Megn andstaða við hugmynd bresku leyniþjónustunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2019 07:45 Það lítur, ótrúlegt en satt, ekki svona út þegar maður les eða sendir dulkóðuð skilaboð. Nordicphotos/Getty Fyrirtæki á borð við Apple, Google og Microsoft, Blaðamenn án landamæra, ýmis samtök um öryggi persónulegra upplýsinga og á annan tug sérfræðinga í málaflokknum fordæma hugmynd bresku leyniþjónustunnar GCHQ um að hlera dulkóðuð skilaboð. Þetta sagði í opnu bréfi þessara 47 aðila sem birtist á lögfræðiblogginu Lawfare í gær. Tillagan birtist fyrst í nóvember á síðasta ári í röð ritgerða á sama blogginu um dulkóðun og eftirlit. Hún er ekki endilega hluti af opinberri stefnu GCHQ, samkvæmt The Verge, en í ritgerðinni mæltu þeir Ian Levy og Crispin Robinson hjá leyniþjónustunni fyrir því að öryggisstofnanir og lögregla ættu að vera hulinn aðili að öllum dulkóðuðum samskiptum á veraldarvefnum. Þetta þýðir í raun að öryggisstofnanir myndu fá afrit af öllum skilaboðum án vitundar þeirra sem senda og fá skilaboðin. Þetta sögðu þeir Levy og Robinson að væri álíka mikið inngrip og að hlera símtöl, sem er nú þegar gert. Hugmyndin er hins vegar afleit, að mati þeirra sem undirrituðu opna bréfið er birtist í gær. „Þótt starfsmenn GCHQ fullyrði að það þurfi ekki að leggja dulkóðun af til þess að innleiða hugmyndina, stafar alvarleg öryggisógn af hulinni þátttöku öryggisstofnana. Þessi hulda þátttaka skapar hættu á sviði stafræns öryggis og ógnar þannig grundvallarmannréttindum. Meðal annars réttinum til friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis,“ sagði í bréfinu. Andstæðingarnir héldu áfram og sögðu að með innleiðingu hugmyndarinnar myndi skapast öryggisgalli. „Í dag geta fyrirtæki sem bjóða upp á dulkóðaða skilaboðaþjónustu, eins og WhatsApp og Signal, ekki lesið skilaboð notenda sinna. Með því að skylda fyrirtæki til þess að veita aðgang líkt og hugmyndin gengur út á gætu GCHQ og breska lögreglan valdið aukinni misnotkun valds, sem er ekki mögulegt eins og staðan er í dag.“ Vitnað var sérstaklega til orða Cindy Southworth, varaforseta bandarísku NNEDV-samtakanna, er berjast gegn heimilisofbeldi. Southworth sagði að það að innleiða svokallaðar bakdyr að dulkóðuðum skilaboðum fyrir yfirvöld gæti ógnað þolendum bæði heimilisofbeldis og kynbundins ofbeldis. Þá varaði hún við því að starfsmenn sem fengju að fylgjast með dulkóðuðum skilaboðum gætu vel verið sjálfir gerendur og hefðu þannig óheftan aðgang að samskiptum þolanda síns. „Af þessum ástæðum hvetja undirrituð samtök, öryggisrannsakendur og fyrirtæki til þess að GCHQ hverfi frá hugmyndinni um hulda þátttöku og forðist aðrar sambærilegar nálganir sem gætu ógnað stafrænu öryggi og mannréttindum. Við myndum taka vel á móti tækifærinu til þess að ræða áfram þessi mikilvægu mál,“ sagði í niðurlagi bréfsins. Levy svaraði bréfinu og sagði að hugmyndin væri ekkert meira en einfaldlega hugmynd. Í yfirlýsingu sem Levy sendi CNBC sagði: „Við munum halda áfram samskiptum við þá aðila sem vilja og hlökkum til þess að eiga í opnum samskiptum svo hægt sé að komast að bestu mögulegu lausn.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Google Microsoft Tækni Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Fyrirtæki á borð við Apple, Google og Microsoft, Blaðamenn án landamæra, ýmis samtök um öryggi persónulegra upplýsinga og á annan tug sérfræðinga í málaflokknum fordæma hugmynd bresku leyniþjónustunnar GCHQ um að hlera dulkóðuð skilaboð. Þetta sagði í opnu bréfi þessara 47 aðila sem birtist á lögfræðiblogginu Lawfare í gær. Tillagan birtist fyrst í nóvember á síðasta ári í röð ritgerða á sama blogginu um dulkóðun og eftirlit. Hún er ekki endilega hluti af opinberri stefnu GCHQ, samkvæmt The Verge, en í ritgerðinni mæltu þeir Ian Levy og Crispin Robinson hjá leyniþjónustunni fyrir því að öryggisstofnanir og lögregla ættu að vera hulinn aðili að öllum dulkóðuðum samskiptum á veraldarvefnum. Þetta þýðir í raun að öryggisstofnanir myndu fá afrit af öllum skilaboðum án vitundar þeirra sem senda og fá skilaboðin. Þetta sögðu þeir Levy og Robinson að væri álíka mikið inngrip og að hlera símtöl, sem er nú þegar gert. Hugmyndin er hins vegar afleit, að mati þeirra sem undirrituðu opna bréfið er birtist í gær. „Þótt starfsmenn GCHQ fullyrði að það þurfi ekki að leggja dulkóðun af til þess að innleiða hugmyndina, stafar alvarleg öryggisógn af hulinni þátttöku öryggisstofnana. Þessi hulda þátttaka skapar hættu á sviði stafræns öryggis og ógnar þannig grundvallarmannréttindum. Meðal annars réttinum til friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis,“ sagði í bréfinu. Andstæðingarnir héldu áfram og sögðu að með innleiðingu hugmyndarinnar myndi skapast öryggisgalli. „Í dag geta fyrirtæki sem bjóða upp á dulkóðaða skilaboðaþjónustu, eins og WhatsApp og Signal, ekki lesið skilaboð notenda sinna. Með því að skylda fyrirtæki til þess að veita aðgang líkt og hugmyndin gengur út á gætu GCHQ og breska lögreglan valdið aukinni misnotkun valds, sem er ekki mögulegt eins og staðan er í dag.“ Vitnað var sérstaklega til orða Cindy Southworth, varaforseta bandarísku NNEDV-samtakanna, er berjast gegn heimilisofbeldi. Southworth sagði að það að innleiða svokallaðar bakdyr að dulkóðuðum skilaboðum fyrir yfirvöld gæti ógnað þolendum bæði heimilisofbeldis og kynbundins ofbeldis. Þá varaði hún við því að starfsmenn sem fengju að fylgjast með dulkóðuðum skilaboðum gætu vel verið sjálfir gerendur og hefðu þannig óheftan aðgang að samskiptum þolanda síns. „Af þessum ástæðum hvetja undirrituð samtök, öryggisrannsakendur og fyrirtæki til þess að GCHQ hverfi frá hugmyndinni um hulda þátttöku og forðist aðrar sambærilegar nálganir sem gætu ógnað stafrænu öryggi og mannréttindum. Við myndum taka vel á móti tækifærinu til þess að ræða áfram þessi mikilvægu mál,“ sagði í niðurlagi bréfsins. Levy svaraði bréfinu og sagði að hugmyndin væri ekkert meira en einfaldlega hugmynd. Í yfirlýsingu sem Levy sendi CNBC sagði: „Við munum halda áfram samskiptum við þá aðila sem vilja og hlökkum til þess að eiga í opnum samskiptum svo hægt sé að komast að bestu mögulegu lausn.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Google Microsoft Tækni Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira