Þórður með gull á Gautaborg Open Anton Ingi Leifsson skrifar 26. maí 2019 13:00 Íslenski hópurinn. mynd/karate samband Katalandslið Íslands keppti í dag á sterku móti í Svíþjóð, Gautaborg Open, þar sem yfir 450 keppendur voru skráðir til keppni. Öllum hópnum gekk vel en bestum árangri náði Þórður Jökull Henrysson sem vann eitt gull og eitt brons. Þórður byrjaði á að sigra sinn undanriðil í flokki juniora (16–17 ára) örugglega og mætti Isak Larsson, sem vann sinn undanriðil, í úrslitum. Þórður vann þá viðureign, fékk 23,76 stig á móti 23,74 stigum hjá Ísaki. Í fullorðinsflokki varð Þórður annar í sínum undanriðli þar sem 4 efstu komast áfram í 2. umferð. Eftir 2. umferð varð Þórður aftur annar og fékk því rétt til að keppa um 3ja sæti. Þar mætti hann Michael Brolin og vann hann örugglega með 24,42 stig á móti 23,36 stigum hjá Michael. Sannarlega góður árangur hjá Þórði sem er á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki enda ekki nema 16 ára. Freyja Stígsdóttir átti einnig góðan dag þar sem hún endaði með silfur í flokki junior eftir að hafa unnið sinn undanriðil nokkuð örugglega. Í úrslitum mætti hún sænsku landsliðskonunni Mathilda Skalare, sem að lokum vann Freyju með 23,68 stigum á móti 22,94 stigum Freyju. Þess má geta að Mathilda vann til silfurverðlauna á síðasta Norðurlandameistaramóti. Svana Katla Þorsteinsdóttir keppti í fullorðinsflokki kvenna þar sem yfir 20 keppendur voru skráðir, þar á meðal flestar landsliðskonur Svía. Svana varð í 2. sæti í sínum undanriðli og í 2. sæti í 2. umferð og fékk þar með réttinn til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Svana Ellinor Wardman og vann hana með 25,82 stigum á móti 25,52 hjá Ellinor. Í kadettflokki stúlkna áttum við tvo keppendur, Oddnýju Þórarinsdóttur og Eydísi Magneu Friðriksdóttur. Báðar fóru þær örugglega upp úr undanriðlum og lentu í 2. sæti í riðlum sínum 2. umferð. Þær fengu því réttinn til að keppa um sitt 3ja sætið hvort. Eydís lenti á móti Emily Grönsholt og vann hana með 22,26 stigum á móti 20,82 og bronsið því Eydísar. Oddný mætti Cornelia Jönsson í hinni viðureigninni um 3ja sætið og vann hana örugglega með 23,46 stigum á móti 22,2. Vel gert hjá okkur ungu landsliðskonum sem eru 14 og 15 ára gamlar. Í kadettflokki pilta áttum við einn keppanda, Tómas Pálmar Tómasson. Tómas lenti í 2. sæti í sínum undanriðli og 2. sæti í 2. umferð og því með rétt til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Tómas Elias Ekman. Elias vann viðureign þeirra með 24,4 stigum á móti 24,06 hjá Tómasi, en Tómas missti jafnvægið í einni stöðunni sem lækkaði einkunn hans. Í dag, sunnudag, mun hópurinn svo keppa á Gladsaxe Karate Cup. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn með verðlaun sín, frá vinstri Tómas, Eydís, Freyja, Oddný, Svana og Þórður. Íþróttir Karate Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum Sjá meira
Katalandslið Íslands keppti í dag á sterku móti í Svíþjóð, Gautaborg Open, þar sem yfir 450 keppendur voru skráðir til keppni. Öllum hópnum gekk vel en bestum árangri náði Þórður Jökull Henrysson sem vann eitt gull og eitt brons. Þórður byrjaði á að sigra sinn undanriðil í flokki juniora (16–17 ára) örugglega og mætti Isak Larsson, sem vann sinn undanriðil, í úrslitum. Þórður vann þá viðureign, fékk 23,76 stig á móti 23,74 stigum hjá Ísaki. Í fullorðinsflokki varð Þórður annar í sínum undanriðli þar sem 4 efstu komast áfram í 2. umferð. Eftir 2. umferð varð Þórður aftur annar og fékk því rétt til að keppa um 3ja sæti. Þar mætti hann Michael Brolin og vann hann örugglega með 24,42 stig á móti 23,36 stigum hjá Michael. Sannarlega góður árangur hjá Þórði sem er á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki enda ekki nema 16 ára. Freyja Stígsdóttir átti einnig góðan dag þar sem hún endaði með silfur í flokki junior eftir að hafa unnið sinn undanriðil nokkuð örugglega. Í úrslitum mætti hún sænsku landsliðskonunni Mathilda Skalare, sem að lokum vann Freyju með 23,68 stigum á móti 22,94 stigum Freyju. Þess má geta að Mathilda vann til silfurverðlauna á síðasta Norðurlandameistaramóti. Svana Katla Þorsteinsdóttir keppti í fullorðinsflokki kvenna þar sem yfir 20 keppendur voru skráðir, þar á meðal flestar landsliðskonur Svía. Svana varð í 2. sæti í sínum undanriðli og í 2. sæti í 2. umferð og fékk þar með réttinn til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Svana Ellinor Wardman og vann hana með 25,82 stigum á móti 25,52 hjá Ellinor. Í kadettflokki stúlkna áttum við tvo keppendur, Oddnýju Þórarinsdóttur og Eydísi Magneu Friðriksdóttur. Báðar fóru þær örugglega upp úr undanriðlum og lentu í 2. sæti í riðlum sínum 2. umferð. Þær fengu því réttinn til að keppa um sitt 3ja sætið hvort. Eydís lenti á móti Emily Grönsholt og vann hana með 22,26 stigum á móti 20,82 og bronsið því Eydísar. Oddný mætti Cornelia Jönsson í hinni viðureigninni um 3ja sætið og vann hana örugglega með 23,46 stigum á móti 22,2. Vel gert hjá okkur ungu landsliðskonum sem eru 14 og 15 ára gamlar. Í kadettflokki pilta áttum við einn keppanda, Tómas Pálmar Tómasson. Tómas lenti í 2. sæti í sínum undanriðli og 2. sæti í 2. umferð og því með rétt til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Tómas Elias Ekman. Elias vann viðureign þeirra með 24,4 stigum á móti 24,06 hjá Tómasi, en Tómas missti jafnvægið í einni stöðunni sem lækkaði einkunn hans. Í dag, sunnudag, mun hópurinn svo keppa á Gladsaxe Karate Cup. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn með verðlaun sín, frá vinstri Tómas, Eydís, Freyja, Oddný, Svana og Þórður.
Íþróttir Karate Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum Sjá meira