Hinn 28 ára framherji er uppalinn hjá Fjölni en fór þaðan til AGF og svo til AZ Alkmaar. Frá Hollandi lá leiðin til þýska félagsins, Werder Bremen, þar sem Aron hefur verið síðan 2015.
Richard Magyar och Aron Jóhannsson klara för #Bajen! Läs mer här: https://t.co/Nt05jsxvGfpic.twitter.com/y1H50yONZ4
— Hammarby Fotboll (@Hammarbyfotboll) July 11, 2019
„Ég er mjög ánægður að vera kominn til Hammarby og vera hluti af félagi sem á svona marga stuðningsmenn,“ sagði Aron í samtali við heimasíðu Hammarby.
„Núna mun ég reyna að komast í leikform sem fyrst og hjálpa liðsfélögum mínum á vellinum og búa til mörk,“ sagði hann að endingu.
Hammarby er í sjöunda sæti sænsku deildarinnar með 22 stig en Viðar Örn Kjartansson hefur leikið með liðinu á láni frá Rostov. Hann heldur þó aftur til Rússlands um miðjan júlí.