Lionel Messi missti sig eftir tapið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 08:00 Lionel Messi var svekktur eftir leikinn. Getty/Chris Brunskill Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu eru úr leik á Copa America eftir 2-0 tap fyrir Brasilíu í nótt. Það var svekkjandi fyrir Messi að horfa á eftir enn einum möguleikanum á enda bið sína eftir stórum titli með Argentínu. Þetta mátti sjá í viðtölum eftir leikinn. Lionel Messi hreinlega missti sig eftir tapið í nótt og lét dómara leiksins heyra það. Leikurinn var harður og ekkert gefið eftir. Ólíkt fyrri leikjum á mótinu var VAR í aukahlutverki í nótt. Það var eitt af því sem Messi kvartaði mikið yfir. Ekvadorinn Roddy Zambrano sem dæmdi leikinn var ekkert á því að nýta sér Varsjána í þessum leik og það þrátt fyrir Argentínumönnum fannst oft tilefni til þess. Sérstaklega vildu þeir fá vítaspyrnu í stöðunni 1-0 fyrir Brasilíu. „Dómararnir voru orðnir þreyttir á ruglákvörðunum sínum á Copa og fóru aldrei í Varsjána í leiknum. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn.Argentina captain Lionel Messi has launched a sensational attack on referees after the team's loss to Brazil in the #CopaAmerica semifinals. FULL STORY: https://t.co/9a7ipMBhgdpic.twitter.com/XSXu5zreml — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) July 3, 2019 „Svona var þetta allan leikinn. Dómararnir voru í ruglinu. Þeir hafa enga afsökun og það þarf að skoða þetta betur. Vonandi gerir CONMEBOL (suðurameríska knattspyrnusambandið) eitthvað við þessa dómara,“ sagði Messi reiður. „Við reyndum allt sem við gátum til að komast áfram en dómararnir voru á móti okkur. Ég held að það verði ekkert gert því Brasilíumenn ráða öllu í dag. Þetta er því flókið. Við þurfum ekki að skammast okkar. Þetta gekk ekki upp og við vorum ekki með heppnina með okkur í liði,“ sagði Messi. „Ég er svekktur af því að við áttum góðan leik og gáfum mikið í þetta. Þetta átti ekki að enda svona því þeir voru ekki betra liðið í þessum leik,“ sagði Messi.Messi's trophy cabinet is full of hardware, but he's still waiting for an international trophy. pic.twitter.com/dgjv3BapUZ — ESPN (@espn) July 3, 2019 Argentína Copa América Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Í beinni: Rangers - Tottenham | Spursarar í Skotlandi Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sjá meira
Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu eru úr leik á Copa America eftir 2-0 tap fyrir Brasilíu í nótt. Það var svekkjandi fyrir Messi að horfa á eftir enn einum möguleikanum á enda bið sína eftir stórum titli með Argentínu. Þetta mátti sjá í viðtölum eftir leikinn. Lionel Messi hreinlega missti sig eftir tapið í nótt og lét dómara leiksins heyra það. Leikurinn var harður og ekkert gefið eftir. Ólíkt fyrri leikjum á mótinu var VAR í aukahlutverki í nótt. Það var eitt af því sem Messi kvartaði mikið yfir. Ekvadorinn Roddy Zambrano sem dæmdi leikinn var ekkert á því að nýta sér Varsjána í þessum leik og það þrátt fyrir Argentínumönnum fannst oft tilefni til þess. Sérstaklega vildu þeir fá vítaspyrnu í stöðunni 1-0 fyrir Brasilíu. „Dómararnir voru orðnir þreyttir á ruglákvörðunum sínum á Copa og fóru aldrei í Varsjána í leiknum. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn.Argentina captain Lionel Messi has launched a sensational attack on referees after the team's loss to Brazil in the #CopaAmerica semifinals. FULL STORY: https://t.co/9a7ipMBhgdpic.twitter.com/XSXu5zreml — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) July 3, 2019 „Svona var þetta allan leikinn. Dómararnir voru í ruglinu. Þeir hafa enga afsökun og það þarf að skoða þetta betur. Vonandi gerir CONMEBOL (suðurameríska knattspyrnusambandið) eitthvað við þessa dómara,“ sagði Messi reiður. „Við reyndum allt sem við gátum til að komast áfram en dómararnir voru á móti okkur. Ég held að það verði ekkert gert því Brasilíumenn ráða öllu í dag. Þetta er því flókið. Við þurfum ekki að skammast okkar. Þetta gekk ekki upp og við vorum ekki með heppnina með okkur í liði,“ sagði Messi. „Ég er svekktur af því að við áttum góðan leik og gáfum mikið í þetta. Þetta átti ekki að enda svona því þeir voru ekki betra liðið í þessum leik,“ sagði Messi.Messi's trophy cabinet is full of hardware, but he's still waiting for an international trophy. pic.twitter.com/dgjv3BapUZ — ESPN (@espn) July 3, 2019
Argentína Copa América Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Í beinni: Rangers - Tottenham | Spursarar í Skotlandi Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sjá meira