Mike Pence – aðvörun Halldór Reynisson skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Hingað til lands er væntanlegur varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence. Hann er enginn aufúsugestur og af ýmsum ástæðum. Fyrir það fyrsta er hann náinn bandamaður þess Bandaríkjaforseta sem harðast hefur gengið gegn siðmenningu og samfélagsskipan vestrænna ríkja sem komið hefur verið á eftir bitra reynslu tveggja heimsstyrjalda. Í annan stað kemur hann á tíma þegar stefna Bandaríkjanna virðist auka úlfúð í heiminum en ekki draga úr – stefna sem gerir bandarísk stjórnvöld að friðarspillum. Eitt birtingarform þess hráskinnaleiks eru framkvæmdir sem bandaríski herinn hyggst hefja á Keflavíkurflugvelli. Það er samt þriðja ástæðan fyrir því að varast ætti að umgangast þennan mann sem ég ætla að gera að umfjöllunarefni hér; sú hættulega blanda íhaldssamra stjórnmála og afturhaldssamrar kristni sem nú ríður húsum í Bandaríkjunum. Mike Pence kallar sig „Evangelical“ en það eru kirkjur íhaldssamra hvítra mótmælenda sem mjög eru áberandi í Bandaríkjunum nú um stundir. Hafa þessar kirkjur gengið í vanheilagt hjónaband við sjálfhverfan og barnalegan forseta sem elur á óvild, kynþáttafordómum og er hvorki vinur sannleikans né dygðarinnar. Um 80 af hundraði þessa fólks kusu hann í síðustu forsetakosningum. Margir í þessari hreyfingu eru bókstafstrúar, þó ekki allir. Í vitund þessara íhaldssömu kristnu manna virtist öllum siðgildum til fórnandi að þeirra maður næði því að verða forseti Bandaríkjanna. Á bak við stendur það menningarstríð sem nú geisar þar vestra. Þessir hópar vilja að íhaldssamir dómarar sitji í hæstarétti Bandaríkjanna en til þess að svo megi verða þarf leiðitaman forseta. Að baki er áratuga barátta gegn fóstureyðingum. Sú afstaða er nú skyndilega orðin – að mati þessara íhaldssömu kristnu manna – helsta kennisetning kristninnar, en ekki Gullna reglan eða Kærleiksboðið. Það menningarstríð nær líka í gegnum kirkju- og trúarlíf – til hefur orðið andófshreyfing, „Reclaiming Jesus“, þar sem minnt er á að í kjarna boðskapar Jesú er sátt og fyrirgefning, ekki hatur og útilokun. Hreyfing þessarar íhaldskristni hefur færst mjög í aukana síðustu áratugi. Ég minnist lúthersks prests á ráðstefnu sem ég sótti þar vestra fyrir næstum 40 árum þegar ég var þar í námi í blaðamennsku. Sá hafði miklar áhyggjur af uppgangi þessarar íhaldssömu hreyfingar í bandarísku kirkjulífi með sinn bókstafsskilning og lögmálshyggju. Áhyggjur sem reyndust á rökum reistar. Þessir straumar innan mótmælendakristninnar í Bandaríkjunum hafa lítið álit á biblíulegri fræðimennsku en setja í staðinn bókstafsskilning sem varð til í Bandaríkjunum á 19. öld. Að einhverju leyti hófst þá þessi þróun á því sem má kalla „amerískan kristindóm“ en einn dálkahöfundur Guardian (sem sjálfur er prestur í ensku biskupakirkjunni) hefur bent á að þar setji menn gjarnan „Ameríku“ á stall en ekki Guð. Innan þessarar hreyfingar afneita margir loftslagsvá (þvert á orð Frans páfa), aðhyllast margir byssueign (hinir fyrstu kristnu menn neituðu að gegna herþjónustu í rómverska hernum), gera lítið úr réttindum kvenna og eru á móti samkynhneigðum (samanber kirkjugestinn sem strunsaði út úr Hallgrímskirkju um daginn). Þeir virðast engir sérstakir vinir flóttamanna og útlendinga. Sæluboð