Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2019 10:55 Sir Elton virðist eiga eitthvað vantalað við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Stephane Cardinale/Getty Enski söngvarinn Sir Elton John er ekki par hrifinn af ákvörðun rússnesks dreifiaðila nýrrar ævisögukvikmyndar um hann, Rocketman, um að klippa atriði sem snúa að samkynhneigð söngvarans út úr myndinni. Dreifiaðili myndarinnar í rússlandi staðfesti við ríkisfjölmiðilinn þar í landi að atriðin sem um ræðir hafi verið fjarlægð og segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. Söngvarinn gaf ásamt framleiðendum myndarinnar út yfirlýsingu í gær þar sem ritskoðuninni var „hafnað eins harkalega og hægt er.“ Í yfirlýsingunni, sem birtist á Twitter-síðu söngvarans í gær, segir hann ritskoðunina „til marks um þá klofnu veröld sem við búum enn í og hvernig hún getur hafnað ást tveggja einstaklinga á jafn grimmilegan hátt.“ „Við trúum á að byggja brýr og opna á samtöl, og við munum halda áfram að leitast við að brjóta niður hindranir þar hlustað er á alla til jafns, hvar sem er í heiminum,“ segir einnig í yfirlýsingunni.pic.twitter.com/WT05TvCHT7 — Elton John (@eltonofficial) May 31, 2019 Blaðamenn sem sóttu forsýningu Rocketman í Moskvu áætla að um fimm mínútur af myndefni hafi verið klipptar út úr upphaflegri útgáfu myndarinnar. Kvikmyndarýnandinn Anton Dolin sagði frá því á Facebook-síðu sinni að „öll atriði sem innihéldu kossa, kynlíf og munnmök milli karlmanna“ hafi verið klippt út. Hann bætti við að svæsnasta dæmið um ritskoðunina væri að mynd af Sir Elton og eiginmanni hans, sem birtist við lok myndarinnar, hafi verið fjarlægð. Annar blaðamaður sem var viðstaddur forsýninguna sagði atriði sem sýndu neyslu fíkniefna einnig hafa verið fjarlægð. Olga Lyubimova, sem fer fyrir kvikmyndadeild menningarmálaráðuneytis Rússlands, segir engar kröfur um breytingar á myndinni hafa verið settar fram af hálfu ráðuneytisins. „Það er ekkert launungarmál að margar vestrænar og rússneskar myndir tengjast fíkniefnaneyslu. Þannig væri rangt að halda því fram að við stunduðum nokkurs konar ritskoðun.“ Hún bætti því þó við að gert væri ráð fyrir að kvikmyndir fylgdu rússneskum lögum er kemur að „barnagirnd, hatri á grundvelli uppruna eða trúar og klámi.“ Sir Elton hefur áður gagnrýnt stefnu Rússa í málefnum samkynhneigðra. Árið 2015 sagði söngvarinn ástsæli, í samtali við BBC, að viðhorf Vladímírs Pútín Rússlandsforseta til réttinda samkynhneigðra væru „fáránleg,“ og lýsti yfir áhuga á að hitta forsetann til þess að fara yfir þau mál. Bíó og sjónvarp Rússland Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00 Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Enski söngvarinn Sir Elton John er ekki par hrifinn af ákvörðun rússnesks dreifiaðila nýrrar ævisögukvikmyndar um hann, Rocketman, um að klippa atriði sem snúa að samkynhneigð söngvarans út úr myndinni. Dreifiaðili myndarinnar í rússlandi staðfesti við ríkisfjölmiðilinn þar í landi að atriðin sem um ræðir hafi verið fjarlægð og segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. Söngvarinn gaf ásamt framleiðendum myndarinnar út yfirlýsingu í gær þar sem ritskoðuninni var „hafnað eins harkalega og hægt er.“ Í yfirlýsingunni, sem birtist á Twitter-síðu söngvarans í gær, segir hann ritskoðunina „til marks um þá klofnu veröld sem við búum enn í og hvernig hún getur hafnað ást tveggja einstaklinga á jafn grimmilegan hátt.“ „Við trúum á að byggja brýr og opna á samtöl, og við munum halda áfram að leitast við að brjóta niður hindranir þar hlustað er á alla til jafns, hvar sem er í heiminum,“ segir einnig í yfirlýsingunni.pic.twitter.com/WT05TvCHT7 — Elton John (@eltonofficial) May 31, 2019 Blaðamenn sem sóttu forsýningu Rocketman í Moskvu áætla að um fimm mínútur af myndefni hafi verið klipptar út úr upphaflegri útgáfu myndarinnar. Kvikmyndarýnandinn Anton Dolin sagði frá því á Facebook-síðu sinni að „öll atriði sem innihéldu kossa, kynlíf og munnmök milli karlmanna“ hafi verið klippt út. Hann bætti við að svæsnasta dæmið um ritskoðunina væri að mynd af Sir Elton og eiginmanni hans, sem birtist við lok myndarinnar, hafi verið fjarlægð. Annar blaðamaður sem var viðstaddur forsýninguna sagði atriði sem sýndu neyslu fíkniefna einnig hafa verið fjarlægð. Olga Lyubimova, sem fer fyrir kvikmyndadeild menningarmálaráðuneytis Rússlands, segir engar kröfur um breytingar á myndinni hafa verið settar fram af hálfu ráðuneytisins. „Það er ekkert launungarmál að margar vestrænar og rússneskar myndir tengjast fíkniefnaneyslu. Þannig væri rangt að halda því fram að við stunduðum nokkurs konar ritskoðun.“ Hún bætti því þó við að gert væri ráð fyrir að kvikmyndir fylgdu rússneskum lögum er kemur að „barnagirnd, hatri á grundvelli uppruna eða trúar og klámi.“ Sir Elton hefur áður gagnrýnt stefnu Rússa í málefnum samkynhneigðra. Árið 2015 sagði söngvarinn ástsæli, í samtali við BBC, að viðhorf Vladímírs Pútín Rússlandsforseta til réttinda samkynhneigðra væru „fáránleg,“ og lýsti yfir áhuga á að hitta forsetann til þess að fara yfir þau mál.
Bíó og sjónvarp Rússland Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00 Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00
Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49