Hækkuðu leiguna en aðgengi enn ekki bætt Sveinn Arnarsson skrifar 2. ágúst 2019 07:00 Frá Vík í Mýrdal fréttablaðið/Stefán Aðgengi fatlaðra að húsnæði sýslumannsembættisins í Vík í Mýrdal hefur enn ekki verið bætt þrátt fyrir að fjögur ár séu frá því að embættið og eigandi hússins, Arion banki, ætluðu að gera bragarbót á. Arion banki hækkaði leiguna til að geta staðið straum af bættu aðgengi fatlaðra en gerði hins vegar ekkert í málinu. Fréttablaðið sagði frá því í júlí árið 2015 að fólk í hjólastólum kæmist ekki til sýslumanns í Vík vegna skorts á aðgengi fyrir fatlaða. Á þeim tíma sagði sýslumaðurinn á Suðurlandi að ekki væri til fjármagn til að bæta úr aðgengi. Sýslumannsembættið á staðnum sinnir málefnum hreyfihamlaðra en þar sem skrifstofan er á annarri hæð í lyftulausu húsi eru aðgengismál í ólestri. Húsnæði embættisins í Vík er leiguhúsnæði en leigusalinn er Arion banki. Fram kemur í svari sýslumannsembættisins til Sjálfsbjargar að viðauki hafi verið gerður við leigusamning árið 2015 til að gera bragarbót á aðgengismálum. Við það hækkaði leigan. „Efndir urðu engar og varð úr að samningnum var sagt upp í lok árs 2016, enda dugðu fjárheimildir embættisins á þeim tímapunkti ekki fyrir rekstri þess,“ segir í svari embættisins. „Ég harma það sleifarlag sem bankinn hefur sýnt í þessu máli. Bankinn er búinn að hafa fjögur ár og ekkert gert. Það sýnir forgangsröðunina í hnotskurn. Hreyfihamlaðir mega láta sér það nægja að bíða fyrir utan. Svona framkoma er algjörlega óþolandi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar. Arion banki hefur nú ákveðið að taka málið upp aftur og þakkar Sjálfsbjörg fyrir ábendinguna. „Til að bæta aðgengi fatlaðra var ákveðið að setja upp lyftu í húsinu og voru teikningar unnar og lyfta pöntuð. Við hörmum það hins vegar að brestur hefur orðið á eftirfylgni málsins og enn hefur ekki orðið af uppsetningu lyftunnar,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka. „Á þessum tímapunkti eru ástæður þess mér ekki að fullu kunnar, meðal annars vegna mannabreytinga innan rekstrarsviðs bankans og sumarfría. Vegna ábendingar frá formanni Sjálfsbjargar hefur þetta mál hins vegar nú verið endurvakið og vonandi verður hægt að bæta úr þessu sem fyrst.“ Birtist í Fréttablaðinu Mýrdalshreppur Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Aðgengi fatlaðra að húsnæði sýslumannsembættisins í Vík í Mýrdal hefur enn ekki verið bætt þrátt fyrir að fjögur ár séu frá því að embættið og eigandi hússins, Arion banki, ætluðu að gera bragarbót á. Arion banki hækkaði leiguna til að geta staðið straum af bættu aðgengi fatlaðra en gerði hins vegar ekkert í málinu. Fréttablaðið sagði frá því í júlí árið 2015 að fólk í hjólastólum kæmist ekki til sýslumanns í Vík vegna skorts á aðgengi fyrir fatlaða. Á þeim tíma sagði sýslumaðurinn á Suðurlandi að ekki væri til fjármagn til að bæta úr aðgengi. Sýslumannsembættið á staðnum sinnir málefnum hreyfihamlaðra en þar sem skrifstofan er á annarri hæð í lyftulausu húsi eru aðgengismál í ólestri. Húsnæði embættisins í Vík er leiguhúsnæði en leigusalinn er Arion banki. Fram kemur í svari sýslumannsembættisins til Sjálfsbjargar að viðauki hafi verið gerður við leigusamning árið 2015 til að gera bragarbót á aðgengismálum. Við það hækkaði leigan. „Efndir urðu engar og varð úr að samningnum var sagt upp í lok árs 2016, enda dugðu fjárheimildir embættisins á þeim tímapunkti ekki fyrir rekstri þess,“ segir í svari embættisins. „Ég harma það sleifarlag sem bankinn hefur sýnt í þessu máli. Bankinn er búinn að hafa fjögur ár og ekkert gert. Það sýnir forgangsröðunina í hnotskurn. Hreyfihamlaðir mega láta sér það nægja að bíða fyrir utan. Svona framkoma er algjörlega óþolandi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar. Arion banki hefur nú ákveðið að taka málið upp aftur og þakkar Sjálfsbjörg fyrir ábendinguna. „Til að bæta aðgengi fatlaðra var ákveðið að setja upp lyftu í húsinu og voru teikningar unnar og lyfta pöntuð. Við hörmum það hins vegar að brestur hefur orðið á eftirfylgni málsins og enn hefur ekki orðið af uppsetningu lyftunnar,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka. „Á þessum tímapunkti eru ástæður þess mér ekki að fullu kunnar, meðal annars vegna mannabreytinga innan rekstrarsviðs bankans og sumarfría. Vegna ábendingar frá formanni Sjálfsbjargar hefur þetta mál hins vegar nú verið endurvakið og vonandi verður hægt að bæta úr þessu sem fyrst.“
Birtist í Fréttablaðinu Mýrdalshreppur Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira