Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2019 13:41 Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins. Vísir/Vilhelm Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tugum milljóna króna. Þegar hafa verið greiddar 24 milljónir króna, ógreiddur kostnaður nemur tæpum tíu milljónum króna og er ekki talinn með kostnaður á undirbúningsstigi, til dæmis laun til aðila sem sátu í hæfnisnefnd. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Helga Vala spurðist fyrir um málið þann 25. mars og er svar ráðherra birt á vef Alþingis í dag. Kostnaðurinn fólst í 9,5 milljóna króna greiðslu vegna aðkeyptrar lögmannsþjónustu vegna bótamála Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar gegn íslenska ríkinu. Ástráður og Jóhannes Rúnar voru meðal hinna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipti út af lista hæfisnefndar. Málskostnaður í málum fyrrnefndra tveggja umsækjenda var 3,6 milljónir króna. Við bættust 1,2 milljónir í málum Jóns Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar, sem sömuleiðis var skipt út af listanum, og rúmlega 500 þúsund króna kostnaður vegna áfrýjunar þeirra máls til Landsréttar. Þá þarf ríkið að greiða 15 þúsund evrur, um tvær milljónir króna, vegna máls sem íslenska ríkið tapaði fyrir Landsrétti. Um var að ræða mál manns sem dæmdur var í Landsrétti en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins, taldi ekki mark takandi á dómi Landsréttar þar sem hann hefði verið ólöglega skipaður. Á það féllst Mannréttindadómstóllinn en ríkið skaut málinu til yfirdeildar dómstólsins og eru milljónirnar tvær því ógreiddar að svo stöddu. Miskabætur eða sáttagreiðslur í málum fyrrnefndra fjögurra nema á fjórðu milljón króna en um var að ræða sátt. Þá eru ógreiddar skaðabætur til Jóns Höskuldssonar fjórar milljónir króna auk þess sem mál Eiríks sæti áfrýjun en skaðabótakrafa var viðurkennd fyrir héraðsdómi. Sérfræðiráðgjöf til forsætisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis námu samanlagt 4,4 milljónum króna. Þýðing á dómi Mannréttindadómstólsins kostaði 1,1 milljón króna. „Hér er ótalinn kostnaður af starfi dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara og starfsmanns hennar, kostnaður vegna auglýsinga og annar slíkur kostnaður sem til féll á undirbúningsstigi,“ segir í svari ráðherra. „Samantekið er heildarkostnaður sem íslenska ríkið hefur þegar greitt vegna skipunar dómara við Landsrétt, og talinn er upp í fyrirspurn þessari, 23.396.931 kr. Til viðbótar er ógreiddur dæmdur málskostnaður og bætur fyrir íslenskum dómstólum að upphæð 7.500.000 kr. þar sem umrædd mál sæta áfrýjun. Þá er ógreiddur dæmdur málskostnaður fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, 15.000 evrur, þar sem óskað hefur verið eftir því að yfirdeild taki málið til endurskoðunar.“ Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tugum milljóna króna. Þegar hafa verið greiddar 24 milljónir króna, ógreiddur kostnaður nemur tæpum tíu milljónum króna og er ekki talinn með kostnaður á undirbúningsstigi, til dæmis laun til aðila sem sátu í hæfnisnefnd. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Helga Vala spurðist fyrir um málið þann 25. mars og er svar ráðherra birt á vef Alþingis í dag. Kostnaðurinn fólst í 9,5 milljóna króna greiðslu vegna aðkeyptrar lögmannsþjónustu vegna bótamála Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar gegn íslenska ríkinu. Ástráður og Jóhannes Rúnar voru meðal hinna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipti út af lista hæfisnefndar. Málskostnaður í málum fyrrnefndra tveggja umsækjenda var 3,6 milljónir króna. Við bættust 1,2 milljónir í málum Jóns Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar, sem sömuleiðis var skipt út af listanum, og rúmlega 500 þúsund króna kostnaður vegna áfrýjunar þeirra máls til Landsréttar. Þá þarf ríkið að greiða 15 þúsund evrur, um tvær milljónir króna, vegna máls sem íslenska ríkið tapaði fyrir Landsrétti. Um var að ræða mál manns sem dæmdur var í Landsrétti en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins, taldi ekki mark takandi á dómi Landsréttar þar sem hann hefði verið ólöglega skipaður. Á það féllst Mannréttindadómstóllinn en ríkið skaut málinu til yfirdeildar dómstólsins og eru milljónirnar tvær því ógreiddar að svo stöddu. Miskabætur eða sáttagreiðslur í málum fyrrnefndra fjögurra nema á fjórðu milljón króna en um var að ræða sátt. Þá eru ógreiddar skaðabætur til Jóns Höskuldssonar fjórar milljónir króna auk þess sem mál Eiríks sæti áfrýjun en skaðabótakrafa var viðurkennd fyrir héraðsdómi. Sérfræðiráðgjöf til forsætisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis námu samanlagt 4,4 milljónum króna. Þýðing á dómi Mannréttindadómstólsins kostaði 1,1 milljón króna. „Hér er ótalinn kostnaður af starfi dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara og starfsmanns hennar, kostnaður vegna auglýsinga og annar slíkur kostnaður sem til féll á undirbúningsstigi,“ segir í svari ráðherra. „Samantekið er heildarkostnaður sem íslenska ríkið hefur þegar greitt vegna skipunar dómara við Landsrétt, og talinn er upp í fyrirspurn þessari, 23.396.931 kr. Til viðbótar er ógreiddur dæmdur málskostnaður og bætur fyrir íslenskum dómstólum að upphæð 7.500.000 kr. þar sem umrædd mál sæta áfrýjun. Þá er ógreiddur dæmdur málskostnaður fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, 15.000 evrur, þar sem óskað hefur verið eftir því að yfirdeild taki málið til endurskoðunar.“
Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46