Frönsk fótboltastjarna snéri aftur á HM með óvenjulegum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 16:00 Élodie Thomis í leik á móti Íslandi á EM 2017. Hér sækir Hallbera Gísladóttir að henni. Getty/Dean Mouhtaropoulos Heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta er í fullum gangi í Frakklandi og heimastúlkur eru að sjálfsögðu í sviðsljósinu. Frakkar eru komnir í átta liða úrslitin eftir sigur á Brasilíu í framlengdum leik í sextán liða úrslitunum í gær. Franska liðið hefur líka verið með á síðustu heimsmeistarakeppnum en þá var í liðinu hin eldfljóta Élodie Thomis. Élodie Thomis hefur nú lagt fótboltaskóna á hilluna þrátt fyrir að vera enn bara 32 ára gömul. Hún hætti að spila með landsliðinu 2017 og lék sinn síðasta fótboltaleik með Olympique Lyon vorið 2018. Thomis tekur engu að síður þátt í HM í Frakklandi en með óvenjulegum hætti. Hún er ekki sérfræðingur eða lýsandi eins og margar fyrrum knattspyrnustjörnur heldur er hún á bak við myndavélina.As a player, she won caps for #FRA and competed in the last two editions of the #FIFAWWC Now Elodie Thomis is back at the global finals - but this time as a TV camerawoman @FIFAWWC_FRA | #DareToShine — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) June 23, 2019Thomis stóð sig vel í nýju hlutverki og hver veit nema að hún nái líka miklu frama fyrir aftan myndavélarnar eins og fyrir framan þær. Élodie Thomis skoraði 32 mörk í 141 leik fyrir franska landsliðið en á ellefu tímabilum með Olympique Lyon skoraði hún 107 mörk í 278 leikjum í öllum keppnum. Thomis varð ellefu sinnum franskur meistari, sjö sinnum franskur bikarmeistari og vann Meistaradeildina fimm sinnum.Le fan numéro 1 de @ClemaronMaeva et des Bleues ? Son petit frère évidemment ! Élodie Thomis et @cam10abily23 ont ému la milieu de terrain de l’équipe de France avec cette jolie dédicace ! pic.twitter.com/Koh9sSxndS — Téléfoot (@telefoot_TF1) June 16, 2019 HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Sjá meira
Heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta er í fullum gangi í Frakklandi og heimastúlkur eru að sjálfsögðu í sviðsljósinu. Frakkar eru komnir í átta liða úrslitin eftir sigur á Brasilíu í framlengdum leik í sextán liða úrslitunum í gær. Franska liðið hefur líka verið með á síðustu heimsmeistarakeppnum en þá var í liðinu hin eldfljóta Élodie Thomis. Élodie Thomis hefur nú lagt fótboltaskóna á hilluna þrátt fyrir að vera enn bara 32 ára gömul. Hún hætti að spila með landsliðinu 2017 og lék sinn síðasta fótboltaleik með Olympique Lyon vorið 2018. Thomis tekur engu að síður þátt í HM í Frakklandi en með óvenjulegum hætti. Hún er ekki sérfræðingur eða lýsandi eins og margar fyrrum knattspyrnustjörnur heldur er hún á bak við myndavélina.As a player, she won caps for #FRA and competed in the last two editions of the #FIFAWWC Now Elodie Thomis is back at the global finals - but this time as a TV camerawoman @FIFAWWC_FRA | #DareToShine — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) June 23, 2019Thomis stóð sig vel í nýju hlutverki og hver veit nema að hún nái líka miklu frama fyrir aftan myndavélarnar eins og fyrir framan þær. Élodie Thomis skoraði 32 mörk í 141 leik fyrir franska landsliðið en á ellefu tímabilum með Olympique Lyon skoraði hún 107 mörk í 278 leikjum í öllum keppnum. Thomis varð ellefu sinnum franskur meistari, sjö sinnum franskur bikarmeistari og vann Meistaradeildina fimm sinnum.Le fan numéro 1 de @ClemaronMaeva et des Bleues ? Son petit frère évidemment ! Élodie Thomis et @cam10abily23 ont ému la milieu de terrain de l’équipe de France avec cette jolie dédicace ! pic.twitter.com/Koh9sSxndS — Téléfoot (@telefoot_TF1) June 16, 2019
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Sjá meira