Putin bannar flug á milli Rússlands og Georgíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2019 18:09 Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur bannað flug á milli Rússlands og Georgíu. getty/Mikhail Svetlov Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á fimmtudag slösuðust hátt í 240 manns á mótmælum í Georgíu. Til mótmælanna kom þegar rússneskur ráðherra heimsótti þjóðþing landsins. Putin skrifaði undir tilskipun á föstudag og felldi þar með niður öll flug rússneskra flugfélaga til Georgíu. Sú tilskipun mun taka gildi 8. júlí. Í tilkynningu á föstudag kom fram að ástæða þessara banna væri til að „tryggja nægilegt öryggi í lofti og að skuldir yrðu greiddar.“ Þessar skuldir eru skuldir georgískra fyrirtækja. Yfirvöld í Kremlin sögðu að bann við flugum til Georgíu væri til að „tryggja þjóðaröryggi Rússlands og til að verja rússneska ríkisborgara frá glæpsamlegri virkni.“ Spenna milli ríkjanna er mikil en 11 ár eru síðan ríkin heiðu stríð vegna svæðis í suður Ossetiu. Fyrr í dag var ráðist á fréttateymi frá ríkisútvarpi Rússlands en tveir menn réðust að þeim í höfuðborg Georgíu, Tbilisi. Enginn virðist hafa slasast alvarlega í árásinni en hún náðist á myndband.Unnið hart að því að koma Rússum heim frá Georgíu Putin hefur fyrirskipað að unnið verði að því að koma rússneskum ríkisborgurum sem eru í Georgíu aftur til Rússlands. Auk þess hafa yfirvöld hvatt rússneskar ferðaskrifstofur til að fresta öllum ferðum til Georgíu. Nokkur þúsund rússneskri ferðamenn eru nú í Georgíu sagði Maia Lomidze, talsmaður rússneskrar ferðaskrifstofu í samtali við fréttamiðla þar í landi. Samkvæmt tölum frá rússneskum yfirvöldum hefur hálf milljón Rússa ferðast til Georgíu það sem af er ári en á síðasta ári ferðuðust þangað 1,7 milljónir rússneskra ferðamanna. „Ferðaþjónusta í Georgíu fer vaxandi og spennan hefur ollið örðugleikum í iðnaðnum,“ sagði Aleksan Mkrtchyan en hann rekur keðju rússneskra ferðaskrifstofa.Táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur notaðar gegn mótmælendum Mótmælendur söfnuðust saman á ný á föstudag fyrir utan georgíska þingið þar sem þeir kölluðu „Nei við Rússlandi“. Mótmælendurnir vilja þó ekki aðeins afneita Moskvu heldur vilja þeir að innanríkisráðherra Georgíu, Giorgi Gakharia, segi af sér vegna viðbragða hans við óeirðunum. Einnig ríkir reiði vegna meðhöndlunar lögreglu á mótmælunum á fimmtudag. Notast var við táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur til að halda aftur af mótmælendum. Á föstudag flykktist enn fleira fólk á mótmælin. Svo virðist sem koma rússneska ráðherrans Sergei Gavrilov hafi leyst um mikla og djúpa reiði sem kraumaði í almenningi vegna núverandi stjórnar og samskipta hennar við nágranna sína í norðri. Georgía Rússland Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á fimmtudag slösuðust hátt í 240 manns á mótmælum í Georgíu. Til mótmælanna kom þegar rússneskur ráðherra heimsótti þjóðþing landsins. Putin skrifaði undir tilskipun á föstudag og felldi þar með niður öll flug rússneskra flugfélaga til Georgíu. Sú tilskipun mun taka gildi 8. júlí. Í tilkynningu á föstudag kom fram að ástæða þessara banna væri til að „tryggja nægilegt öryggi í lofti og að skuldir yrðu greiddar.“ Þessar skuldir eru skuldir georgískra fyrirtækja. Yfirvöld í Kremlin sögðu að bann við flugum til Georgíu væri til að „tryggja þjóðaröryggi Rússlands og til að verja rússneska ríkisborgara frá glæpsamlegri virkni.“ Spenna milli ríkjanna er mikil en 11 ár eru síðan ríkin heiðu stríð vegna svæðis í suður Ossetiu. Fyrr í dag var ráðist á fréttateymi frá ríkisútvarpi Rússlands en tveir menn réðust að þeim í höfuðborg Georgíu, Tbilisi. Enginn virðist hafa slasast alvarlega í árásinni en hún náðist á myndband.Unnið hart að því að koma Rússum heim frá Georgíu Putin hefur fyrirskipað að unnið verði að því að koma rússneskum ríkisborgurum sem eru í Georgíu aftur til Rússlands. Auk þess hafa yfirvöld hvatt rússneskar ferðaskrifstofur til að fresta öllum ferðum til Georgíu. Nokkur þúsund rússneskri ferðamenn eru nú í Georgíu sagði Maia Lomidze, talsmaður rússneskrar ferðaskrifstofu í samtali við fréttamiðla þar í landi. Samkvæmt tölum frá rússneskum yfirvöldum hefur hálf milljón Rússa ferðast til Georgíu það sem af er ári en á síðasta ári ferðuðust þangað 1,7 milljónir rússneskra ferðamanna. „Ferðaþjónusta í Georgíu fer vaxandi og spennan hefur ollið örðugleikum í iðnaðnum,“ sagði Aleksan Mkrtchyan en hann rekur keðju rússneskra ferðaskrifstofa.Táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur notaðar gegn mótmælendum Mótmælendur söfnuðust saman á ný á föstudag fyrir utan georgíska þingið þar sem þeir kölluðu „Nei við Rússlandi“. Mótmælendurnir vilja þó ekki aðeins afneita Moskvu heldur vilja þeir að innanríkisráðherra Georgíu, Giorgi Gakharia, segi af sér vegna viðbragða hans við óeirðunum. Einnig ríkir reiði vegna meðhöndlunar lögreglu á mótmælunum á fimmtudag. Notast var við táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur til að halda aftur af mótmælendum. Á föstudag flykktist enn fleira fólk á mótmælin. Svo virðist sem koma rússneska ráðherrans Sergei Gavrilov hafi leyst um mikla og djúpa reiði sem kraumaði í almenningi vegna núverandi stjórnar og samskipta hennar við nágranna sína í norðri.
Georgía Rússland Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Sjá meira