Litlu munaði að rússneskur verksmiðjutogari sykki með fjóra unglinga um borð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 22. júlí 2019 20:00 Verksmiðjutogarinn Orlik við Njarðvíkurhöfn. Stöð 2 Illa hefði getað farið þegar rússneskur verksmiðjutogari byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í gær en fjórir unglingar voru um borð. Það tókst að halda togaranum á floti og verður hann rifinn á næstunni. Togarinn hefur legið við bryggjuna í fimm ár og tugmilljóna króna hafnargjöld verið greidd af honum. Um níu leitið í gærkvöldi tóku eftirlitsmenn eftir því að togarinn var byrjaður að sökkva hratt í Njarðvíkurhöfn. Eftirlitsmaður var þegar sendur um borð og í ljós kom að þar voru fyrir fjórir unglingar sem voru færðir á bryggjuna. Hafnarvörður Reykjaneshafna segir að það hefði getað farið afar illa og brýnir fyrir fólki að bannað sé að fara um borð. Tveimur tímum síðar hófust aðgerðir. „Það var um ellefu leitið sem dæling hófst úr skipinu og svo voru kafarar sendir niður og þeir fundu gat sem var þrír sinnum þrír sentimetrar,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarvörður Reykjaneshafna. Um tvö leitið í nótt tókst svo að koma skipinu í jafnvægi á ný. Rússneski togarinn Orlik hefur legið við haustið 2014 en vegna breytinga á regluverki hafa verið tafir á niðurrifi hans. Ætla má að hafnargjöld á þessu tímabili nemi um þrjátíu milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Hringrás eigandi skipsins. Halldór segir að ástand þess hafi verið metið það slæmt fyrir ári að það var ekki hægt draga það í niðurrif það flokkist í raun sem úrgangur. „Við könnuðum ástand skipsins fyrir ári og það var slæmt þá þannig að það hlýtur að vera enn verra núna.“ Hann segir að illa hafi gengið að koma skipinu í niðurrif en á föstudaginn hafi loks komið leyfi frá Umhverfisráðuneytinu um að það megi rífa það í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. „Þetta er um tvö hundruð metra leið og við ættum að geta fleytt því þá vegalengd. „Það hefði verið grátlegt eftir alla þessa baráttu ef það hefði endað á botninum en það tókst að koma í veg fyrir það,“ segir Halldór. Reykjanesbær Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Illa hefði getað farið þegar rússneskur verksmiðjutogari byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í gær en fjórir unglingar voru um borð. Það tókst að halda togaranum á floti og verður hann rifinn á næstunni. Togarinn hefur legið við bryggjuna í fimm ár og tugmilljóna króna hafnargjöld verið greidd af honum. Um níu leitið í gærkvöldi tóku eftirlitsmenn eftir því að togarinn var byrjaður að sökkva hratt í Njarðvíkurhöfn. Eftirlitsmaður var þegar sendur um borð og í ljós kom að þar voru fyrir fjórir unglingar sem voru færðir á bryggjuna. Hafnarvörður Reykjaneshafna segir að það hefði getað farið afar illa og brýnir fyrir fólki að bannað sé að fara um borð. Tveimur tímum síðar hófust aðgerðir. „Það var um ellefu leitið sem dæling hófst úr skipinu og svo voru kafarar sendir niður og þeir fundu gat sem var þrír sinnum þrír sentimetrar,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarvörður Reykjaneshafna. Um tvö leitið í nótt tókst svo að koma skipinu í jafnvægi á ný. Rússneski togarinn Orlik hefur legið við haustið 2014 en vegna breytinga á regluverki hafa verið tafir á niðurrifi hans. Ætla má að hafnargjöld á þessu tímabili nemi um þrjátíu milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Hringrás eigandi skipsins. Halldór segir að ástand þess hafi verið metið það slæmt fyrir ári að það var ekki hægt draga það í niðurrif það flokkist í raun sem úrgangur. „Við könnuðum ástand skipsins fyrir ári og það var slæmt þá þannig að það hlýtur að vera enn verra núna.“ Hann segir að illa hafi gengið að koma skipinu í niðurrif en á föstudaginn hafi loks komið leyfi frá Umhverfisráðuneytinu um að það megi rífa það í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. „Þetta er um tvö hundruð metra leið og við ættum að geta fleytt því þá vegalengd. „Það hefði verið grátlegt eftir alla þessa baráttu ef það hefði endað á botninum en það tókst að koma í veg fyrir það,“ segir Halldór.
Reykjanesbær Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira