ESB Guðmundur Brynjólfsson skrifar 19. ágúst 2019 07:30 Hefur þú, lesandi góður, farið í sólarlandaferð? Inni í hótelgarðinum mega þeir vera sem hafa keypt aðgang að sérréttindunum. Þar þjóna til borðs og laugar nútímaþrælar auðvaldsins, illa launað verkafólk sem gjarna fer á „ferðamannavertíð“. Þar eru brotin á því öll fínu réttindin sem Evrópusambandið „fann upp“ um lögboðinn hvíldartíma hins vinnandi manns. Það segist, þetta fólk – og maður horfir upp á það – stendur 14 til 15 tíma vaktir vikum saman. Fyrir utan veggi hótelsins dvelja fyrir náð og miskunn svartar konur og bjóðast til þess að flétta stúlkubörn þeirra sem búa innan hótelveggja. Þessar konur mega auðvitað ekki koma innfyrir, inn í hótelgarðinn, þær eru sterkur vitnisburður um „frelsið“ sem þrífst á jaðrinum. Svo eru það þeir sem mega ekki einu sinni vera á jaðrinum, líka svartir. Þeir eru ólöglegir á mörkunum, óvelkomnir á mærunum. Þeir taka saman í flýti hafurtask sitt og flýja út í myrkrið þegar landamæravarsla ESB, lögreglan á strandgötunni, gengur kvöldgönguna. Og hvað eru þeir að selja þessir drengir sem eru ólöglegir á jaðrinum? Jú, þeir eru að selja fótboltatreyjur merktar piltum sem bera framandi nöfn: Aubameyang, Mané, Umtiti og Toko Ekambi. Þessir fótboltasnillingar eru það síðasta sem nýlenduvaldið kramdi út úr Afríku; í löglegu mansali alþjóðafótboltans. Fluttir inn, og höndlað með þá af þeim sem áður nauðguðu, drápu eða seldu formæður þeirra. Strandhótelið og umhverfi þess er ekki annað en smækkuð mynd Evrópusambandsins. Allt í lagi í sjálfu sér, en gangverk þess er rangt. Jaðarsetningin er forkastanleg, hliðvarslan svakaleg, verslunarfrelsið skerðingin ein. Sumir mega, aðrir ekki. Ósýnilegir stjórnendur ákveða hver á að vera hvar, og hver má vera hvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hefur þú, lesandi góður, farið í sólarlandaferð? Inni í hótelgarðinum mega þeir vera sem hafa keypt aðgang að sérréttindunum. Þar þjóna til borðs og laugar nútímaþrælar auðvaldsins, illa launað verkafólk sem gjarna fer á „ferðamannavertíð“. Þar eru brotin á því öll fínu réttindin sem Evrópusambandið „fann upp“ um lögboðinn hvíldartíma hins vinnandi manns. Það segist, þetta fólk – og maður horfir upp á það – stendur 14 til 15 tíma vaktir vikum saman. Fyrir utan veggi hótelsins dvelja fyrir náð og miskunn svartar konur og bjóðast til þess að flétta stúlkubörn þeirra sem búa innan hótelveggja. Þessar konur mega auðvitað ekki koma innfyrir, inn í hótelgarðinn, þær eru sterkur vitnisburður um „frelsið“ sem þrífst á jaðrinum. Svo eru það þeir sem mega ekki einu sinni vera á jaðrinum, líka svartir. Þeir eru ólöglegir á mörkunum, óvelkomnir á mærunum. Þeir taka saman í flýti hafurtask sitt og flýja út í myrkrið þegar landamæravarsla ESB, lögreglan á strandgötunni, gengur kvöldgönguna. Og hvað eru þeir að selja þessir drengir sem eru ólöglegir á jaðrinum? Jú, þeir eru að selja fótboltatreyjur merktar piltum sem bera framandi nöfn: Aubameyang, Mané, Umtiti og Toko Ekambi. Þessir fótboltasnillingar eru það síðasta sem nýlenduvaldið kramdi út úr Afríku; í löglegu mansali alþjóðafótboltans. Fluttir inn, og höndlað með þá af þeim sem áður nauðguðu, drápu eða seldu formæður þeirra. Strandhótelið og umhverfi þess er ekki annað en smækkuð mynd Evrópusambandsins. Allt í lagi í sjálfu sér, en gangverk þess er rangt. Jaðarsetningin er forkastanleg, hliðvarslan svakaleg, verslunarfrelsið skerðingin ein. Sumir mega, aðrir ekki. Ósýnilegir stjórnendur ákveða hver á að vera hvar, og hver má vera hvar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar