Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2019 17:04 Teikning af því hvernig WASP-121b gæti litið út. Ógnarsterkir flóðkraftar toga og teygja reikistjörnuna þannig að hún er í laginu eins og ruðningsbolti. NASA/ESA/J. Olmsted Fjarreikistjarna sem fannst með Hubble-geimsjónaukanum gengur svo þétt um móðurstjörnu sína að flóðkraftar valda því að hún er í laginu eins og ruðningsbolti. Svo heitur verður lofthjúpur reikistjörnunnar að þungmálmar sleppa úr honum út í geim. WASP-121b er gasrisi í sólkerfi um 900 ljósárum frá jörðinni, svonefndur „heitur Júpíter“. Það eru gasrisar sem ganga þétt upp við móðurstjörnu sína með stuttan umferðartíma þannig að lofthjúpur þeirra hitnar mikið. Svo þétt gengur WASP-121b upp við sína stjörnu að efri lög lofthjúpsins ná rúmlega 2.500°C hita. Það er tífalt heitara en lofthjúpur nokkurrar annarrar þekktrar reikistjörnu. Yfirleitt eru heitir gasrisar nógu svalir að innan til að þyngri frumefni eins og magnesíum og járn þéttist í ský. Á þessari fjarreikistjörnu er hitinn svo mikill að magnesíum og járn streyma út úr lofthjúpnum og út í geim. Þetta er í fyrsta skipti sem þyngri frumefni en vetni eða helíum sjást sleppa frá heitum gasrisa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þungmálmarnir sleppa að hluta til vegna þess að reikistjarnan er svo stór og útblásin að þyngdarkraftur hennar er tiltölulega veikur. Þetta er reikistjarna sem verið er að rífa lofthjúpinn af,“ segir David Sing frá Johns Hopkins-háskóla í Baltimore.Gastegundir streyma út eins og fljót Móðurstjarnan er bjartari og heitari en sólin okkar. Útfjólubláir geislar hennar baka efri hluta lofthjúps WASP-121b. Stjörnufræðingar telja að málmarnir eigi mögulega þátt í að hita hann enn frekar þar sem þeir gera lofthjúpinn ógegnsærri á fjólublátt ljós. WASP-121b er jafnframt svo nálægt móðurstjörnunni að hún er á mörkum þess að rifna í sundur af völdum flóðkraftanna. Þeir valda því að lögun reikistjörnunnar líkist ruðningsbolta. Athuganirnar á WASP-121b eru sagðar hjálpa stjörnufræðingum að skilja hvernig reikistjörnur glata lofthjúpi sínum. Reikistjörnur verða til úr ryk- og gasskífum og lofthjúpur þeirra verður yfirleitt til úr léttustu gastegundum, vetni og helíum, sem eru jafnframt algengustu frumefni alheimsins. Lofthjúpurinn rýrnar eftir því sem reikistjarnan nálgast móðurstjörnu sína. „Heitir Júpíterar eru aðallega úr vetni og Hubble er mjög næmur fyrir vetni þannig að við vitum að þessar reikistjörnur geta tapað gasi tiltölulega auðveldlega. Í tilfelli WASP-121b flæðir vetnis- og helíumgas út, næstum eins og fljót, og það dregur með sér þessar málma. Þetta er mjög skilvirk leið fyrir massatap,“ segir Sing. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32 Vatn víða að finna á fjarlægum plánetum 18. ágúst 2018 08:30 Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Fjarreikistjarna sem fannst með Hubble-geimsjónaukanum gengur svo þétt um móðurstjörnu sína að flóðkraftar valda því að hún er í laginu eins og ruðningsbolti. Svo heitur verður lofthjúpur reikistjörnunnar að þungmálmar sleppa úr honum út í geim. WASP-121b er gasrisi í sólkerfi um 900 ljósárum frá jörðinni, svonefndur „heitur Júpíter“. Það eru gasrisar sem ganga þétt upp við móðurstjörnu sína með stuttan umferðartíma þannig að lofthjúpur þeirra hitnar mikið. Svo þétt gengur WASP-121b upp við sína stjörnu að efri lög lofthjúpsins ná rúmlega 2.500°C hita. Það er tífalt heitara en lofthjúpur nokkurrar annarrar þekktrar reikistjörnu. Yfirleitt eru heitir gasrisar nógu svalir að innan til að þyngri frumefni eins og magnesíum og járn þéttist í ský. Á þessari fjarreikistjörnu er hitinn svo mikill að magnesíum og járn streyma út úr lofthjúpnum og út í geim. Þetta er í fyrsta skipti sem þyngri frumefni en vetni eða helíum sjást sleppa frá heitum gasrisa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þungmálmarnir sleppa að hluta til vegna þess að reikistjarnan er svo stór og útblásin að þyngdarkraftur hennar er tiltölulega veikur. Þetta er reikistjarna sem verið er að rífa lofthjúpinn af,“ segir David Sing frá Johns Hopkins-háskóla í Baltimore.Gastegundir streyma út eins og fljót Móðurstjarnan er bjartari og heitari en sólin okkar. Útfjólubláir geislar hennar baka efri hluta lofthjúps WASP-121b. Stjörnufræðingar telja að málmarnir eigi mögulega þátt í að hita hann enn frekar þar sem þeir gera lofthjúpinn ógegnsærri á fjólublátt ljós. WASP-121b er jafnframt svo nálægt móðurstjörnunni að hún er á mörkum þess að rifna í sundur af völdum flóðkraftanna. Þeir valda því að lögun reikistjörnunnar líkist ruðningsbolta. Athuganirnar á WASP-121b eru sagðar hjálpa stjörnufræðingum að skilja hvernig reikistjörnur glata lofthjúpi sínum. Reikistjörnur verða til úr ryk- og gasskífum og lofthjúpur þeirra verður yfirleitt til úr léttustu gastegundum, vetni og helíum, sem eru jafnframt algengustu frumefni alheimsins. Lofthjúpurinn rýrnar eftir því sem reikistjarnan nálgast móðurstjörnu sína. „Heitir Júpíterar eru aðallega úr vetni og Hubble er mjög næmur fyrir vetni þannig að við vitum að þessar reikistjörnur geta tapað gasi tiltölulega auðveldlega. Í tilfelli WASP-121b flæðir vetnis- og helíumgas út, næstum eins og fljót, og það dregur með sér þessar málma. Þetta er mjög skilvirk leið fyrir massatap,“ segir Sing.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32 Vatn víða að finna á fjarlægum plánetum 18. ágúst 2018 08:30 Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32
Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00