Phelps missti heimsmetið sem hann var búinn að eiga í átján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 09:30 Kristof Milak fagnar heimsmeti sínu. Getty/Clive Rose Afrek ungverska táningsins Kristof Milak á HM í sundi hefur vakið mikla athygli í sundheiminum. Hann rústaði heimsmeti sem flestir héldu að væri ekki í hættu. Michael Phelps var algjör yfirburðamaður í 200 metra flugsundi á sínum tíma og það tók vissulega sinn tíma að ná honum í hans bestu grein en í gær gerðustu þau stórtíðindi á HM í sundi í 50 metra laug í Gwangju í Suður-Kóreu. Hinn nítján ára gamli Kristof Milak bætti þá heimsmet Michael Phelps í 200 metra flugsundi en hann gerði gott betur því ungverski táningurinn stórbætti það.Michael Phelps owned the world record in the 200-meter butterfly for 18 straight years. And now, thanks to 19-year-old Hungarian swimmer Kristof Milak, it's been broken. Shattered, actually. https://t.co/VvHS5x9vUw — USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 24, 2019Kristof Milak kom í mark á 1:50.73 mín. og synti því 78 hundraðshlutum hraðar en Michael Phelps þegar Phelps bætti heimsmetið í síðasta sinn árið 2009. Gamla met Phelps var 1:51.51 mín. Michael Phelps setti fyrst heimsmet í þessari grein þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. Það var árið 2001 og átti Phelps því heimsmetið í 200 metra flugsundi í átján ár. Þegar Phelps sló metið fyrst þá var Kristof Milak aðeins eins árs. Phelps átti síðan eftir að bæta heimsmetið sitt í 200 metra flugsundi sjö sinnum frá 2001 til 2009.Kristof Milak became the first man not named Michael Phelps to own the 200-meter butterfly record since 2001. https://t.co/nCfTFcDrWU by @bykaren — NYT Sports (@NYTSports) July 24, 2019Michael Phelps varð enn fremur fjórum sinnum heimsmeistari í 200 metra flugsundi og vann einnig fjögur Ólympíugull í þessari grein eða á ÓL 2004 í Aþenu, ÓL í Beijing 2008, ÓL í London 2012 og á ÓL í Ríó 2016. Phelps er talinn vera besti sundmaður allra tíma. Hann á enn þá heimsmetið í 100 metra flugsundi (2009) og 400 metra fjórsundi (2008) en flestir bjuggust þó við að heimsmet hans í 200 metra flugsundi myndi lifa lengst. Sund Ungverjaland Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Afrek ungverska táningsins Kristof Milak á HM í sundi hefur vakið mikla athygli í sundheiminum. Hann rústaði heimsmeti sem flestir héldu að væri ekki í hættu. Michael Phelps var algjör yfirburðamaður í 200 metra flugsundi á sínum tíma og það tók vissulega sinn tíma að ná honum í hans bestu grein en í gær gerðustu þau stórtíðindi á HM í sundi í 50 metra laug í Gwangju í Suður-Kóreu. Hinn nítján ára gamli Kristof Milak bætti þá heimsmet Michael Phelps í 200 metra flugsundi en hann gerði gott betur því ungverski táningurinn stórbætti það.Michael Phelps owned the world record in the 200-meter butterfly for 18 straight years. And now, thanks to 19-year-old Hungarian swimmer Kristof Milak, it's been broken. Shattered, actually. https://t.co/VvHS5x9vUw — USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 24, 2019Kristof Milak kom í mark á 1:50.73 mín. og synti því 78 hundraðshlutum hraðar en Michael Phelps þegar Phelps bætti heimsmetið í síðasta sinn árið 2009. Gamla met Phelps var 1:51.51 mín. Michael Phelps setti fyrst heimsmet í þessari grein þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. Það var árið 2001 og átti Phelps því heimsmetið í 200 metra flugsundi í átján ár. Þegar Phelps sló metið fyrst þá var Kristof Milak aðeins eins árs. Phelps átti síðan eftir að bæta heimsmetið sitt í 200 metra flugsundi sjö sinnum frá 2001 til 2009.Kristof Milak became the first man not named Michael Phelps to own the 200-meter butterfly record since 2001. https://t.co/nCfTFcDrWU by @bykaren — NYT Sports (@NYTSports) July 24, 2019Michael Phelps varð enn fremur fjórum sinnum heimsmeistari í 200 metra flugsundi og vann einnig fjögur Ólympíugull í þessari grein eða á ÓL 2004 í Aþenu, ÓL í Beijing 2008, ÓL í London 2012 og á ÓL í Ríó 2016. Phelps er talinn vera besti sundmaður allra tíma. Hann á enn þá heimsmetið í 100 metra flugsundi (2009) og 400 metra fjórsundi (2008) en flestir bjuggust þó við að heimsmet hans í 200 metra flugsundi myndi lifa lengst.
Sund Ungverjaland Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira