Alisson stóð í markinu hjá Brasilíu sem vann 3-1 sigur á Perú í úrslitaleiknum á Maracana-leikvanginum í Ríó í kvöld. Markið sem Perú skoraði var það fyrsta sem Alisson fær á sig í mótinu.
Paolo Guerrero is the first player to score against Alisson during the 2019 #CopaAmerica
Brazil finally beaten in normal time. pic.twitter.com/ag34N8NL5r
— Squawka Football (@Squawka) July 7, 2019
Tímabilið hefur verið ótrúlegt hjá Alisson. Hann lenti í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar en þar fékk hann Gullhanskann fyrir að halda oftast hreinu.
Liverpool vann til gullverðlauna í Meistaradeildinni en þar hélt Alisson einnig oftast hreinu. Í Suður-Ameríku keppninni hélt Alisson einnig oftast hreinu og batt enda á frábært tímabil hjá sér.
2018-19 Premier League: Most clean sheets
2018-19 Champions League: Most saves
2019 Copa América: Most clean sheets
Alisson 'Golden Gloves' Becker. pic.twitter.com/p85UK3a5vo
— Squawka Football (@Squawka) July 7, 2019
Markvörðurinn er nú væntanlega á leið í verðskuldað sumarfrí áður en hann mætir aftur til starfa hjá Liverpool. Enska úrvalsdeildin hefst svo um miðjan næsta mánuð.