Yrði forvitnilegt að yfirheyra Miðflokksmenn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2019 20:00 Upptaka Báru Halldórsdóttur af samtali þingmannanna á Klausturbar var ólögleg að mati persónuverndar. Lögmaður Báru telur líklegt að þingmennirnir höfði skaðabótamál með niðurstöðuna að vopni. Í úrskurðinum segir að upptakan brjóti í bága við persónuverndarlög og hefur Báru verið gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní.Hefur hún þegar gert það?„Nei hún hefur ekki gert það. Hún er erlendis og hún hefur talað um að ef til vill muni hún bara taka það upp og hafa það hátíðlegt," segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru.Ragnar Aðalsteinsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmenn Báru.Skjáskot/Stöð 2Lögmenn Báru segja þó jákvætt að henni hafi ekki verið gert að greiða sekt þrátt fyrir að þingmenn Miðflokksins, sem kærðu málið, hafi ítrekað krafist þess. „Nefndin hefur skilning á því hvers vegna Bára tók upp á því að taka upp samtöl í þessu opinbera rými, samtöl þessara framámanna þjóðfélagsins. Það var vegna þess hvað þeir voru að segja, sem er aðalatriðið," segir Ragnar Aðalsteinsson, annar lögmaður Báru. Vegna þess að upptakan stóð yfir í fjórar klukkustundir telur Persónuvernd að hún flokkist undir rafræna vöktun, líkt og öryggismyndavélar. Þetta er fordæmalaus túlkun með stakar símaupptökur. „Vegna þessarar tæknilegu útfærsla sleppur Bára ekki. Vegna þess að af þessu leiðir að þetta telst ekki vera fréttamennska, sem er mjög víðtækt hugtak í persónurétti," segir Ragnar.Þingmenn Miðflokksins sem kærðu upptökuna til Persónuverndar.VísirMeð úrskurðinn að vopni geta þingmenn Miðflokksins nú farið með málið lengra. „Þau hafa frá upphafi talað um að þau hafi áhuga á að fara með þetta í dómsmál, það gæti þá annað hvort verið til þess að fá úrskurðinn ógiltan eða til þess að krefjast miskabóta," segir Auður. Ragnar telur líklegt miðað við fyrri yfirlýsingar að þingmennirnir höfði skaðabótamál. „Það verður afar forvitnilegt að reka það mál og yfirheyra sexmenningana um hvað þeir voru að gera þarna þetta kvöld," segir Ragnar. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41 Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Upptaka Báru Halldórsdóttur af samtali þingmannanna á Klausturbar var ólögleg að mati persónuverndar. Lögmaður Báru telur líklegt að þingmennirnir höfði skaðabótamál með niðurstöðuna að vopni. Í úrskurðinum segir að upptakan brjóti í bága við persónuverndarlög og hefur Báru verið gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní.Hefur hún þegar gert það?„Nei hún hefur ekki gert það. Hún er erlendis og hún hefur talað um að ef til vill muni hún bara taka það upp og hafa það hátíðlegt," segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru.Ragnar Aðalsteinsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmenn Báru.Skjáskot/Stöð 2Lögmenn Báru segja þó jákvætt að henni hafi ekki verið gert að greiða sekt þrátt fyrir að þingmenn Miðflokksins, sem kærðu málið, hafi ítrekað krafist þess. „Nefndin hefur skilning á því hvers vegna Bára tók upp á því að taka upp samtöl í þessu opinbera rými, samtöl þessara framámanna þjóðfélagsins. Það var vegna þess hvað þeir voru að segja, sem er aðalatriðið," segir Ragnar Aðalsteinsson, annar lögmaður Báru. Vegna þess að upptakan stóð yfir í fjórar klukkustundir telur Persónuvernd að hún flokkist undir rafræna vöktun, líkt og öryggismyndavélar. Þetta er fordæmalaus túlkun með stakar símaupptökur. „Vegna þessarar tæknilegu útfærsla sleppur Bára ekki. Vegna þess að af þessu leiðir að þetta telst ekki vera fréttamennska, sem er mjög víðtækt hugtak í persónurétti," segir Ragnar.Þingmenn Miðflokksins sem kærðu upptökuna til Persónuverndar.VísirMeð úrskurðinn að vopni geta þingmenn Miðflokksins nú farið með málið lengra. „Þau hafa frá upphafi talað um að þau hafi áhuga á að fara með þetta í dómsmál, það gæti þá annað hvort verið til þess að fá úrskurðinn ógiltan eða til þess að krefjast miskabóta," segir Auður. Ragnar telur líklegt miðað við fyrri yfirlýsingar að þingmennirnir höfði skaðabótamál. „Það verður afar forvitnilegt að reka það mál og yfirheyra sexmenningana um hvað þeir voru að gera þarna þetta kvöld," segir Ragnar.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41 Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41
Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07
Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00