Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum 11. júní næstkomandi í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands.
Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 36 og 60 mánaða verða lækkaðir um 0,50 prósentustig. Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,25 prósentustig. Breytilegir vextir verðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,10 prósentustig.
Fastir vextir verðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,10 prósentustig. Önnur breytileg óverðtryggð kjörvaxtalán lækka um 0,25 prósentusig. Ergo bílalán og bílasamningar lækka um 0,50 prósentustig. Breytilegir innlánsvextir bankans munu í flestum tilfellum lækka um 0,20-0,30 prósentustig.
