorradalshreppur 35,5 milljóna. Alls nema kröfur sveitarfélaganna fimm um 683 milljónum króna sem reikna má með að íslenska ríkið muni greiða eftir dóm Hæstaréttar, auk vaxta. Þá segir Óskar að sveitarfélögin muni einnig ganga eftir því að fá greiðslur vegna sambærilegra skerðinga fyrir tímabilið 2017-2019 og því muni enn bætast við þær fjárhæðir sem íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða sveitarfélögunum. Í Skorradal má finna eina stærstu sumarhúsabyggð landsins.Vísir/Jón SigurðurHæstiréttur klofnaði Greiðslur þær sem felldar voru niður voru svonefnd jöfnunarframlög er tengjast annars vegar tekjutapi vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti og hins vegar vegna launakostnaðar sveitarfélaga af kennslu í grunnskólanum og annars kostnaðar.Ástæða þess að greiðslurnar voru felldar niður gagnvart sveitarfélögunum var að heildarskatttekjur þeirra af útsvari og fasteignaskatti á hvern íbúa, miðað við fullnýtingu þessara tekjustofna, voru á tilgreindum árum meira en 50 prósent umfram landsmeðaltal. Reglugerð þess efnis tók gildi árið 2012.Íslenska ríkið hafði áður verið sýknað í máli Grímsnes- og Grafningshrepps í Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti en Hæstiréttur sneri þeim dómum við í dag, á þeim grundvelli að breyta hefði þurft lögum til þess að heimila þær skerðingar sem sveitarfélagið varð fyrir, ekki hafi verið nóg að setja reglugerð þess efnis.Hæstiréttur klofnaði í málinu en Hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason skilaði séráliti þar sem hann færði rök fyrir því að ríkið væri í raun ekki að draga úr heildargreiðslum til sveitarfélaga, heldur aðeins að ákvarða skiptingu á milli þeirra. Þannig hefði ríkið heimild til þess að skerða greiðslur úr jöfnunarsjóði ef sveitarfélög væri með tekjur verulega umfram landsmeðaltal. Ásahreppur Dómsmál Fljótsdalshreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Tengdar fréttir Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins. 14. maí 2019 10:24 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Íslenska ríkið mun þurfa að greiða fimm sveitarfélögum alls rúmlega 680 milljónir eftir dóm Hæstaréttar í máli Grímsness- og Grafningshrepps gegn ríkinu sem féll í dag. Fjögur önnur sveitarfélög höfðuðu sambærilegt mál.Ríkið var í dag dæmt til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir, auk vaxta, vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem felldar voru niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að reglugerð veitti ríkinu ekki fullnægjandi heimild til þess að fella niður greiðslurnar, breyta hefði þurft lögum.Sveitarfélögin fjögur sem einnig höfuðu sambærilegt mál eru Ásahreppur, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Fljótsdalshreppur.Í samtali við Vísi segir Óskar Sigurðsson lögmaður, sem fer með mál sveitarfélaganna fimm, að gert hafi verið samkomulag um að eitt mál yrði flutt og að niðurstaða þess myndi ráða hinum málunum fjórum.Höfuðstóllinn er 683 milljónir Reiknar Óskar því með að mál hinna sveitarfélaganna þurfi því ekki að fara fyrir dóm og að ríkið muni gera upp við sveitarfélögin eftir dóm Hæstaréttar. Hvalfjarðarsveit krafðist þess að fá 303,6 milljónir endurgreiddar, Ásahreppur krafðist þess að fá 69,3 milljónir endurgreiddar, Fljótsdalshreppur krafðist 40,4 milljóna og Skorradalshreppur 35,5 milljóna. Alls nema kröfur sveitarfélaganna fimm um 683 milljónum króna sem reikna má með að íslenska ríkið muni greiða eftir dóm Hæstaréttar, auk vaxta. Þá segir Óskar að sveitarfélögin muni einnig ganga eftir því að fá greiðslur vegna sambærilegra skerðinga fyrir tímabilið 2017-2019 og því muni enn bætast við þær fjárhæðir sem íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða sveitarfélögunum. Í Skorradal má finna eina stærstu sumarhúsabyggð landsins.Vísir/Jón SigurðurHæstiréttur klofnaði Greiðslur þær sem felldar voru niður voru svonefnd jöfnunarframlög er tengjast annars vegar tekjutapi vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti og hins vegar vegna launakostnaðar sveitarfélaga af kennslu í grunnskólanum og annars kostnaðar.Ástæða þess að greiðslurnar voru felldar niður gagnvart sveitarfélögunum var að heildarskatttekjur þeirra af útsvari og fasteignaskatti á hvern íbúa, miðað við fullnýtingu þessara tekjustofna, voru á tilgreindum árum meira en 50 prósent umfram landsmeðaltal. Reglugerð þess efnis tók gildi árið 2012.Íslenska ríkið hafði áður verið sýknað í máli Grímsnes- og Grafningshrepps í Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti en Hæstiréttur sneri þeim dómum við í dag, á þeim grundvelli að breyta hefði þurft lögum til þess að heimila þær skerðingar sem sveitarfélagið varð fyrir, ekki hafi verið nóg að setja reglugerð þess efnis.Hæstiréttur klofnaði í málinu en Hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason skilaði séráliti þar sem hann færði rök fyrir því að ríkið væri í raun ekki að draga úr heildargreiðslum til sveitarfélaga, heldur aðeins að ákvarða skiptingu á milli þeirra. Þannig hefði ríkið heimild til þess að skerða greiðslur úr jöfnunarsjóði ef sveitarfélög væri með tekjur verulega umfram landsmeðaltal.
Ásahreppur Dómsmál Fljótsdalshreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Tengdar fréttir Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins. 14. maí 2019 10:24 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins. 14. maí 2019 10:24