Parið nýtur nú lífsins í Prag og hefur Gunnar birt skemmtilegar myndir af þeim í fríinu og virðist lífið leika við þau. Gunnar hefur áður tjáð sig um samband þeirra í viðtali við Einkalífið á Vísi þar sem hann sagði Fransisku vera „algjörlega stelpuna fyrir sig“.
PragueView this post on Instagram
A post shared by Gunnar Nelson (@gunninelson) on Jun 20, 2019 at 7:25am PDT
„Hún hefur góð áhrif á mig og mér líður vel í kringum hana. Ég er afslappaður í kringum hana og það er svo mikilvægt að finna þetta þegar maður kemur heim eftir erfiðan dag að manni hlakki til að koma heim á heimilið þitt þar sem þér líður vel. Það getur eflaust verið erfitt í samböndum og maður vill kannski oft vera einn, en þegar sambönd ganga upp þá er það allt annað dæmi,“ sagði Gunnar.
Þetta er fyrsta barn parsins saman en áður á Gunnar soninn Stíg Tý úr fyrra sambandi. Það eru því spennandi tímar fram undan hjá parinu sem að öllum líkindum bíður spennt eftir þessari viðbót í fjölskylduna.