Krists eiga þarna ekki upp á pallborðið. Þá hafa orðið til ýmsar skrýtnar hugmyndir í hreyfingunni sem yfirleitt eru ekki byggðar á skotheldri fræðimennsku. Mikið er lagt upp úr Opinberunarbókinni (Lúther vildi helst sleppa henni úr Biblíunni). Trúin verður gjarnan að lögmáli en ekki fagnaðarerindi enda er það kennimark allrar bókstafshyggju. Ein kenningin í hreyfingu íhaldssamra kristinna manna í Bandaríkjunum hefur verið kölluð kristinn Zíonismi. Í þeirri sýn eru atburðir í Mið-Austurlöndum s.s. stofnun Ísraelsríkis tákn um hina síðustu tíma og endurkomu Krists. Íran er t.d. þar í hlutverki hins djöfullega sem reynir að eyða Ísraelsríki þvert á vilja Guðs. Þess vegna styður þessi hreyfing allar gerðir Ísraelsríkis en hunsar málstað Palestínumanna og það þótt margir þeirra séu kristnir. Að einhverju leyti skýrir þetta fjandskap Bandaríkjanna við Íran nú um stundir. Tveir áhrifamenn í bandarísku stjórnkerfi sem hafa verið flokkaðir sem kristnir Zíonistar eru Mike Pence varaforseti og utanríkisráðherrann Mike Pompeo. Hér er um að ræða eitraða blöndu stjórnmála og þokukenndra trúarhugmynda sem þegar hefur haft áhrif til hins verra í Mið-Austurlöndum. Því ber að vara við að íslensk stjórnvöld leggi lag sitt við fólk sem aðhyllist slíka hugmyndafræði. Í lokin má minna á ljóð Jóns Helgasonar prófessors um þessa áráttu að nudda sér utan í Krist á fölskum forsendum:EF ALLT þetta fólk fær í gullsölum himnanna gist sem gerir sér mat úr að nudda sér utan í Krist, þá hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst ef maður að síðustu lendir í annarri vist.Höfundur er prestur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Trúmál Mest lesið Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Hingað til lands er væntanlegur varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence. Hann er enginn aufúsugestur og af ýmsum ástæðum. Fyrir það fyrsta er hann náinn bandamaður þess Bandaríkjaforseta sem harðast hefur gengið gegn siðmenningu og samfélagsskipan vestrænna ríkja sem komið hefur verið á eftir bitra reynslu tveggja heimsstyrjalda. Í annan stað kemur hann á tíma þegar stefna Bandaríkjanna virðist auka úlfúð í heiminum en ekki draga úr – stefna sem gerir bandarísk stjórnvöld að friðarspillum. Eitt birtingarform þess hráskinnaleiks eru framkvæmdir sem bandaríski herinn hyggst hefja á Keflavíkurflugvelli. Það er samt þriðja ástæðan fyrir því að varast ætti að umgangast þennan mann sem ég ætla að gera að umfjöllunarefni hér; sú hættulega blanda íhaldssamra stjórnmála og afturhaldssamrar kristni sem nú ríður húsum í Bandaríkjunum. Mike Pence kallar sig „Evangelical“ en það eru kirkjur íhaldssamra hvítra mótmælenda sem mjög eru áberandi í Bandaríkjunum nú um stundir. Hafa þessar kirkjur gengið í vanheilagt hjónaband við sjálfhverfan og barnalegan forseta sem elur á óvild, kynþáttafordómum og er hvorki vinur sannleikans né dygðarinnar. Um 80 af hundraði þessa fólks kusu hann í síðustu forsetakosningum. Margir í þessari hreyfingu eru bókstafstrúar, þó ekki allir. Í vitund þessara íhaldssömu kristnu manna virtist öllum siðgildum til fórnandi að þeirra maður næði því að verða forseti Bandaríkjanna. Á bak við stendur það menningarstríð sem nú geisar þar vestra. Þessir hópar vilja að íhaldssamir dómarar sitji í hæstarétti Bandaríkjanna en til þess að svo megi verða þarf leiðitaman forseta. Að baki er áratuga barátta gegn fóstureyðingum. Sú afstaða er nú skyndilega orðin – að mati þessara íhaldssömu kristnu manna – helsta kennisetning kristninnar, en ekki Gullna reglan eða Kærleiksboðið. Það menningarstríð nær líka í gegnum kirkju- og trúarlíf – til hefur orðið andófshreyfing, „Reclaiming Jesus“, þar sem minnt er á að í kjarna boðskapar Jesú er sátt og fyrirgefning, ekki hatur og útilokun. Hreyfing þessarar íhaldskristni hefur færst mjög í aukana síðustu áratugi. Ég minnist lúthersks prests á ráðstefnu sem ég sótti þar vestra fyrir næstum 40 árum þegar ég var þar í námi í blaðamennsku. Sá hafði miklar áhyggjur af uppgangi þessarar íhaldssömu hreyfingar í bandarísku kirkjulífi með sinn bókstafsskilning og lögmálshyggju. Áhyggjur sem reyndust á rökum reistar. Þessir straumar innan mótmælendakristninnar í Bandaríkjunum hafa lítið álit á biblíulegri fræðimennsku en setja í staðinn bókstafsskilning sem varð til í Bandaríkjunum á 19. öld. Að einhverju leyti hófst þá þessi þróun á því sem má kalla „amerískan kristindóm“ en einn dálkahöfundur Guardian (sem sjálfur er prestur í ensku biskupakirkjunni) hefur bent á að þar setji menn gjarnan „Ameríku“ á stall en ekki Guð. Innan þessarar hreyfingar afneita margir loftslagsvá (þvert á orð Frans páfa), aðhyllast margir byssueign (hinir fyrstu kristnu menn neituðu að gegna herþjónustu í rómverska hernum), gera lítið úr réttindum kvenna og eru á móti samkynhneigðum (samanber kirkjugestinn sem strunsaði út úr Hallgrímskirkju um daginn). Þeir virðast engir sérstakir vinir flóttamanna og útlendinga. Sæluboð Krists eiga þarna ekki upp á pallborðið. Þá hafa orðið til ýmsar skrýtnar hugmyndir í hreyfingunni sem yfirleitt eru ekki byggðar á skotheldri fræðimennsku. Mikið er lagt upp úr Opinberunarbókinni (Lúther vildi helst sleppa henni úr Biblíunni). Trúin verður gjarnan að lögmáli en ekki fagnaðarerindi enda er það kennimark allrar bókstafshyggju. Ein kenningin í hreyfingu íhaldssamra kristinna manna í Bandaríkjunum hefur verið kölluð kristinn Zíonismi. Í þeirri sýn eru atburðir í Mið-Austurlöndum s.s. stofnun Ísraelsríkis tákn um hina síðustu tíma og endurkomu Krists. Íran er t.d. þar í hlutverki hins djöfullega sem reynir að eyða Ísraelsríki þvert á vilja Guðs. Þess vegna styður þessi hreyfing allar gerðir Ísraelsríkis en hunsar málstað Palestínumanna og það þótt margir þeirra séu kristnir. Að einhverju leyti skýrir þetta fjandskap Bandaríkjanna við Íran nú um stundir. Tveir áhrifamenn í bandarísku stjórnkerfi sem hafa verið flokkaðir sem kristnir Zíonistar eru Mike Pence varaforseti og utanríkisráðherrann Mike Pompeo. Hér er um að ræða eitraða blöndu stjórnmála og þokukenndra trúarhugmynda sem þegar hefur haft áhrif til hins verra í Mið-Austurlöndum. Því ber að vara við að íslensk stjórnvöld leggi lag sitt við fólk sem aðhyllist slíka hugmyndafræði. Í lokin má minna á ljóð Jóns Helgasonar prófessors um þessa áráttu að nudda sér utan í Krist á fölskum forsendum:EF ALLT þetta fólk fær í gullsölum himnanna gist sem gerir sér mat úr að nudda sér utan í Krist, þá hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst ef maður að síðustu lendir í annarri vist.Höfundur er prestur
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun