Lífeyrissjóðir eignast helmingshlut í HS Orku Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2019 10:21 Jarðvarmavirkjunin að Svartsengi á Reykjanesi sem er í eigu HS Orku. Vísir/Vilhelm Jarðvarmi slhf, félag 14 lífeyrissjóða, hefur ákveðið að nýta forkaupsrétt sinn í HS Orku á tæplega 54 prósenta hlut kanadíska orkufyrirtækisins Innergex í HS Orku - og þannig eignast allt hlutafé í félaginu. Til hafði staðið að ástralski fjárfestingabankinn Macquarie myndi kaupa félagið Magma Energy Sweden A.B, sem fer með fyrrnefndan 54 prósent hlut, en með ákvörðun Jarðvarma verður ekkert af þeim viðskiptum. Þá mun Ancala Partners, erlendur samstarfsaðili Jarðvarma í framhaldinu kaupa 50% hlut í HS Orku á móti Jarðvarma, að því er fram kemur í tilkynningu frá síðarnefnda félaginu. Í tilkynningu Innergex til kanadísku kauphallarinnar í morgun segir að kaupverðið sé 299,9 milljónir dala, jafnvirði um 37,3 milljarða króna. Markaðsvirði HS Orku, miðað við kaupverð Jarðvarma, er því um 69 milljarðar króna. Kaupin voru samþykkt á hluthafafundi Jarðvarma þann 9. apríl síðastliðinn. Fagfjárfestasjóðurinn ORK seldi Jarðvarma 12,7 prósent hlut sinn í HS orku í upphafi apríl síðastliðins fyrir um 8,5 milljarða króna. Fyrir kaupin á hlut ORK í apríl átti Jarðvarmi rúmlega þriðjungshlut í HS Orku. Samanlagt kaupverð Jarðvarma á hlutum ORK og og Inngex nema því um 47 milljörðum króna.Samhliða þessu mun nýtt félag, Blávarmi slhf., sem er í eigu sömu lífeyrissjóða og Jarðvarmi eignast 30% hlut HS Orku í Bláa Lóninu. Kaupverð eignarhlutarins er um 15 milljarðar króna. Ráðgjafar Innergex í söluferlinu voru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory. Ráðgjafar Jarðvarma í þessum viðskiptum voru Arctica Finance, SKR lögfræðiþjónusta og Advel lögmenn. Ancala Partners er breskt sjóðastýringarfyrirtæki sem sérhæfir sig í evrópskum innviðafjárfestingum. Eins og fram kemur í tilkynningu Innergex hófst söluferlið á eignarhlut félagsins í október í fyrra. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og jafnframt eina orkufyrirtækið á Íslandi sem er í eigu einkafjárfesta. Rekstrartekjur félagsins árið 2018 voru 8,9 milljarðar króna. Haft er eftir Davíð Runólfssyni, stjórnarformanni Jarðvarma og Blávarma, í tilkynningu fyrrnefnda félagsins að með þessum viðskiptum skapist stöðugleiki um eignarhald á HS Orku til framtíðar. „Sérfræðiþekking Ancala á sviði endurnýjanlegrar orku og sameiginleg sýn okkar á þau tækifæri sem eru til staðar fyrir HS Orku til lengri tíma gerir Ancala að ákjósanlegum meðeiganda. Fram undan eru spennandi tækifæri við frekari uppbyggingu HS Orku. Þá er Bláa Lónið kjölfesta í íslenskri ferðaþjónustu sem hefur byggt upp sterkt alþjóðlegt vörumerki. Uppbygging síðustu ára skapar tækifæri til enn frekari vaxtar sem eigendur Blávarma hyggjast taka fullan þátt í,“ segir Davíð. Eigendur Jarðvarma slhf eru: Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi - lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, Festa - Lífeyrissjóður, Almenni Lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Stapi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka íslands, Lífsverk lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna og Lífeyrissjóður bænda Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá Jarðvarma. Lífeyrissjóðir Orkumál Tengdar fréttir Vilja nýta kaupréttinn í HS Orku Tillaga stjórnar Jarðvarma, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, um að ganga inn í viðskipti um kaup á 54 prósenta eignarhlut í HS Orku var samþykkt á hluthafafundi félagsins í gærmorgun. 10. apríl 2019 07:00 Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Jarðvarmi slhf, félag 14 lífeyrissjóða, hefur ákveðið að nýta forkaupsrétt sinn í HS Orku á tæplega 54 prósenta hlut kanadíska orkufyrirtækisins Innergex í HS Orku - og þannig eignast allt hlutafé í félaginu. Til hafði staðið að ástralski fjárfestingabankinn Macquarie myndi kaupa félagið Magma Energy Sweden A.B, sem fer með fyrrnefndan 54 prósent hlut, en með ákvörðun Jarðvarma verður ekkert af þeim viðskiptum. Þá mun Ancala Partners, erlendur samstarfsaðili Jarðvarma í framhaldinu kaupa 50% hlut í HS Orku á móti Jarðvarma, að því er fram kemur í tilkynningu frá síðarnefnda félaginu. Í tilkynningu Innergex til kanadísku kauphallarinnar í morgun segir að kaupverðið sé 299,9 milljónir dala, jafnvirði um 37,3 milljarða króna. Markaðsvirði HS Orku, miðað við kaupverð Jarðvarma, er því um 69 milljarðar króna. Kaupin voru samþykkt á hluthafafundi Jarðvarma þann 9. apríl síðastliðinn. Fagfjárfestasjóðurinn ORK seldi Jarðvarma 12,7 prósent hlut sinn í HS orku í upphafi apríl síðastliðins fyrir um 8,5 milljarða króna. Fyrir kaupin á hlut ORK í apríl átti Jarðvarmi rúmlega þriðjungshlut í HS Orku. Samanlagt kaupverð Jarðvarma á hlutum ORK og og Inngex nema því um 47 milljörðum króna.Samhliða þessu mun nýtt félag, Blávarmi slhf., sem er í eigu sömu lífeyrissjóða og Jarðvarmi eignast 30% hlut HS Orku í Bláa Lóninu. Kaupverð eignarhlutarins er um 15 milljarðar króna. Ráðgjafar Innergex í söluferlinu voru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory. Ráðgjafar Jarðvarma í þessum viðskiptum voru Arctica Finance, SKR lögfræðiþjónusta og Advel lögmenn. Ancala Partners er breskt sjóðastýringarfyrirtæki sem sérhæfir sig í evrópskum innviðafjárfestingum. Eins og fram kemur í tilkynningu Innergex hófst söluferlið á eignarhlut félagsins í október í fyrra. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og jafnframt eina orkufyrirtækið á Íslandi sem er í eigu einkafjárfesta. Rekstrartekjur félagsins árið 2018 voru 8,9 milljarðar króna. Haft er eftir Davíð Runólfssyni, stjórnarformanni Jarðvarma og Blávarma, í tilkynningu fyrrnefnda félagsins að með þessum viðskiptum skapist stöðugleiki um eignarhald á HS Orku til framtíðar. „Sérfræðiþekking Ancala á sviði endurnýjanlegrar orku og sameiginleg sýn okkar á þau tækifæri sem eru til staðar fyrir HS Orku til lengri tíma gerir Ancala að ákjósanlegum meðeiganda. Fram undan eru spennandi tækifæri við frekari uppbyggingu HS Orku. Þá er Bláa Lónið kjölfesta í íslenskri ferðaþjónustu sem hefur byggt upp sterkt alþjóðlegt vörumerki. Uppbygging síðustu ára skapar tækifæri til enn frekari vaxtar sem eigendur Blávarma hyggjast taka fullan þátt í,“ segir Davíð. Eigendur Jarðvarma slhf eru: Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi - lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, Festa - Lífeyrissjóður, Almenni Lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Stapi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka íslands, Lífsverk lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna og Lífeyrissjóður bænda Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá Jarðvarma.
Lífeyrissjóðir Orkumál Tengdar fréttir Vilja nýta kaupréttinn í HS Orku Tillaga stjórnar Jarðvarma, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, um að ganga inn í viðskipti um kaup á 54 prósenta eignarhlut í HS Orku var samþykkt á hluthafafundi félagsins í gærmorgun. 10. apríl 2019 07:00 Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Vilja nýta kaupréttinn í HS Orku Tillaga stjórnar Jarðvarma, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, um að ganga inn í viðskipti um kaup á 54 prósenta eignarhlut í HS Orku var samþykkt á hluthafafundi félagsins í gærmorgun. 10. apríl 2019 07:00
Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00