Barist fyrir norskum hagsmunum Jón Kaldal skrifar 13. júní 2019 09:45 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) heyja nú harða baráttu fyrir því að sjókvíaeldisfyrirtækin á Íslandi greiði sem allra minnst fyrir nýtingu hafsvæða í eigu þjóðarinnar. Helst vilja samtökin að þau greiði ekki neitt, eins og má til dæmis sjá í nýlegri umsögn þeirra til Alþingis vegna fyrirhugaðrar lagasetningar. Í þessari hagsmunabaráttu gengur SFS erinda moldríkra norskra laxeldisrisafyrirtækja sem eiga sjókvíaeldisfyrirtækin hér á landi að langstærstu leyti. Ólíkt því sem gildir um íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru engar takmarkanir á eignarhaldi erlendra aðila á fiskeldisfyrirtækjum. Þegar losað var um þær takmarkanir í atvinnurekstri fyrir nokkrum árum komu fram ábendingar um mikilvægi þess að verja íslenska hagsmuni með því að festa í lög ramma um nýtingu auðlinda. Benti meðal annars Viðskiptaráð Íslands á þetta grundvallarmál í aðdraganda þess að lögunum var breytt. Mikilvægt er að átta sig á því að málið snýst um sanngjarnt gjald fyrir notkun á afmörkuðum hafsvæðum sem tilheyra sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þetta eru takmörkuð og mjög eftirsótt gæði sem hafa fyrir vikið ákveðið verðgildi. Tillaga SFS um að útdeila þessum verðmætum án þess að eigendur þeirra, íslenska þjóðin, fái endurgjald nær engri átt. Af hverju á að gefa norskum risafyrirtækjum þessi afnot hér? Norðmenn hafa ekki innheimt auðlindagjald en þar fær þjóðin hins vegar greiddar háar upphæðir fyrir ný leyfi. Á uppboði norskra stjórnvalda í fyrrasumar var lágmarksverð 1,7 milljónir íslenskra króna fyrir hvert tonn í sjókvíaeldi og fór hæst í rúmlega þrjár milljónir króna. Hér kosta ný leyfi ekki neitt. Ef norsku fyrirtækin hefðu þurft að kaupa þessi leyfi á heimamarkaði hefðu þau þurft að greiða 100 til 180 milljarða íslenskra króna fyrir sambærilegt magn og stjórnvöld hafa deilt út frítt hér. Eignarhlutar í íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækum ganga nú þegar kaupum og sölum fyrir feikilega háar upphæðir. Söluvaran er fyrst og fremst afnot af sameign þjóðarinnar, sem fær hins vegar ekkert fyrir sinn snúð, ef farið verður að vilja SFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Jón Kaldal Sjávarútvegur Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) heyja nú harða baráttu fyrir því að sjókvíaeldisfyrirtækin á Íslandi greiði sem allra minnst fyrir nýtingu hafsvæða í eigu þjóðarinnar. Helst vilja samtökin að þau greiði ekki neitt, eins og má til dæmis sjá í nýlegri umsögn þeirra til Alþingis vegna fyrirhugaðrar lagasetningar. Í þessari hagsmunabaráttu gengur SFS erinda moldríkra norskra laxeldisrisafyrirtækja sem eiga sjókvíaeldisfyrirtækin hér á landi að langstærstu leyti. Ólíkt því sem gildir um íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru engar takmarkanir á eignarhaldi erlendra aðila á fiskeldisfyrirtækjum. Þegar losað var um þær takmarkanir í atvinnurekstri fyrir nokkrum árum komu fram ábendingar um mikilvægi þess að verja íslenska hagsmuni með því að festa í lög ramma um nýtingu auðlinda. Benti meðal annars Viðskiptaráð Íslands á þetta grundvallarmál í aðdraganda þess að lögunum var breytt. Mikilvægt er að átta sig á því að málið snýst um sanngjarnt gjald fyrir notkun á afmörkuðum hafsvæðum sem tilheyra sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þetta eru takmörkuð og mjög eftirsótt gæði sem hafa fyrir vikið ákveðið verðgildi. Tillaga SFS um að útdeila þessum verðmætum án þess að eigendur þeirra, íslenska þjóðin, fái endurgjald nær engri átt. Af hverju á að gefa norskum risafyrirtækjum þessi afnot hér? Norðmenn hafa ekki innheimt auðlindagjald en þar fær þjóðin hins vegar greiddar háar upphæðir fyrir ný leyfi. Á uppboði norskra stjórnvalda í fyrrasumar var lágmarksverð 1,7 milljónir íslenskra króna fyrir hvert tonn í sjókvíaeldi og fór hæst í rúmlega þrjár milljónir króna. Hér kosta ný leyfi ekki neitt. Ef norsku fyrirtækin hefðu þurft að kaupa þessi leyfi á heimamarkaði hefðu þau þurft að greiða 100 til 180 milljarða íslenskra króna fyrir sambærilegt magn og stjórnvöld hafa deilt út frítt hér. Eignarhlutar í íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækum ganga nú þegar kaupum og sölum fyrir feikilega háar upphæðir. Söluvaran er fyrst og fremst afnot af sameign þjóðarinnar, sem fær hins vegar ekkert fyrir sinn snúð, ef farið verður að vilja SFS.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun