
Óþörf nefnd
Fyrst siðanefnd Alþingis var á annað borð að taka málið fyrir hlaut hún að komast að þeirri niðurstöðu að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason hefðu gerst brotlegir við siðareglur alþingismanna. Alþingismenn eru fulltrúar þjóðar sinnar, þeir eiga að kunna að hegða sér og þegar þeir verða uppvísir að því að hafa klæmst tímunum saman og talað af fyrirlitningu um fólk þá hljóta þeir að falla í áliti hjá almenningi. Það þarf ekki sérstaka siðanefnd til að skera úr um það.
Merkilegi snúningurinn á þessu máli er hin fullkomna afneitun þingmanna á eigin framferði. Af ótrúlegri elju halda þeir áfram að benda í allar áttir en staldra ekki við og velta fyrir sér eigin ábyrgð. Þetta þykir reyndar sumum æði töff og veita framferðinu samþykki sitt með stuðningi við Miðflokkinn. Það er furðulegt klapp á bakið. Flestir hrökkva þó frá, áhyggjufullir vegna málefnaflutnings flokks þar sem einangrunarhyggja og tortryggni gagnvart umheiminum er við völd, ásamt tilheyrandi fordómum.
Þótt siðanefnd Alþingis hafi komist að sjálfsagðri niðurstöðu í Klausturmálinu þá má samt efast um erindi hennar. Satt best að segja virðist þessi siðanefnd vera enn ein óþörf nefndin. Henni eru greinilega mislagðar hendur eins og afgreiðsla hennar á máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sýndi svo glöggt. Hún hafði uppi orð um hugsanlega spillingu í gjörðum Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Orð sem áttu fullan rétt á sér hlutu fordæmingu hjá siðanefnd. Þarna gerði siðanefnd ekkert gagn, þvert á móti tók hún sér stöðu með ritskoðun.
Þingmenn mega taka djarflega til orða, og svo sannarlega er oft þörf á því. Með úrskurði sínum varðandi orð Þórhildar Sunnu opnaði siðanefndin á alls kyns klögumál þar sem stjórnmálamenn geta næsta auðveldlega náð sér niðri á pólitískum andstæðingum sem eru þeim til ama.
Það þarf ekki siðanefnd Alþingis til að segja fólki hvað því á að finnast um Klausturmálið. Ekki verður heldur séð að þessi sama nefnd hafi þurft að funda og úrskurða á furðulegan hátt um orð þingmanns Pírata sem hafði áhyggjur af spillingu þingmanns. Þingmenn eiga að standa vaktina þegar kemur að því að uppræta spillingu, hvort sem hún leynist á Alþingi eða annars staðar.
Skoðun

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar