Kristinn Þórarinsson synti í nótt síðasta sund Íslendinga á HM í 50m laug í Gwangju í Suður-Kóreu.
Kristinn tók þátt í 50m baksundi og kom hann í mark á 26,42 sekúndum sem er hálfri sekúndu frá hans besta árangri í greininni. Íslandsmetið á Örn Arnarson, 25,86 sekúndur, og var markmið Kristins fyrir HM að ná Íslandsmetinu.
Eftir sundið sagði Kristinn að hann stefndi ótrauður á að komast á Ólympíuleikana að ári og hann ynni markvisst að því með þjálfara sínum.
Íslendingar hafa því lokið þátttöku sinni á mótinu. Nú fá keppendurnir smá sumarfrí áður en nýtt tímabil hefst í ágúst.
Kristinn hálfri sekúndu frá sínu besta
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið






„Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“
Körfubolti


Hollywood-liðið komið upp í B-deild
Fótbolti

„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“
Íslenski boltinn
