Hamrén sagði íslenska hópinn ekki hafa á nokkurn hátt nýtt sér pirringinn í Tyrkjum til að blása eldmóð í íslenska liðið. Hamrén og félagar hefðu einbeitt sér að fótboltanum eins og leikmenn.
„Ég veit ekki hvort ég á að ræða þetta eitthvað,“ sagði Hamrén svo en hélt áfram. Beindi hann spjótum sínum að viðbrögðum tyrkneskra stuðningsmanna á netinu.
„Mörgum leikmönnum landsliðanna, karla, kvenna og yngri landsliða hafa borist morðhótanir,“ sagði Hamrén. Sá sænski var hugsi.
„Heimurinn er klikkaður,“ sagði Hamrén og minnti á að allt þetta bull hefði ekkert með landsliðin að gera. Enginn hefði sagt né gert nokkuð.
„Svo berast þeim dauðahótanir. Þá líður mér illa, í þessum heimi.“