Sílemenn eiga enn möguleika á að jafna 72 ára gamalt afrek Argentínumanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 16:30 Sílemaðurinn Alexis Sánchez fagnar öðru marka sinna í keppninni í ár. Getty/ Buda Mendes Seinni undanúrslitaleikur Copa America 2019 fer fram í kvöld en í boði er úrslitaleikur á móti Brasilíu á Maracana á sunnudaginn. Sílemaðurinn Alexis Sánchez fær þarna tækifæri til að upplifa betri tíma inn á knattspyrnuvellinum en á nýloknu tímabili með Manchester United sem reyndist honum mjög erfitt. Sánchez þarf að sanna það fyrir heiminum að hann sé ekki búinn að vera og góður leikur hjá honum í kvöld væri risaskref í þá átt. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan tuttugu mínútur yfir miðnætti. Það er nokkur tími liðin síðan að eitthvað annað lið en Síle gat kallað sig Suðurameríkumeistara í knattspyrnu karla. Síle getur í kvöld komist í þriðja úrslitaleikinn í röð. Úrúgvæ vann keppnina árið 2011 en enginn gefur náð að stoppa Síle í síðustu tveimur keppnum. Brasilíumenn komust fyrst í úrslitaleikinn eftir sigur á Argentínu í fyrri undanúrslitaleiknum í nótt. Þar var á ferðinni hinn eini og sanni Clasico leikur Suður-Ameríku en í viðureign Síle og Perú í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld er aftur á móti uppgjör Kyrrahafsstrandþjóðanna. Síle getur orðið fyrsta þjóðin í 72 ár til að vinna þrjár Copa America keppnir í röð en það gerðist síðast þegar Argentínumenn unnu þrjár keppnir í röð frá 1945 til 1947. Síle vann 2015 og 2016 og í bæði skiptin eftir vítaspyrnukeppni og í bæði skiptin mætti Síle Lionel Messi og félögum í Argentínu í úrslitaleiknum. Síle varð í öðru sæti á eftir Úrúgvæ í sínum riðli í riðlakeppni Copa America í ár en Perú sló síðan Úrúgvæ út úr átta liða úrslitunum. Síle vann á sama tíma Kólumbíu í vítakeppni. Síle vann 2-1 sigur á Perú í undanúrslitunum fyrir fjórum árum en þá skoraði Eduardo Vargas bæði mörkin. Eduardo Vargas er markahæstur Sílemanna í keppninni í ár ásamt Alexis Sánchez. Báðir hafa skorað tvö mörk. Chile Copa América Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Sjá meira
Seinni undanúrslitaleikur Copa America 2019 fer fram í kvöld en í boði er úrslitaleikur á móti Brasilíu á Maracana á sunnudaginn. Sílemaðurinn Alexis Sánchez fær þarna tækifæri til að upplifa betri tíma inn á knattspyrnuvellinum en á nýloknu tímabili með Manchester United sem reyndist honum mjög erfitt. Sánchez þarf að sanna það fyrir heiminum að hann sé ekki búinn að vera og góður leikur hjá honum í kvöld væri risaskref í þá átt. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan tuttugu mínútur yfir miðnætti. Það er nokkur tími liðin síðan að eitthvað annað lið en Síle gat kallað sig Suðurameríkumeistara í knattspyrnu karla. Síle getur í kvöld komist í þriðja úrslitaleikinn í röð. Úrúgvæ vann keppnina árið 2011 en enginn gefur náð að stoppa Síle í síðustu tveimur keppnum. Brasilíumenn komust fyrst í úrslitaleikinn eftir sigur á Argentínu í fyrri undanúrslitaleiknum í nótt. Þar var á ferðinni hinn eini og sanni Clasico leikur Suður-Ameríku en í viðureign Síle og Perú í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld er aftur á móti uppgjör Kyrrahafsstrandþjóðanna. Síle getur orðið fyrsta þjóðin í 72 ár til að vinna þrjár Copa America keppnir í röð en það gerðist síðast þegar Argentínumenn unnu þrjár keppnir í röð frá 1945 til 1947. Síle vann 2015 og 2016 og í bæði skiptin eftir vítaspyrnukeppni og í bæði skiptin mætti Síle Lionel Messi og félögum í Argentínu í úrslitaleiknum. Síle varð í öðru sæti á eftir Úrúgvæ í sínum riðli í riðlakeppni Copa America í ár en Perú sló síðan Úrúgvæ út úr átta liða úrslitunum. Síle vann á sama tíma Kólumbíu í vítakeppni. Síle vann 2-1 sigur á Perú í undanúrslitunum fyrir fjórum árum en þá skoraði Eduardo Vargas bæði mörkin. Eduardo Vargas er markahæstur Sílemanna í keppninni í ár ásamt Alexis Sánchez. Báðir hafa skorað tvö mörk.
Chile Copa América Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Sjá meira