Unglingarnir fengu að ganga á land á ítölsku eyjunni Lampedusa en meira en 100 flóttamenn eru enn um borð í spænska björgunarskipinu.
Sjá einnig: Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk
Sjá einnig: Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetu
Ákvörðun Matteo Salvini um að hleypa skipinu ekki að landi hefur verið gífurlega umdeild og sagði Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hann vera með þráhyggju fyrir því að hleypa flóttafólki ekki inn í ítalskar hafnir. Tveir ráðherrar ítölsku ríkisstjórnarinnar neituðu á föstudag að skrifa undir fyrirskipun Salvini um að hamla Open Arms skipinu að koma að landi.

Open Arms segir flóttamennina sem enn eru á skipinu, þar á meðal tvö ung börn, lifa við hræðilegar aðstæður um borð.