Ríkið mun þurfa að greiða um 700 milljónir eftir dóm Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. maí 2019 11:30 Hæstiréttur vísir/vilhelm Íslenska ríkið mun þurfa að greiða fimm sveitarfélögum alls rúmlega 680 milljónir eftir dóm Hæstaréttar í máli Grímsness- og Grafningshrepps gegn ríkinu sem féll í dag. Fjögur önnur sveitarfélög höfðuðu sambærilegt mál.Ríkið var í dag dæmt til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir, auk vaxta, vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem felldar voru niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að reglugerð veitti ríkinu ekki fullnægjandi heimild til þess að fella niður greiðslurnar, breyta hefði þurft lögum.Sveitarfélögin fjögur sem einnig höfuðu sambærilegt mál eru Ásahreppur, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Fljótsdalshreppur.Í samtali við Vísi segir Óskar Sigurðsson lögmaður, sem fer með mál sveitarfélaganna fimm, að gert hafi verið samkomulag um að eitt mál yrði flutt og að niðurstaða þess myndi ráða hinum málunum fjórum.Höfuðstóllinn er 683 milljónir Reiknar Óskar því með að mál hinna sveitarfélaganna þurfi því ekki að fara fyrir dóm og að ríkið muni gera upp við sveitarfélögin eftir dóm Hæstaréttar. Hvalfjarðarsveit krafðist þess að fá 303,6 milljónir endurgreiddar, Ásahreppur krafðist þess að fá 69,3 milljónir endurgreiddar, Fljótsdalshreppur krafðist 40,4 milljóna og Skorradalshreppur 35,5 milljóna. Alls nema kröfur sveitarfélaganna fimm um 683 milljónum króna sem reikna má með að íslenska ríkið muni greiða eftir dóm Hæstaréttar, auk vaxta. Þá segir Óskar að sveitarfélögin muni einnig ganga eftir því að fá greiðslur vegna sambærilegra skerðinga fyrir tímabilið 2017-2019 og því muni enn bætast við þær fjárhæðir sem íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða sveitarfélögunum. Í Skorradal má finna eina stærstu sumarhúsabyggð landsins.Vísir/Jón SigurðurHæstiréttur klofnaði Greiðslur þær sem felldar voru niður voru svonefnd jöfnunarframlög er tengjast annars vegar tekjutapi vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti og hins vegar vegna launakostnaðar sveitarfélaga af kennslu í grunnskólanum og annars kostnaðar.Ástæða þess að greiðslurnar voru felldar niður gagnvart sveitarfélögunum var að heildarskatttekjur þeirra af útsvari og fasteignaskatti á hvern íbúa, miðað við fullnýtingu þessara tekjustofna, voru á tilgreindum árum meira en 50 prósent umfram landsmeðaltal. Reglugerð þess efnis tók gildi árið 2012.Íslenska ríkið hafði áður verið sýknað í máli Grímsnes- og Grafningshrepps í Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti en Hæstiréttur sneri þeim dómum við í dag, á þeim grundvelli að breyta hefði þurft lögum til þess að heimila þær skerðingar sem sveitarfélagið varð fyrir, ekki hafi verið nóg að setja reglugerð þess efnis.Hæstiréttur klofnaði í málinu en Hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason skilaði séráliti þar sem hann færði rök fyrir því að ríkið væri í raun ekki að draga úr heildargreiðslum til sveitarfélaga, heldur aðeins að ákvarða skiptingu á milli þeirra. Þannig hefði ríkið heimild til þess að skerða greiðslur úr jöfnunarsjóði ef sveitarfélög væri með tekjur verulega umfram landsmeðaltal. Ásahreppur Dómsmál Fljótsdalshreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Tengdar fréttir Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins. 14. maí 2019 10:24 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Íslenska ríkið mun þurfa að greiða fimm sveitarfélögum alls rúmlega 680 milljónir eftir dóm Hæstaréttar í máli Grímsness- og Grafningshrepps gegn ríkinu sem féll í dag. Fjögur önnur sveitarfélög höfðuðu sambærilegt mál.Ríkið var í dag dæmt til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir, auk vaxta, vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem felldar voru niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að reglugerð veitti ríkinu ekki fullnægjandi heimild til þess að fella niður greiðslurnar, breyta hefði þurft lögum.Sveitarfélögin fjögur sem einnig höfuðu sambærilegt mál eru Ásahreppur, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Fljótsdalshreppur.Í samtali við Vísi segir Óskar Sigurðsson lögmaður, sem fer með mál sveitarfélaganna fimm, að gert hafi verið samkomulag um að eitt mál yrði flutt og að niðurstaða þess myndi ráða hinum málunum fjórum.Höfuðstóllinn er 683 milljónir Reiknar Óskar því með að mál hinna sveitarfélaganna þurfi því ekki að fara fyrir dóm og að ríkið muni gera upp við sveitarfélögin eftir dóm Hæstaréttar. Hvalfjarðarsveit krafðist þess að fá 303,6 milljónir endurgreiddar, Ásahreppur krafðist þess að fá 69,3 milljónir endurgreiddar, Fljótsdalshreppur krafðist 40,4 milljóna og Skorradalshreppur 35,5 milljóna. Alls nema kröfur sveitarfélaganna fimm um 683 milljónum króna sem reikna má með að íslenska ríkið muni greiða eftir dóm Hæstaréttar, auk vaxta. Þá segir Óskar að sveitarfélögin muni einnig ganga eftir því að fá greiðslur vegna sambærilegra skerðinga fyrir tímabilið 2017-2019 og því muni enn bætast við þær fjárhæðir sem íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða sveitarfélögunum. Í Skorradal má finna eina stærstu sumarhúsabyggð landsins.Vísir/Jón SigurðurHæstiréttur klofnaði Greiðslur þær sem felldar voru niður voru svonefnd jöfnunarframlög er tengjast annars vegar tekjutapi vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti og hins vegar vegna launakostnaðar sveitarfélaga af kennslu í grunnskólanum og annars kostnaðar.Ástæða þess að greiðslurnar voru felldar niður gagnvart sveitarfélögunum var að heildarskatttekjur þeirra af útsvari og fasteignaskatti á hvern íbúa, miðað við fullnýtingu þessara tekjustofna, voru á tilgreindum árum meira en 50 prósent umfram landsmeðaltal. Reglugerð þess efnis tók gildi árið 2012.Íslenska ríkið hafði áður verið sýknað í máli Grímsnes- og Grafningshrepps í Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti en Hæstiréttur sneri þeim dómum við í dag, á þeim grundvelli að breyta hefði þurft lögum til þess að heimila þær skerðingar sem sveitarfélagið varð fyrir, ekki hafi verið nóg að setja reglugerð þess efnis.Hæstiréttur klofnaði í málinu en Hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason skilaði séráliti þar sem hann færði rök fyrir því að ríkið væri í raun ekki að draga úr heildargreiðslum til sveitarfélaga, heldur aðeins að ákvarða skiptingu á milli þeirra. Þannig hefði ríkið heimild til þess að skerða greiðslur úr jöfnunarsjóði ef sveitarfélög væri með tekjur verulega umfram landsmeðaltal.
Ásahreppur Dómsmál Fljótsdalshreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Tengdar fréttir Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins. 14. maí 2019 10:24 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins. 14. maí 2019 10:24