Tekjutap fyrir björgunarsveitir ef flugeldasýningum verði hætt Sighvatur Jónsson skrifar 28. júní 2019 21:00 Björgunarsveitir yrðu af tekjum ef bæjarfélög hætta með flugeldasýningar, segir talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Reykjavíkurborg íhugar að hætta með flugeldasýningu á menningarnótt vegna umhverfisáhrifa. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum í dag að hjá Reykjavíkurborg sé til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum í lok menningarnætur vegna mengunar. Hinni árlegu afmælishátíð borgarinnar lýkur með tilkomumikilli flugeldasýningu. Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá borginni en flugeldasýningin 24. ágúst næstkomandi gæti orðið sú síðasta á menningarnótt. „Fyrstu viðbrögð mín eru að þetta sé sorglegt að ljúka ekki hátíðarhöldunum með flugeldasýningu,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg.Þetta gæti komið til með að hafa áhrif á ykkar starfsemi er það ekki?„Klárlega, fyrir þá hjálparsveit sem sér um að skjóta flugeldunum upp, í þessu tilfelli Hjálparsveit skáta í Reykjavík, er þetta tekjutap og í okkar starfsemi skiptir hver einasta króna máli,“ segir Jón.Alltaf að leita fjáröflunarleiða Flugeldasýningar eru hluti hátíðahalda víða um land. Má þar nefna Fiskidaginn mikla á Dalvík og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hvaða þýðingu hefur það fyrir Landsbjörg ef hætt verður við stórar flugeldasýningar á fleiri stöðum en í Reykjavík? „Við höfum í sjálfu sér ekki gert neinar ráðstafanir en við erum alltaf að reyna að finna upp nýjar leiðir til fjáröflunar. Í dag er það svo að kannski ekki sýningarnar heldur flugeldasalan sé sú fjáröflun sem skiptir okkur aðeins meira máli,“ segir Jón Ingi Landsbjörg leitar að öðrum fjármögnunarleiðum í stað flugeldasölu.Eru þá rótarskotin ekki sú fjáröflun til langframa sem þið hafið verið að leita eftir? „Rótarskotin eru fín, en stærðarlega séð ná þau ekki flugeldunum eins og er,֧ segir Jón.Hvað með vinnuna við að setja upp svona flugeldasýningu, samskonar og á Menningarnótt?„Þetta er um það bil hálfs mánaðar undirbúningur, fyrir kannski átta einstaklinga sem eru að tengja. Það er mikil vinna lögð í þetta,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, talsmaður Landsbjargar Björgunarsveitir Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Björgunarsveitir yrðu af tekjum ef bæjarfélög hætta með flugeldasýningar, segir talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Reykjavíkurborg íhugar að hætta með flugeldasýningu á menningarnótt vegna umhverfisáhrifa. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum í dag að hjá Reykjavíkurborg sé til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum í lok menningarnætur vegna mengunar. Hinni árlegu afmælishátíð borgarinnar lýkur með tilkomumikilli flugeldasýningu. Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá borginni en flugeldasýningin 24. ágúst næstkomandi gæti orðið sú síðasta á menningarnótt. „Fyrstu viðbrögð mín eru að þetta sé sorglegt að ljúka ekki hátíðarhöldunum með flugeldasýningu,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg.Þetta gæti komið til með að hafa áhrif á ykkar starfsemi er það ekki?„Klárlega, fyrir þá hjálparsveit sem sér um að skjóta flugeldunum upp, í þessu tilfelli Hjálparsveit skáta í Reykjavík, er þetta tekjutap og í okkar starfsemi skiptir hver einasta króna máli,“ segir Jón.Alltaf að leita fjáröflunarleiða Flugeldasýningar eru hluti hátíðahalda víða um land. Má þar nefna Fiskidaginn mikla á Dalvík og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hvaða þýðingu hefur það fyrir Landsbjörg ef hætt verður við stórar flugeldasýningar á fleiri stöðum en í Reykjavík? „Við höfum í sjálfu sér ekki gert neinar ráðstafanir en við erum alltaf að reyna að finna upp nýjar leiðir til fjáröflunar. Í dag er það svo að kannski ekki sýningarnar heldur flugeldasalan sé sú fjáröflun sem skiptir okkur aðeins meira máli,“ segir Jón Ingi Landsbjörg leitar að öðrum fjármögnunarleiðum í stað flugeldasölu.Eru þá rótarskotin ekki sú fjáröflun til langframa sem þið hafið verið að leita eftir? „Rótarskotin eru fín, en stærðarlega séð ná þau ekki flugeldunum eins og er,֧ segir Jón.Hvað með vinnuna við að setja upp svona flugeldasýningu, samskonar og á Menningarnótt?„Þetta er um það bil hálfs mánaðar undirbúningur, fyrir kannski átta einstaklinga sem eru að tengja. Það er mikil vinna lögð í þetta,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, talsmaður Landsbjargar
Björgunarsveitir Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira