Trump skrifar undir fjárveitingu til viðbragðsaðila 11. september Andri Eysteinsson skrifar 29. júlí 2019 23:49 Trump eftir undirritunina. Getty/Bloomberg Bandaríkjaforseti, Donald Trump hefur undirritað frumvarp sem gerir það að verkum að heilbrigðisþjónustusjóður, sem ætlaður er viðbragðsaðilum sem komu til aðstoðar eftir hryðjuverkaárásirnar í New York þann 11. September 2001, verði aldrei uppurinn. AP greinir frá. Trump skrifaði undir frumvarpið í rósagarði Hvíta hússins ásamt yfir 60 viðbragðsaðilum. Frumvarpið gerir ráð fyrir fjárveitingum allt til ársins 2092. „Þið veitið öllu mannkyni innblástur,“ sagði Trump og sagði viðbragðsaðilana vera sannar bandarískar hetjur.Grynnkað hefur töluvert í sjóðnum á undanförnum árunum og hefði hann tæmst fengi hann ekki fjárveitinguna sem nú hefur verið veitt. Árið 2015 var frekari fjárveiting til fimm ára samþykkt á elleftu stundu þar sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, notaði fjárveitinguna sem samningatól til að semja um aðrar ótengdar fjárveitingar.Sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart var einn þeirra sem barðist fyrir fjárveitingunni og las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysisins.Sjá einnig: Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn 23. júlí síðastliðinn samþykkti Öldungadeildin loks frumvarpið sem var því vísað til forseta til undirritunar. 97 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en tveir á móti. Bandaríkin Donald Trump Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Kom í veg fyrir aukna fjárveitingu til fórnarlamba 11. september Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, kom í veg fyrir að fjárveitingar í sjóð sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu viðbragðsaðila sem glíma við veikindi eftir störf sín á vettvangi eftir árásirnar á Tvíburaturnana. 18. júlí 2019 08:35 Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 17. júní 2019 21:08 Samþykktu að halda áfram fjárveitingu til aðstandenda og eftirlifenda árásanna 11. september Öldungadeildin samþykkti frumvarpið með 97 atkvæðum gegn tveimur. 23. júlí 2019 22:13 Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Lést nokkrum vikum eftir nefndarfundinn með Jon Stewart Luis Alvarez kom fram á nefndarfundi fyrr í mánuðinum þar sem átti að ræða frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragðsaðila. 30. júní 2019 09:19 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Bandaríkjaforseti, Donald Trump hefur undirritað frumvarp sem gerir það að verkum að heilbrigðisþjónustusjóður, sem ætlaður er viðbragðsaðilum sem komu til aðstoðar eftir hryðjuverkaárásirnar í New York þann 11. September 2001, verði aldrei uppurinn. AP greinir frá. Trump skrifaði undir frumvarpið í rósagarði Hvíta hússins ásamt yfir 60 viðbragðsaðilum. Frumvarpið gerir ráð fyrir fjárveitingum allt til ársins 2092. „Þið veitið öllu mannkyni innblástur,“ sagði Trump og sagði viðbragðsaðilana vera sannar bandarískar hetjur.Grynnkað hefur töluvert í sjóðnum á undanförnum árunum og hefði hann tæmst fengi hann ekki fjárveitinguna sem nú hefur verið veitt. Árið 2015 var frekari fjárveiting til fimm ára samþykkt á elleftu stundu þar sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, notaði fjárveitinguna sem samningatól til að semja um aðrar ótengdar fjárveitingar.Sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart var einn þeirra sem barðist fyrir fjárveitingunni og las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysisins.Sjá einnig: Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn 23. júlí síðastliðinn samþykkti Öldungadeildin loks frumvarpið sem var því vísað til forseta til undirritunar. 97 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en tveir á móti.
Bandaríkin Donald Trump Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Kom í veg fyrir aukna fjárveitingu til fórnarlamba 11. september Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, kom í veg fyrir að fjárveitingar í sjóð sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu viðbragðsaðila sem glíma við veikindi eftir störf sín á vettvangi eftir árásirnar á Tvíburaturnana. 18. júlí 2019 08:35 Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 17. júní 2019 21:08 Samþykktu að halda áfram fjárveitingu til aðstandenda og eftirlifenda árásanna 11. september Öldungadeildin samþykkti frumvarpið með 97 atkvæðum gegn tveimur. 23. júlí 2019 22:13 Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Lést nokkrum vikum eftir nefndarfundinn með Jon Stewart Luis Alvarez kom fram á nefndarfundi fyrr í mánuðinum þar sem átti að ræða frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragðsaðila. 30. júní 2019 09:19 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Kom í veg fyrir aukna fjárveitingu til fórnarlamba 11. september Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, kom í veg fyrir að fjárveitingar í sjóð sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu viðbragðsaðila sem glíma við veikindi eftir störf sín á vettvangi eftir árásirnar á Tvíburaturnana. 18. júlí 2019 08:35
Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 17. júní 2019 21:08
Samþykktu að halda áfram fjárveitingu til aðstandenda og eftirlifenda árásanna 11. september Öldungadeildin samþykkti frumvarpið með 97 atkvæðum gegn tveimur. 23. júlí 2019 22:13
Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20
Lést nokkrum vikum eftir nefndarfundinn með Jon Stewart Luis Alvarez kom fram á nefndarfundi fyrr í mánuðinum þar sem átti að ræða frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragðsaðila. 30. júní 2019 09:19