Breytt löggjöf í Danmörku gerir það erfiðara fyrir hjón að skilja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 08:45 Breytingarnar hafa mælst fyrir, bæði hjá almenningi og stjórnmálamönnum, en áður en þær tóku gildi var nóg fyrir hjón að fylla út eyðublað á netinu til þess að fá skilnað í gegn. vísir/epa Það er orðið erfiðara fyrir Dani að skilja nú en áður eftir að breytt skilnaðarlöggjöf tók gildi í landinu í apríl síðastliðnum. Breytingarnar hafa mælst vel fyrir, bæði hjá almenningi og stjórnmálamönnum, en áður en þær tóku gildi var nóg fyrir hjón að fylla út eyðublað á netinu til þess að fá skilnað í gegn. Samkvæmt breyttu löggjöfinni þurfa hjón nú að bíða í þrjá mánuði og sækja sér ráðgjöf áður en skilnaðurinn getur gengið í gegn. Eitt af markmiðum laganna er þannig að skilnaður verði sársaukaminni fyrir alla hlutaðeigandi. Skilnaðartíðni í Danmörku er ein sú hæsta í Vestur-Evrópu. Á árinu 2018 voru 15 þúsund skilnaðir í landinu á meðan 30 þúsund giftingar fóru fram. Gert Martin Hald, sálfræðingur og dósent við Kaupmannahafnarskóla, er einn af þeim sem komu að því að sníða ráðgjöfina sem verður skylda fyrir öll hjón með börn undir 18 ára aldri að mæta í ef parið vill skilja. Ráðgjöfinni er meðal annars ætlað að bæta samskipti.Á að hjálpa til með stress, kvíða og þunglyndi „Þetta snýst um að þú skiljir sjálfan þig, hvernig þú bregst við í þessum aðstæðum og hvernig börnin þín bregðast við, hvernig hægt er að komast í gegnum svona erfiðleika og hvernig hægt er að vera áfram uppalendur saman eftir skilnað. Þetta á að hjálpa til með stress, kvíða og þunglyndi og minnka þann fjölda daga sem fólk tekur sér frí frá vinnu vegna skilnaðar,“ segir Hald. Hann segir markmiðið bæði að gera skilnað ekki eins erfiðan tilfinningalega og að minnka kostnað samfélagsins af skilnuðum. Á vef Guardian er rætt við mann sem nýtti sér sambærilega ráðgjöf fyrir fjórum árum þegar hann var að ganga í gegnum skilnað. Hann segir að ráðgjöfin bjargi ekki hjónabandinu en hún hjálpi til við að sjá hluti í skýrara ljósi, einmitt þegar fólk á ef til vill erfitt með að hugsa rökrétt. Trine Schaldemose, forstöðumaður Mødrehjælpen, góðgerðarsamtaka sem aðstoða fjölskyldur, segir breytta löggjöf stórt skref fram á við. „Áður fyrr einblíndi kerfið meira á rétt foreldranna heldur en rétt barnanna. Margar ólíkar stofnanir, sem tengdust lítið innbyrðis, komu að skilnaðarmálum en þetta breytist nú,“ segir Schaldemose. Danmörk Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Sjá meira
Það er orðið erfiðara fyrir Dani að skilja nú en áður eftir að breytt skilnaðarlöggjöf tók gildi í landinu í apríl síðastliðnum. Breytingarnar hafa mælst vel fyrir, bæði hjá almenningi og stjórnmálamönnum, en áður en þær tóku gildi var nóg fyrir hjón að fylla út eyðublað á netinu til þess að fá skilnað í gegn. Samkvæmt breyttu löggjöfinni þurfa hjón nú að bíða í þrjá mánuði og sækja sér ráðgjöf áður en skilnaðurinn getur gengið í gegn. Eitt af markmiðum laganna er þannig að skilnaður verði sársaukaminni fyrir alla hlutaðeigandi. Skilnaðartíðni í Danmörku er ein sú hæsta í Vestur-Evrópu. Á árinu 2018 voru 15 þúsund skilnaðir í landinu á meðan 30 þúsund giftingar fóru fram. Gert Martin Hald, sálfræðingur og dósent við Kaupmannahafnarskóla, er einn af þeim sem komu að því að sníða ráðgjöfina sem verður skylda fyrir öll hjón með börn undir 18 ára aldri að mæta í ef parið vill skilja. Ráðgjöfinni er meðal annars ætlað að bæta samskipti.Á að hjálpa til með stress, kvíða og þunglyndi „Þetta snýst um að þú skiljir sjálfan þig, hvernig þú bregst við í þessum aðstæðum og hvernig börnin þín bregðast við, hvernig hægt er að komast í gegnum svona erfiðleika og hvernig hægt er að vera áfram uppalendur saman eftir skilnað. Þetta á að hjálpa til með stress, kvíða og þunglyndi og minnka þann fjölda daga sem fólk tekur sér frí frá vinnu vegna skilnaðar,“ segir Hald. Hann segir markmiðið bæði að gera skilnað ekki eins erfiðan tilfinningalega og að minnka kostnað samfélagsins af skilnuðum. Á vef Guardian er rætt við mann sem nýtti sér sambærilega ráðgjöf fyrir fjórum árum þegar hann var að ganga í gegnum skilnað. Hann segir að ráðgjöfin bjargi ekki hjónabandinu en hún hjálpi til við að sjá hluti í skýrara ljósi, einmitt þegar fólk á ef til vill erfitt með að hugsa rökrétt. Trine Schaldemose, forstöðumaður Mødrehjælpen, góðgerðarsamtaka sem aðstoða fjölskyldur, segir breytta löggjöf stórt skref fram á við. „Áður fyrr einblíndi kerfið meira á rétt foreldranna heldur en rétt barnanna. Margar ólíkar stofnanir, sem tengdust lítið innbyrðis, komu að skilnaðarmálum en þetta breytist nú,“ segir Schaldemose.
Danmörk Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Sjá meira