Ægir og félagar komnir áfram í úrslitakeppninni eftir mikinn spennuleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 10:00 Ægir Þór Steinarsson. Vísir/Bára Íslendingaliðið Regatas Corrientes tryggði sér í nótt sæti í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar í körfubolta í Argentínu eftir sigur í fjórða leiknum á móti San Martín. Ægir Þór Steinarsson er þarna í sinni annarri úrslitakeppni á þessu tímabili en hann spilaði eins og kunnugt er með Stjörnuliðinu í Domino´s deildinni í vetur áður en hann fór út til Argentínu. Regatas Corrientes vann leikinn 128-124 eftir tvíframlengdan leik og einvígið þar með 3-1.¡Es el equipo de la Ciudad! #VamosParque pic.twitter.com/icixyNwzHw — Club de Regatas Ctes (@ClubRegatasCtes) May 23, 2019Ægir kom inn af bekknum og var með 5 stig, 4 stoðsendingar og 1 frákast á 21 mínútu. Íslenski leikstjórnandinn gaf flestar stoðsendingar í sínu liði ásamt Argentínumanninum Marco Giordano. Regatas liðið tapaði fyrsta leik en vann síðan næstu þrjá. Ægir átti sinn besta leik í einvíginu í leik tvö þegar Regatas jafnaði metin. Hann var þá með 13 stig og 6 stoðsendingar. Í þessum fjórum leikjum í sextán liða úrslitunum var Ægir samtals með 33 stig og 16 stoðsendingar eða 8,3 stig og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum í einvíginu eða 56 prósent skotanna. Það sem meira er að Ægir tapaði aðeins samtals 4 boltum á þeim 86 mínútum sem hann spilaði í einvíginu á móti San Martín. Regatas Corrientes mætir Instituto í átta liða úrslitunum en það er gríðarlega sterkt lið sem endaði í öðru sæti í deildarkeppninni. Regatas endaði þar í sjöunda sæti. Hér fyrir neðan má sjá Ægi hlusta á liðsfélaga sína syngja á leiðinni í leikinn.#CRC | Rumbo al Fortin Rojinegro #PlayoffsLaCaja #VamosParque pic.twitter.com/UuyAu0BDaw — Club de Regatas Ctes (@ClubRegatasCtes) May 22, 2019 Körfubolti Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Íslendingaliðið Regatas Corrientes tryggði sér í nótt sæti í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar í körfubolta í Argentínu eftir sigur í fjórða leiknum á móti San Martín. Ægir Þór Steinarsson er þarna í sinni annarri úrslitakeppni á þessu tímabili en hann spilaði eins og kunnugt er með Stjörnuliðinu í Domino´s deildinni í vetur áður en hann fór út til Argentínu. Regatas Corrientes vann leikinn 128-124 eftir tvíframlengdan leik og einvígið þar með 3-1.¡Es el equipo de la Ciudad! #VamosParque pic.twitter.com/icixyNwzHw — Club de Regatas Ctes (@ClubRegatasCtes) May 23, 2019Ægir kom inn af bekknum og var með 5 stig, 4 stoðsendingar og 1 frákast á 21 mínútu. Íslenski leikstjórnandinn gaf flestar stoðsendingar í sínu liði ásamt Argentínumanninum Marco Giordano. Regatas liðið tapaði fyrsta leik en vann síðan næstu þrjá. Ægir átti sinn besta leik í einvíginu í leik tvö þegar Regatas jafnaði metin. Hann var þá með 13 stig og 6 stoðsendingar. Í þessum fjórum leikjum í sextán liða úrslitunum var Ægir samtals með 33 stig og 16 stoðsendingar eða 8,3 stig og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum í einvíginu eða 56 prósent skotanna. Það sem meira er að Ægir tapaði aðeins samtals 4 boltum á þeim 86 mínútum sem hann spilaði í einvíginu á móti San Martín. Regatas Corrientes mætir Instituto í átta liða úrslitunum en það er gríðarlega sterkt lið sem endaði í öðru sæti í deildarkeppninni. Regatas endaði þar í sjöunda sæti. Hér fyrir neðan má sjá Ægi hlusta á liðsfélaga sína syngja á leiðinni í leikinn.#CRC | Rumbo al Fortin Rojinegro #PlayoffsLaCaja #VamosParque pic.twitter.com/UuyAu0BDaw — Club de Regatas Ctes (@ClubRegatasCtes) May 22, 2019
Körfubolti Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira