Sameining eða þjóðarmorð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. ágúst 2019 06:00 "Kasmír brennur,“ sagði á þessum borða í pakistönsku borginni Íslamabad í gær. Nordicphotos/AFP Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, nýtti ræðu sína á þjóðhátíðardegi landsins í gær einkum til þess að útskýra ákvörðun sína um að svipta indverska hluta Kasmír sjálfstjórn. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd. Einkum af Pakistönum sem gera, líkt og Indverjar, tilkall til alls Kasmírhéraðs. „Í dag getur hver einasti Indverji stoltur sagt að í Indlandi sé ein þjóð, ein stjórnarskrá,“ sagði Modi og bætti við: „Hið gamla fyrirkomulag í Jammu, Kasmír og Ladakh stuðlaði að spillingu, frændhygli og óréttlæti í garð kvenna, barna, dalíta og ættbálkasamfélaga.“ Þá ræddi Modi einnig um hryðjuverk á svæðinu og sagði Indland áfram ætla að berjast af hörku gegn hverjum þeim sem breiddi út hryðjuverkastarfsemi. Vert er að minnast þess að fyrr á árinu voru hryðjuverkasamtökin JeM sögð hafa gert árás á Pulwama í indverska hluta Kasmír. Indverjar sögðu Pakistana hafa brugðist með því að uppræta ekki starfsemi JeM í pakistanska hluta Kasmír og spennan á milli kjarnorkuveldanna tveggja jókst gríðarlega. Indverjar sögðust hafa gert loftárás á bækistöðvar JeM og hermenn ríkjanna tveggja skutu hverjir að öðrum. Ekki kom þó til stríðs, hvað þá kjarnorkustríðs.Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands.„Hryðjuverkastarfsemi felur í sér stríð gegn mannkyninu. Þess vegna mun Indland afhjúpa hverja þá sem styðja, skýla eða breiða út hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Modi. Þótt hann hafi ekki nefnt Pakistan á nafn má leiða líkur að því að grannríkið hafi verið Indverjanum ofarlega í huga. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, lét einnig í sér heyra í gær. Hann gagnrýndi harðlega útgöngubannið sem hefur verið í gildi í nær tvær vikur í indverska Kasmír. „Í tólf daga hefur verið útgöngubann í hinum hernumda indverska hluta Kasmír. Fjöldi hermanna til viðbótar við þá miklu viðveru sem var þar þegar, algjört samskiptabann og fordæmi um þjóðernishreinsanir Modi á múslimum í Gujarat,“ tísti Khan. „Mun heimsbyggðin horfa þegjandi á annað Srebrenica-þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir á múslimum í indverska Kasmír? Ég vil vara alþjóðasamfélagið við þessu. Þetta myndi hafa alvarlegar afleiðingar í múslimaheiminum og leiða af sér róttæknivæðingu og ofbeldi.“Hvað er málið með Kasmír? Það er löng saga. Pakistanar og Indverjar gera hvorir tveggja tilkall til svæðisins alls. Héraðið þykir mikilvægt vegna orku og menningar og er það einnig hernaðarlega mikilvægt sökum staðsetningar. En samkvæmt greiningu The Diplomat er mikilvægi Kasmír helst fólgið í því að úr jöklum svæðisins rennur ferskt vatn, lífsnauðsynlegt fyrir íbúa á þurrum svæðum í Pakistan og á Indlandi. Hvað gerðist í Kasmír? Tugir þúsunda indverskra hermanna voru fluttir til indverska hluta Kasmír í upphafi mánaðar. Skólum var lokað, ferðamönnum gert að yfirgefa svæðið og skorið var á bæði síma- og netsamband, samkvæmt samantekt breska ríkisútvarpsins. Í kjölfarið tilkynnti indverska ríkisstjórnin að indverski hluti Kasmír, ríkið sem nefnist Jammu og Kasmír, yrði svipt sjálfstjórn og íbúar þeim sérstöku réttindum sem þeir höfðu fengið. Þannig var sérstök stjórnarskrá svæðisins felld úr gildi og löggjafarvaldið tekið til baka. Þessi umdeilda aðgerð hefur lengi verið á borðinu hjá Narendra Modi og BJP-flokki hans. Var til að mynda á stefnuskrá flokksins fyrir kosningarnar fyrr á árinu. Að mati BJP-liða er hún nauðsynleg til þess að sameina Indverja. Gagnrýnendur hafa hins vegar haldið því fram að Modi geri þetta núna til þess að beina athyglinni frá efnahagsörðugleikum og að til lengri tíma litið sé aðgerðin hugsuð til þess að breyta því að múslimar séu í meirihluta í Jammu og Kasmír. BJP aðhyllist hindúa-þjóðernishyggju og með aðgerðinni er afnuminn sá réttur yfirvalda í Jammu og Kasmír að banna aðkomumönnum að kaupa land. Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00 Mótmæltu við sendiráð Indlands á Túngötu Nokkur fjöldi fólks kom saman fyrir utan sendiráð Indlands við Túngötu í höfuðborginni í dag til að mótmæla aðgerðum yfirvalda á Indlandi í Kasmír-héraði. 15. ágúst 2019 15:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, nýtti ræðu sína á þjóðhátíðardegi landsins í gær einkum til þess að útskýra ákvörðun sína um að svipta indverska hluta Kasmír sjálfstjórn. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd. Einkum af Pakistönum sem gera, líkt og Indverjar, tilkall til alls Kasmírhéraðs. „Í dag getur hver einasti Indverji stoltur sagt að í Indlandi sé ein þjóð, ein stjórnarskrá,“ sagði Modi og bætti við: „Hið gamla fyrirkomulag í Jammu, Kasmír og Ladakh stuðlaði að spillingu, frændhygli og óréttlæti í garð kvenna, barna, dalíta og ættbálkasamfélaga.“ Þá ræddi Modi einnig um hryðjuverk á svæðinu og sagði Indland áfram ætla að berjast af hörku gegn hverjum þeim sem breiddi út hryðjuverkastarfsemi. Vert er að minnast þess að fyrr á árinu voru hryðjuverkasamtökin JeM sögð hafa gert árás á Pulwama í indverska hluta Kasmír. Indverjar sögðu Pakistana hafa brugðist með því að uppræta ekki starfsemi JeM í pakistanska hluta Kasmír og spennan á milli kjarnorkuveldanna tveggja jókst gríðarlega. Indverjar sögðust hafa gert loftárás á bækistöðvar JeM og hermenn ríkjanna tveggja skutu hverjir að öðrum. Ekki kom þó til stríðs, hvað þá kjarnorkustríðs.Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands.„Hryðjuverkastarfsemi felur í sér stríð gegn mannkyninu. Þess vegna mun Indland afhjúpa hverja þá sem styðja, skýla eða breiða út hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Modi. Þótt hann hafi ekki nefnt Pakistan á nafn má leiða líkur að því að grannríkið hafi verið Indverjanum ofarlega í huga. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, lét einnig í sér heyra í gær. Hann gagnrýndi harðlega útgöngubannið sem hefur verið í gildi í nær tvær vikur í indverska Kasmír. „Í tólf daga hefur verið útgöngubann í hinum hernumda indverska hluta Kasmír. Fjöldi hermanna til viðbótar við þá miklu viðveru sem var þar þegar, algjört samskiptabann og fordæmi um þjóðernishreinsanir Modi á múslimum í Gujarat,“ tísti Khan. „Mun heimsbyggðin horfa þegjandi á annað Srebrenica-þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir á múslimum í indverska Kasmír? Ég vil vara alþjóðasamfélagið við þessu. Þetta myndi hafa alvarlegar afleiðingar í múslimaheiminum og leiða af sér róttæknivæðingu og ofbeldi.“Hvað er málið með Kasmír? Það er löng saga. Pakistanar og Indverjar gera hvorir tveggja tilkall til svæðisins alls. Héraðið þykir mikilvægt vegna orku og menningar og er það einnig hernaðarlega mikilvægt sökum staðsetningar. En samkvæmt greiningu The Diplomat er mikilvægi Kasmír helst fólgið í því að úr jöklum svæðisins rennur ferskt vatn, lífsnauðsynlegt fyrir íbúa á þurrum svæðum í Pakistan og á Indlandi. Hvað gerðist í Kasmír? Tugir þúsunda indverskra hermanna voru fluttir til indverska hluta Kasmír í upphafi mánaðar. Skólum var lokað, ferðamönnum gert að yfirgefa svæðið og skorið var á bæði síma- og netsamband, samkvæmt samantekt breska ríkisútvarpsins. Í kjölfarið tilkynnti indverska ríkisstjórnin að indverski hluti Kasmír, ríkið sem nefnist Jammu og Kasmír, yrði svipt sjálfstjórn og íbúar þeim sérstöku réttindum sem þeir höfðu fengið. Þannig var sérstök stjórnarskrá svæðisins felld úr gildi og löggjafarvaldið tekið til baka. Þessi umdeilda aðgerð hefur lengi verið á borðinu hjá Narendra Modi og BJP-flokki hans. Var til að mynda á stefnuskrá flokksins fyrir kosningarnar fyrr á árinu. Að mati BJP-liða er hún nauðsynleg til þess að sameina Indverja. Gagnrýnendur hafa hins vegar haldið því fram að Modi geri þetta núna til þess að beina athyglinni frá efnahagsörðugleikum og að til lengri tíma litið sé aðgerðin hugsuð til þess að breyta því að múslimar séu í meirihluta í Jammu og Kasmír. BJP aðhyllist hindúa-þjóðernishyggju og með aðgerðinni er afnuminn sá réttur yfirvalda í Jammu og Kasmír að banna aðkomumönnum að kaupa land.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00 Mótmæltu við sendiráð Indlands á Túngötu Nokkur fjöldi fólks kom saman fyrir utan sendiráð Indlands við Túngötu í höfuðborginni í dag til að mótmæla aðgerðum yfirvalda á Indlandi í Kasmír-héraði. 15. ágúst 2019 15:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira
Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00
Mótmæltu við sendiráð Indlands á Túngötu Nokkur fjöldi fólks kom saman fyrir utan sendiráð Indlands við Túngötu í höfuðborginni í dag til að mótmæla aðgerðum yfirvalda á Indlandi í Kasmír-héraði. 15. ágúst 2019 15:08