Slæmt ef merkingar vegna fornminja eru fjarlægðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júlí 2019 13:44 Ingólfsfjörður. Mynd úr safni. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. Verkefnastjóri hjá minjastofnun segir mjög slæmt ef merkingarnar eru fjarlægðar. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, staðfestir að merkingar hafi verið teknar upp í samtali við Bæjarins besta, svæðismiðil Vestfjarða í gær. Inga Sóley Kristínardóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun Íslands, kveðst jafnframt hafa fengið upplýsingar um málið. „Það kom sem sagt tilkynning í gær um að það hafi verið fjarlægðir hælar, sem sagt teknir upp, sem eru vor til að merkja fornleifar á hluta af leiðinni meðfram Ingólfsfirði norðanverðum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að hælarnir hafi ekki verið fjarlægðir af staðnum heldur aðeins teknir upp úr jörðinni. „Þeir verða reknir aftur niður og það er fornleifafræðingur sem fer þarna um á morgun og hún mun fara yfir merkingarnar og merkja betur ef það þarf.“ Fyrirhuguð uppbygging Hvalárvirkjunar hefur mætt töluverðri andstöðu en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hvort mótmælendur hafi átt hlut að máli. Inga Sóley kveðst hvorki vita hverjir voru að verki né í hvaða tilgangi. „Þessar merkingar eru náttúrlega til þess að vernda minjarnar á meðan á framkvæmdum stendur og ef þær eru fjarlægðar þá er það mjög slæmt, bæði fyrir minjarnar og líka náttúrlega fyrir framkvæmdaaðila sem geta orðið fyrir töfum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að sem betur fer séu engin merki um að rask hafi orðið á forminjum sökum þessa. „Þeir [framkvæmdaaðilar] eru ekki komnir á þetta svæði skilst mér, þeir eru ennþá nokkrum kílómetrum frá þeim, þessum minjum. Þannig að það er engin hætta eins og er.“ Deilur um Hvalárvirkjun Fornminjar Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. Verkefnastjóri hjá minjastofnun segir mjög slæmt ef merkingarnar eru fjarlægðar. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, staðfestir að merkingar hafi verið teknar upp í samtali við Bæjarins besta, svæðismiðil Vestfjarða í gær. Inga Sóley Kristínardóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun Íslands, kveðst jafnframt hafa fengið upplýsingar um málið. „Það kom sem sagt tilkynning í gær um að það hafi verið fjarlægðir hælar, sem sagt teknir upp, sem eru vor til að merkja fornleifar á hluta af leiðinni meðfram Ingólfsfirði norðanverðum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að hælarnir hafi ekki verið fjarlægðir af staðnum heldur aðeins teknir upp úr jörðinni. „Þeir verða reknir aftur niður og það er fornleifafræðingur sem fer þarna um á morgun og hún mun fara yfir merkingarnar og merkja betur ef það þarf.“ Fyrirhuguð uppbygging Hvalárvirkjunar hefur mætt töluverðri andstöðu en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hvort mótmælendur hafi átt hlut að máli. Inga Sóley kveðst hvorki vita hverjir voru að verki né í hvaða tilgangi. „Þessar merkingar eru náttúrlega til þess að vernda minjarnar á meðan á framkvæmdum stendur og ef þær eru fjarlægðar þá er það mjög slæmt, bæði fyrir minjarnar og líka náttúrlega fyrir framkvæmdaaðila sem geta orðið fyrir töfum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að sem betur fer séu engin merki um að rask hafi orðið á forminjum sökum þessa. „Þeir [framkvæmdaaðilar] eru ekki komnir á þetta svæði skilst mér, þeir eru ennþá nokkrum kílómetrum frá þeim, þessum minjum. Þannig að það er engin hætta eins og er.“
Deilur um Hvalárvirkjun Fornminjar Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira